Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2018 | 08:00

Rory snýr aftur til keppni – hungrar í sigur – vonast eftir að komast í Ryderinn!

Það er vert að leiða hugann að því að fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, hefir ekki sigrað golfmót nú í 16 mánuði …. og hann hugrar í sigur.

Rory snýr aftur til keppni nú í vikunni eftir að hafa verið algerlega í hléi frá október á sl. ári.

Fyrsta mót hans, sem hann tekur þátt í eftir veikindin, af þeim 8 sem hann ætlar sér að spila í fram að Masters risamótinu,  er  Abu Dhabi HSBC Championship á Evróputúrnum.

Rory tók ekki þátt í mótinu í fyrra vegna verkja í rifbeinum.

Ég myndi elska það að sigra aftur,“ sagði Rory „Það er ekki til betri tilfinning en að sigra í golfmóti.“

Ég hef æft og spilað, augljóslega ekki í hefðbundinni samkeppni á alvöru móti en ég hef átt nokkur virkilega góð skor á sl. vikum. Það er öðruvísi […] en eftir því sem ég hef séð á æfingum þá er ég ekki svo langt frá að ná mér.

Rory er samt ekki sammála því að nauðsynlegt sé að hann sigri áður en hann hefur keppni í Masters risamótinu. „Ég þarf ekki að sigra en ég myndi elska það,“ bætti hann við. „Það myndi vera kjörið ef ég ynni eitt af þessum átta mótum, reyndar ekki bara eitt. Það myndi vera frábært fyrir sjálfstraustið fyrir Augusta. Ég myndi elska að vera aftur meðal sigurvegara eins fljótt og mögulegt er.“

Rory er virkilega að taka á málum af festu – hefir m.a. ráðið sér næringarfræðing og eins sást til hans á æfingasvæði í Abu Dhabi þar sem hann var að slá af sama krafti og áður.

Ég er ánægður að vera búinn í þessu (veikindafríi)“ sagði hinn 28 ára (Rory). „Eftir 3 1/2 mánuð er ég ánægður að vera að koma aftur. Mér fannst eins og ég þarfnaðist [frísins] bæði líkamlega og andlega. Ég hef verið hérna í 10 ár (á túrum) og mér fannst eins og þetta væri svona einskonar starfsleyfi.“

Andlega var ég ekki á góðum stað og það var vegna þess hvernig mér leið líkamlega. Mér finnst ég undirbúinn núna, ég er til og finnst ég tilbúinn að taka áskorununum. Mér líður virkilega vel með hvar ég er heilsulega séð. Ég hef yfirunnið allt, sem er frábært.

Að komast í Ryder Cup liðið er meðal markmiða Rory, þ.e. að ná Rydernum aftur til Evrópu í París. Hinn 4-faldi risamótssigurvegari (Rory) er sér meðvitaður að sterkt, bandarískt lið þykir líklegra til sigurs.

Bandaríkjamennirnir eru sterkir og ég tel að í fyrsta sinn í lengri tíma nái þeir saman (sem lið),“ sagði Rory „Það er kjarni ungra leikmanna sem mun verða til staðar þarna lengi.

En ef litið er á hvernig völlurinn í Hazeltine var settur upp; stórar, breiðar brautir; ekkert röff; pinninn á miðju flatar. Þetta var ekki sett upp eins og Evrópubúar vilja spila. Ég tel að París muni vera allt önnur fiskimið, mjög svo frábrugðin.

Þannig að ég er fullur sjálfsöryggis. Ef allt fer vel verð ég í liðinu og mér finnst við eiga virkilega góðan sjéns.“

Bandaríkjamenn hafa augljóslega verið uppblásnir hvað varðar möguleika þeirra en það er aldrei eins auðvelt og þeir telja. Ryder bikarinn er ávallt nærri. Þetta byggir allt á nokkrum lykil andartökum og það mun ekkert verða öðruvísi í París. Ég held að við höfum frábært lið og það mun örugglega ekki verða eins auðvelt og þeir halda að það verði.“