
Evróputúrinn: Fleetwood kylfingur ársins
Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood var kjörinn kylfingur ársins af samkylfingum sínum á Evróputúrnum í dag.
Heiðurstitillinn „kylfingur ársins“ hefir hlotið nafnið „Seve Ballesteros verðlaunin.“
Þetta hefir verið eitt besta ár í ferli Fleetwood, en hann hóf 2017 á því að sigra á Abu Dhabi HSBC Championship, en þetta var 2. sigur hans á Evróputúrnum.
Hann fylgdi sigrinum eftir með því að landa 2. sætinu í tveimur mótum: WGC-Mexico Championship og Shenzhen International.
Síðan sigraði Fleetwood á HNA Open de France í júli og varð í 4. sæti á Opna bandaríska.
Jafnframt skrifaði Fleetwood sig í golfsögubækurnar þegar hann setti vallarmet á Carnoustie (63 högg) á Alfred Dunhill Links Championship.
Á árinu (2017) náði Fleetwood líka í fyrsta sinn á topp 20 á heimslistanum (í fyrsta sinn á ferli sínum) og hann var með 10 topp-10 árangra í mótum sem varð til þess að hann varð stigameistari Evrópumótaraðarinnar 2017.
Eftir að ljóst var að Fleetwood væri kylfingur ársins 2017 á Evróputúrnum sagði hann:
„Að vinna Seve Ballesteros verðlaunin hefir í reynd ollið mér mesta tilfinningarótinu af öllu sem ég hef unnið. Það eru leikmenn sem velja handhafa verðlaunanna og það eru svo margir aðrir náungar þegar ég kom, sem ég leit upp til og maður horfir á fólk á æfingasvæðinu og reynir að læra af þeim.“
„Ég hef eignast marga vini og mér finst frábært að fólk hafi valið mig sem leikmann ársins. Þetta er allt öðruvísi en allt sem ég hef afrekað áður. Það er mikið skjall og maður verður auðmjúkur.“
Aðrir sem hlotið hafa skjöldinn, sem fylgir Seve Ballesteros verðlaununum eru: Padraig Harrington (2008), Lee Westwood (2009), Martin Kaymer (2010), Rory McIlroy (2011, 2014 and 2015), Luke Donald (2012) og Henrik Stenson (2013, 2016).
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster