Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 01:30

LET: Valdís Þóra á 1 undir pari (72) á 2. degi Oates Vic Open í Ástralíu – Glæsilegt!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, spilaði á glæsilegum 1 undir pari, 72 höggum á Creek vellinum á 13th Beach golfklúbbnum í Viktoríu fylki, Ástralíu.

Hún var að ljúka glæsilegum hring sínum nú rétt í þessu.

Valdís Þóra er á samtals 1 yfir pari 157 höggum (75 72) og er líklegast komin í gegnum niðurskurð, en þó nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum, þegar þessi frétt er rituð.

Á 2. hring sínum fékk Valdís Þóra 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla á slæmu tímabili á hring sínum (4.-6. braut) en sýndi karakter og kom tilbaka með 2 fugla (á 7. og 9. braut). Á 10.-18. braut fékk Valdís Þóra síðan 3 fugla (á 11. braut og báðar lokapar-5urnar, þ.e. 17. og 18. braut). Glæsilegt hjá Valdísi Þóru!!!

Fylgjast má með stöðunni á Oates Vic með því að SMELLA HÉR: