
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Gonzalo Fernandez Castaño (22/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú hafa verið kynntir þeir 3 sem deildu 15. sætinu og komust þannig inn á Evróputúrinn.
Golf 1 hefir verið að kynna þá 3 sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi.
Aðeins á eftir að kynna Gonzo.
Gonzalo Fernandez-Castaño fæddist í Madrid, 13. október 1980 og er því 37 ára.
Hann er 1,86 á hæð og 85 kg.
Hann er kvæntur eiginkonu sinni Aliciu og á með henni 3 börn: Gonzalo, Lolu og Aliciu.
Fernández-Castaño byrjaði að spila golf 3 ára og átti mjög farsælan áhugamannsferil, sigraði m.a. á Spanish Amateur Open Championship 2003 og var í 1. sæti á áhugamannalista Spánar. Hann tók auk þess þátt í ýmsum liðakeppnum f.h. Spánar og Evrópu í ýmsum áhugamannaliðaíþróttum og var m.a. í sigurliði Evrópu 2003 og 2004 í Palmer Cup.
Fernández-Castaño gerðist atvinnumaður í golfi í lok árs 2004 eftir að hafa komist gegnum lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina í San Roque golfklúbbnum, þar sem hann tryggði sér kortið sitt fyrir 2005 keppnistímabilið.
Á nýliðaári sínu á Evrópumótaröðinni 2005 sigraði hann á KLM Open og tryggði sér þar með Sir Henry Cotton nýliðatitil ársins 2005 Year award. Þetta var fyrsti sigur hans af 7 á Evróputúrnum.
Árið 2006 sigraði hann 2. titil sinn á Evróputúrnum á BMW Asian Open, en mótið var samstarfsverkefni með Asíutúrnum.
Árið 2007 vann hann 3. titil sinn á Evróputúrnum þ.e. the Italian Open. Fjórði titillinn kom svo 2008 á the Quinn Insurance British Masters.
Hann varð í 2. sæti á Estoril Open de Portugal 2009 eftir að tapa í bráðabana fyrir Michael Hoey. Eins varð hann í 2. sæti vikuna þar á eftir á eftir Scott Strange á Volvo China Open. Hann varð svo í 2. sæti 3. vikuna í röð á Ballantine’s Championship, þar sem hann tapaði fyrir Thongchai Jaidee í 3 manna bráðabana í gríðarlega erfiðum aðstæðum í Kóreu. Hann lauk árinu í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai.
Í maí 2009 náði hann inn á topp-50 á heimslistanum í fyrsta sinn.
Í nóvember 2011 sigraði hann á the Barclays Singapore Open í bráðabana. Hann var þar áður búinn að verða af 6 mánuðum af keppnistímabilinu vegna bakmeiðsla
Fernández-Castaño vann 6. Evróputúrs titil sinn í september 2012 á BMW Italian Open. Þetta var í 2. skipti sem hann vann þetta mót. Fernández-Castaño var einu höggi á eftir forystumanninum fyrir lokahringinn en átti glæsilokahring upp á 64 högg og átti sem sigurvegari 2 högg á Garth Mulroy.
Snemma árs 2013 spilaði Fernández-Castaño á þó nokkrum mótum á PGA Tour, varð m.a. í 3. sæti á Arnold Palmer Invitational þar sem hann lék í boði styrktaraðila og náði við það 27. sæti á heimslistanum, sem er besti árangur hans á þeim lista til dagsins í dag. Hann vann sér inn nóg verðlaunafé til þess að hljóta sérstaka tímabundna undanþágu til að spila á PGA Tour, sem hann þáði. Við þetta gat hann þegið boð styrktaraðila allt til oka 2013 keppnistímabilsins. Hann varð einnig í 10. sæti á Opna bandaríska og lauk keppnistímabilinu með fleiri stig er 125. PGA Tour leikmaðurinn og hlaut þannig kortið sitt á PGA Tour fyrir 2014 keppnistímabilið.
Á Evróputúrnum sigraði hann á BMW Masters og varð 6 sinnum á topp-10 og missti aðeins 1 sinni niðurskurð í 21 móti sem hann lék í; hann varð í 7. sæti á stigalista Evróputúrsins, sem er besti árangur hans til dagsins í dag.
Næsta keppnistímabil ákvað Fernández-Castaño að einbeita sér að PGA Tour og spilaði mestmegnis í Bandaríkjunum. Besti árangur hans og eini topp-10 árangur ársins var í júlí á RBC Canadian Open, þar sem hann varð T-4.
Keppnistímabilið 2015 á PGA Tour var minna árangursríkt fyrir Gonzo eins og hann er stundum kallaður. Hann náði ekki niðurskurði í 15 af 28 mótum sem han spilaði í og var aðeins í 165. sæti á FedEx Cup rönkuninni; hann tók þátt í Web.com Tour Finals til þess að bjarga kortinu sínu á PGA Tour en mistókst.
Án þess að vera með status á PGA Tour 2016 þá ákvað Fernández-Castaño að halda áfram að spila í Bandaríkjunum en nú á Web.com Tour í von um að komast fljótlega aftur á PGA Tour. Hann spilaði í 22 mótum og átti aðeins 2 topp-10 árangra og varð í 64. sæti á Web.com Tour listanum. Hann fór því enn á ný 2. árið í röð í Web.com Tour Finals, þar sem hann náði að koma sér á PGA Tour 2017 keppnistímabilið.
Hann ákvað í lok árs 2017 að reyna fyrir sér í lokaúrtökumóti Evróputúrsins og vann sér inn kortið sitt þar fyrir 2018 keppnistímabilið.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster