Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2017 | 19:00

Sergio Garcia hlýtur AGW verðlaun golffréttaritara

Sigurvegari Masters risamótsins 2017, Sergio Garcia hlaut verðlaun golffréttaritara the Golf Writers Trophy eins og viðurkenningin nefnist á ensku, en hún er veitt af samtökum golffréttaritara (ens.:  Association of Golf Writers).

Hinn 37 ára Garica hlaut mikinn meirihluta atkvæða sem greidd voru af félögum AGW á árinu þar sem hann vann sinn 1. risatitil.

Garcia hefir sagt að árið í ár sé það besta á ferli sínum.

Auk sigurins á Masters sigraði Garcia Omega Dubai Desert Classic mótið í febrúar.

Þriðji sigur Garcia á árinu kom síðan nú í október þegar hann sigraði á Andalucia Valderrama Masters, þar sem hann sjálfur var gestgjafi og styrktaraðili.

Það er gríðarlegur heiður að vera viðurkenndur sem AGW kylfingur ársins af samtökum golffréttamanna,“ sagði Garcia.

Þetta er nokkuð sem erfitt er að hlotnast þannig að það er ánægjulegt.

Að vera valinn í 2. sinn er virkilega spennandi og vonandi vinn ég þessa viðurkenningu aftur.“

Við vitum að bæði kylfingar og fjölmiðlar haldast hönd í hönd í þessum bissness og við erum alltaf þakklát þegar fjölmiðlar veita viðurkenningu fyrir nokkuð eins stórt og þetta.“

Þannig þakkir til allra félaga í samtökum golffréttaritara fyrir að velja mig kylfing ársins að þeirra mati.

 

Þeim sem hlotnast hafa verðlaunin tvívegis, líkt og Garcia, eru Rory McIlroy  (2014 og 2015) og  Henrik Stenson (2013 og 2016).