
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Marissa Steen (38/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Búið er að kynna Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti. Eins er búið að kynna þær 4, sem deildu 16. sætinu: Briönnu Do, Celine Herbin, Dani Holmqvist og Jessy Tang; sem og þær sem deildu 13. sætinu: Laetitiu Beck frá Ísrael, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Gemmu Dryburgh frá Skotlandi.
Í dag verður byrjað að kynna þær 3 sem deildu 13. sætinu: Caroline Inglis, Kassidy Teare og Marissu Steen frá Bandaríkjunum.
Þær léku allar á samtals 5 undir pari, 355 höggum, hver. Byrjað verður að kynna Marissu Steen.
Marissa Steen fæddist 4. desember 1989 í Cincinati, Ohio og er því 28 ára. Hún veit það líklegast ekki en hún á sama afmælisdag og Valdís Þóra „okkar Jónsdóttir. Steen býr í West Chester, Ohio, sem er úthverfi Cincinati.
.Hún byrjaði að spila golf fremur seint af atvinnumanni, 14 ára. Steen segist eiga sveifluþjálfara sínum Tim Lambert mest að þakka.
Hún var í golfi í menntaskóla Lakota West High School og lék síðan í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Memphis (2008-2012).
Meðal áhugamála Steen er eldamennska, líkamsrækt og hún hefir áhuga á íþróttum almennt.
Þegar árið 2012 var Steen komin á Symetra Tour og var á þeirri mótaröð í 3 ár (2012-2014).
Árið 2014 sigraði Steen þrívegis á Symetra Tour og var valin leikmaður ársins og vann sér inn kortið sitt á LPGA í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2015. Ekki gekk nógu vel nýliðaárið á LPGA og 2016 var hún aftur komin á Symetra Tour.
Hún var með 9 topp-10 árangra á Symetra Tour 2016 og vann sér þannig inn kortið sitt á LPGA í 2. sinn.
Steen hefir spilað í 46 mótum á LPGA og hefir náð niðurskurði 20 sinnum; besti árangur hennar T-30 árangur á ISPS Handa Women’s Australian Open, 2017.
Hún þurfti aftur að taka þátt í lokaúrtökumóti LPGA 2017 og þar náði hún korti sínu á LPGA í 3. sinn, nú fyrir keppnistímabilið 2018.
Um það að hljóta aftur LPGA kortið sitt sagði Steen:
„Það er frábært. Það var virkilega takmark mitt nú í vikunni (viðtalið tekið í desember 2017). Ég lagði mikið á mig allan nóvember. Ég hef aldrei spilað vel (á lokadegi) lokaúrtökumótsins áður[…]. Ég var virkilega ánægð að spila í dag og klára þetta á ansi sterkan hátt.“
Sjá má viðtal við Marissu Steen með því að SMELLA HÉR:
Komast má á vefsíðu Stenn til að fræðast nánar um hana með því að SMELLA HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster