Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 21:00
GR: Púttmótaröð GRkvenna hefst þriðjudaginn 23. janúar n.k.

Í tilkynningu frá stjórn GR kvenna segir eftirfarandi: „Nú er starf GR kvenna að hefjast að nýju og að venju er byrjað á púttinu. Púttmótaröð GR kvenna 2018 hefur göngu sína á Korpunni þriðjudaginn í næstu viku, 23.janúar. Í ár bætum við einu kvöldi við mótaröðina frá því sem áður hefur verið, nú verður mögulegt að mæta í 9 skipti í stað 8 en áfram verða spilaðir tveir hringir hvert kvöld þar sem sá betri telur. Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR kvenna 2018 sem verður krýndur á lokakvöldi púttmótaraðarinnar þann 20.mars næstkomandi. Þá verður verðlaunað fyrir besta skor hvert kvöld. Mótsgjaldið er það sama og í fyrra, kr. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 20:00
Evróputúrinn: Fleetwood kylfingur ársins

Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood var kjörinn kylfingur ársins af samkylfingum sínum á Evróputúrnum í dag. Heiðurstitillinn „kylfingur ársins“ hefir hlotið nafnið „Seve Ballesteros verðlaunin.“ Þetta hefir verið eitt besta ár í ferli Fleetwood, en hann hóf 2017 á því að sigra á Abu Dhabi HSBC Championship, en þetta var 2. sigur hans á Evróputúrnum. Hann fylgdi sigrinum eftir með því að landa 2. sætinu í tveimur mótum: WGC-Mexico Championship og Shenzhen International. Síðan sigraði Fleetwood á HNA Open de France í júli og varð í 4. sæti á Opna bandaríska. Jafnframt skrifaði Fleetwood sig í golfsögubækurnar þegar hann setti vallarmet á Carnoustie (63 högg) á Alfred Dunhill Links Championship. Á árinu (2017) náði Fleetwood Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jonathan Thomson (10/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og í dag verður byrjað að kynna þá 7 sem deildu 18. sætinu. Þeir spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Í dag verður Jonathan Thomson frá Englandi kynntur. Jonathan Thomson fæddist 4. apríl 1996 og er því 21 árs. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2016. Hann fékk viðurnefnið „Jigger“ þar sem hann dansaði um í bleyjunum sínum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 30 ára stórafmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og á því 60 ára merkisafmæli. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (30 ára Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Daniela Iacobelli (25/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 08:00
Rory snýr aftur til keppni – hungrar í sigur – vonast eftir að komast í Ryderinn!

Það er vert að leiða hugann að því að fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, hefir ekki sigrað golfmót nú í 16 mánuði …. og hann hugrar í sigur. Rory snýr aftur til keppni nú í vikunni eftir að hafa verið algerlega í hléi frá október á sl. ári. Fyrsta mót hans, sem hann tekur þátt í eftir veikindin, af þeim 8 sem hann ætlar sér að spila í fram að Masters risamótinu, er Abu Dhabi HSBC Championship á Evróputúrnum. Rory tók ekki þátt í mótinu í fyrra vegna verkja í rifbeinum. „Ég myndi elska það að sigra aftur,“ sagði Rory „Það er ekki til betri tilfinning en að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Ellý Erlingsdóttir og Árni Þór Freysteinsson – 15. janúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ellý Erlingsdóttir og Árni Þór Freysteinsson. Árni Þór er fæddur 15. janúar 1966 og á því 52 árs afmæli í dag. Hann er Akureyringur sem býr í Hafnarfirði og er snjall kylfingur. Árni Þór er í Golfklúbbi Setbergs og er í sambandi með Sigriði Hyldahl Björnsdóttur. Komast má á facebook síðu stórafmæliskylfingsins til þess að óska Árna Þór til hamingju með afmælið hér að neðan: Árni Þór Freysteinsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Ellý fæddist 15. janúar 1962. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga þau 3 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Nicholas Lindheim (48/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 12:00
Spieth þarf að vinna í púttunum!

Jordan Spieth var ekki ánægður með frammistöðu sína í Sony Open. Hann dró ekkert undan. „Ég á mikla vinnu framundan í púttunum,“ sagði hann eftir að lokahringur upp á 66 högg skilaði honum T-18 árangri – 6 höggum á eftir sigurvegaranum Patton Kizzire. Samtals lék Spieth á 11 undir pari, 269 höggum (69 68 66 66). „Ég held að ég hafi verið í 100. sæti hvað varðar grædd pútt (ens. putting strokes gained).“ „Ég var í 95. sæti í dag og náði að setja niður nokkur lengri en 3 m en ég missti líka fullt af þeim. Þannig að ég á mikið verk frammundan með pútternum, þar er bara svo Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Dori Carter (24/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 7 stúlkur, sem deildu 23. sætinu. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

