Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 12:00

Spieth þarf að vinna í púttunum!

Jordan Spieth var ekki ánægður með frammistöðu sína í Sony Open.

Hann dró ekkert undan.

Ég á mikla vinnu framundan í púttunum,“ sagði hann eftir að lokahringur upp á 66 högg skilaði honum T-18 árangri – 6 höggum á eftir sigurvegaranum Patton Kizzire.

Samtals lék Spieth á 11 undir pari, 269 höggum (69 68 66 66).

Ég held að ég hafi verið í 100. sæti hvað varðar grædd pútt (ens. putting strokes gained).“

Ég var í 95. sæti í dag og náði að setja niður nokkur lengri en 3 m en ég missti líka fullt af þeim. Þannig að ég á mikið verk frammundan með pútternum, þar er bara svo einfalt. Allt annað á eftir að vinnast.“

Þetta voru orð Spieth en hann var reyndar í 58. sæti hvað varðar grædd pútt og náði aðeins að setja niður 2 pútt lengri en 3 metra á 4. degi og púttaði 124 sinnum í mótinu.

Í samanburði við högg hans, sem eru næsta óaðfinnanleg – en þar leiðir hann með 61 högg á 72 flatir á tilskyldum höggafjölda, þá eru púttin léleg, en þetta gæti hafa orðið ansi áhugavert hefði pútterinn hans verið heitur.

En pútterinn var kaldur … alveg eins og á TOC þ.e. Tournament of Champions vikuna áður.

Já Spieth þarf að kippa púttunum í liðinn fyrir næsta mót sem hann tekur þátt í sem er Waste Management Phoenix Open eftir 2 vikur og síðan er hann skráður í AT&T Pebble Beach Pro-Am.