Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 19:00
Evróputúrinn: Bertasio og Khongwatmai leiða e. 2. dag á Maybank – Hápunktar

Það eru kylfingarnir Nino Bertasio frá Ítalíu og thaílenski kylfingurinn Phachara Khongwatmai, sem leiða á móti vikunnar á Evróputúrnum, Maybank Championship. Spilað er í Saujana G&CC í Kuala Lumpur í Malasíu. Báðir hafa þeir Bertasio og Khongwatmai spilað á samtals 7 undir pari, 133 höggum (68 65). Lee Westwood er síðan einn 4 kylfinga sem deila 3. sætinu – hinir eru: Chris Paisley frá Englandi, Marc Warren frá Skotlandi og Japaninn Juta Ikeda; allir á samtals 10 undir pari, hver, eða 1 höggi á eftir forystumönnunum. Sjá má hápunkta 2. dags á Maybank Championship með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 17:00
Rickie Fowler sannar enn og aftur af hverju golfheimurinn elskar hann

Rickie Fowler var með der með aukahvatningu á á fyrsta hring Phoenix Open í gær. (Sjá mynd af Fowler í myndglugga). Næst við Puma „P“-ið yfir enni hans var pinnuð mynd af ungum áhanganda, sem var klæddur í kunnugleg Fowler golfföt í skær-appelsínugulu og þar undir stóð „þumalinn upp“ (ens. thumbs up.) Myndin var af Griffin Connell, sem bjó í Scottsdale og dó í síðustu viku aðeins 7 ára eftir að hafa barist við erfiðan og flókinn öndunarsjúkdóm. Connell hitti Rickie Fowler fyrst 2013 og hann mætti reglulega til þess að styðja uppáhalds kylfinginn sinn. Fowler birti meðfylgjandi á Instagram þar sem m.a. stendur að vikan „muni ekki vera sú sama“ án Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Þorgeir Pálsson og Gísli Þór Þórðarson – 2. febrúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Þorgeir R. Pálsson og Gísli Þór Þórðarson. Þorgeir er fæddur 2. febrúar 1968 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Þorgeir Pálsson – Innilega til hamingju með 50 ára merkisafmælið!!! 🙂 Gísli Þór Þórðarson er fæddur 2. febrúar 1993 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Gísli Þór er GR-ingur, sem býr í Svíþjóð með sambýliskonu sinni, Önnu Pálsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Gísli Þór Þórðarson – Innilega til hamingju með kvart úr öld!!! Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Marissa Steen (38/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 01:30
LET: Valdís Þóra á 1 undir pari (72) á 2. degi Oates Vic Open í Ástralíu – Glæsilegt!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, spilaði á glæsilegum 1 undir pari, 72 höggum á Creek vellinum á 13th Beach golfklúbbnum í Viktoríu fylki, Ástralíu. Hún var að ljúka glæsilegum hring sínum nú rétt í þessu. Valdís Þóra er á samtals 1 yfir pari 157 höggum (75 72) og er líklegast komin í gegnum niðurskurð, en þó nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum, þegar þessi frétt er rituð. Á 2. hring sínum fékk Valdís Þóra 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla á slæmu tímabili á hring sínum (4.-6. braut) en sýndi karakter og kom tilbaka með 2 fugla (á 7. og 9. braut). Á 10.-18. braut Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Gonzalo Fernandez Castaño (22/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 3 sem deildu 15. sætinu og komust þannig inn á Evróputúrinn. Golf 1 hefir verið að kynna þá 3 sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Aðeins á eftir að kynna Gonzo. Gonzalo Fernandez-Castaño fæddist í Madrid, 13. október 1980 og er því 37 ára. Hann er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Júlíus Freyr Valgarðsson – 1. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Júlíus Freyr Valgarðsson. Hann er fæddur 1. febrúar 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Vilhjálms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan. Júlíus Freyr Valgarðsson – Innilega til hamingju með 40 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Debbie Austin, 1. febrúar 1948 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!) og Jimmy Lee Thorpe, 1. febrúar 1949 (69 ára); Vilhjalmur Hjalmarsson, 1. febrúar 1967 (51 árs). Annþór Kristján Karlsson, 1. febrúar 1976 (42 ára); Hildur Þorvarðardóttir, 1. febrúar 1992 (26 ára); María Egilsdóttir, 1. febrúar 1997 (21 árs); Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 1. febrúar 2002 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Ainil Bakar (7/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 08:00
PGA: Nakinn maður stal senunni á Pro-Am Phoenix Open! – Myndskeið

Það er ýmislegt sem menn gera fyrir 5-mínútna frægð. Mót vikunnar á bandarísku PGA mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open og fór Pro-Am hluti mótsins fram í gær. Á hinni sögufrægu par-3 16. braut sem umlukin er áhorfendapöllum, sem mörg þúsundir áhorfenda verja tíma sínum til að fylgjast með keppendum hljóp nakinn maður um á brautinni. Hann mundaði m.a. kylfuna og sló sýndargolfhögg, lék sér í sandgryfju og ýmislegt annað áður en hann var gómaður og færður af vellinum. Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2018 | 07:00
LET: Valdís Þóra á 2 yfir pari og T-63 e. 1. dag á Oates Vic í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hóf kl. 1:40 í nótt keppni á Oates Vic mótinu í Ástralíu, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) og samstarfsverkefni við áströlsku mótaröðina ALPG. Keppt er á tveimur golfvöllum 13th Beach Golf Club í Viktoríu fylki í Ástralíu; The Beach (strandvellinum) og The Creek. Valdís Þóra hóf keppni á strandvellinum. Eftir 1. keppnisdag er Valdís Þóra ofarlega fyrir miðju á skortöflunni þ.e. í 63. sæti af 144 keppendum. Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, 75 höggum, en völlurinn sem hún lék á (The Beach Course) er par-73. Á hringnum fékk Valdís Þóra 2 fugla, 12 pör og 4 skolla. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

