Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 01:00
LPGA: Salas með sinn 1. sigur!!!

Loksins tókst það!!! Lizette Salas hélt haus og innbyrti sinn fyrsta sigur á LPGA mótaröðinni nú fyrr í kvöld og það á Kingsmill Championship í Williamsburg, Virginíu …. og það yfirburðarsigur, en hún átti 4 högg á næstu keppendur!!! Sigurinn hefir verið í burðarliðnum allt frá því Salas slapp naumlega inn á LPGA mótaröðina 2012 gegnum Q-school, en s.l. ár hefir hún oft þurft að láta sér lynda 2. sætið eða verið meðal topp-5 og sigurinn því sætur!!! Salas lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (67 68 65 71)!!! Sjá má kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR: Öðru sætinu deildu fyrrum nr. 1 á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 00:30
Evróputúrinn: Jimenez sigraði á Opna spænska e. bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var heimamaðurinn Miguel Ángel Jiménez, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna spænska, sem fram fór á PGA Catalunya, í Girona á Spáni Samtals lék Jiménez á 4 undir pari, 284 höggum (69 73 69 73) og hlaut € 250.000,- í verðlaunafé fyrir 1. sætið. Eftir hefðbundnar 72 holur var Jiménez jafn þeim Richard Green og forystumanni mestallt mótið Belgíumanninum Thomas Pieters og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Par-4 18. holan var því spiluð aftur og þar vann Jiménez með pari meðan þeir Green og Pieters fengu skolla. Með þessu setti Jimenez nýtt met en hann er fyrsti kylfingurinn til þess að sigra mót á Evrópumótaröðinni eldri en 50 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 23:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og er í Nesklúbbnum. Hún á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. tók hún þátt í Lancôme mótinu á Hellu 4. maí s.l. og má sjá mynd af ráshóp hennar hér fyrir neðan (Ágústa Dúa er 2. f.v.): Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (63 ára); Joe Naomichi Ozaki 18. maí Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 13:00
Adam Scott nr. 1 í fyrsta sinn!

Viðbúið er að Adam Scott nái 1. sæti heimslistans á morgun, en það verður ekki vegna ótrúlegs sigurpútts marga metra frá holu eða æsispennandi keppni… ó nei, Scott tók ekki einu sinni þátt í HP Byron Nelson Championship og ef hann hefði ekki verið að gaufast við að spila í The Players heldur verið sallarólegur heima á Bahamas hjá sinni heittelskuðu eiginkonu Marie, hefði hann orðið nr. 1 fyrir viku. Scott sjálfum finnst þetta fyrirkomulag skrítið. „Þetta er undarlegt,“ sagði hann eftir að ljóst var að hann yrði ekki nr. 1 eftir The Players, en þar hefði hann þurft að verða T-16 en varð í 38. sæti! „Maður vill ná Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 12:00
Evrópumótaröðin biðst afsökunar á að halda leik áfram á Madeira Open eftir að kylfusveinn dó

Iain McGregor kylfusveinn Alastair Forsyth , alltaf nefndur Mac eða Big Mac af vinum sínum, dó s.s. flestum kylfingum, sem fylgjast vel með golffréttum er að góðu kunnugt, s.l. sunnudag, á lokahring Madeira Islands Open, móti á Evrópumótaröðinni. Þrátt fyrir áfall sem flestir voru í eða einmitt vegna þess var ákveðið að klára mótið, en það hefir sætt mikilli gagnrýni, Nú hefir Evrópumótaröðin beðist afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, George O´Grady, sat fund með European Tour Caddies Association, þ.e.a.s. samtökum kylfusveina á Evróputúrnum, til þess að fara yfir málið. Reyndar er þetta það allra minnsta, sem hægt er að gera í stöðunni og algerlega nauðsynlegt hafi menn orðið svona Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 10:30
Champions Tour: Perry efstur fyrir lokahring Regions Tradition

Það er Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry, sem leiðir fyrir lokahring Regions Traditions í Shoal Creek, Alabama. Perry er búinn að leika á samtals 7 undir pari, 209 höggum (72 68 69). Í 2. sæti er John Inman, höggi á eftir og 7 kylfingar deila 3. sætinu á samtals 4 undir pari, þ.á.m. forystumaður 2. dags Marc Calcavecchia, sem átti tvo frábæra hringi upp á 69 en síðan afleitan hring í gær upp á 74. Þess ber þó að geta að Calcavecchia hefir átt við rifbeinsmeiðsl að stríða, sem leitt hafa til þess að hann fær verkjakippi (ens. spasm) í efri hluta baks. Þessir bakverkjakippir tóku sig einmitt upp á 3. hring Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 08:30
GS: Guðni Oddur og Arnar sigruðu á GIG mótinu

Í gær, laugardaginn 17. maí 2014 fór fram GIG mótið hjá GS. Þátttakendur voru 45, þar af 8 konur og stóð Anna María Sigurðardóttir, GO, sig best af þeim. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Úrslit í punktakeppninni urðu eftirfarandi: 1. sæti Arnar Hilmarsson, GR, 41 pkt (þar af 26 á seinni 9) 2. sæti Haukur Gottskálksson, GR 41 pkt (þar af 24 á seinni 9) 3. sæti Ellert Þór Magnason, GR 37 pkt. Á besta skorinu var heimamaðurinn Guðni Oddur Jónsson, en hann lék Leiruna á 74 höggum (var á 35 höggum seinni 9). Guðmundur Arason, GR, lék Hólmsvöllinn líka á 74 höggum (en var á 36 höggum seinni 9) og eins Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 08:00
LPGA: Lizette Salas efst fyrir lokahring Kingsmill meistaramótsins

Það er mexíkansk-bandaríski kylfingurinn Lizette Salas, sem er efst á Kingsmill Championship í Williamsburg, Virginíu. Lizette er búin að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (67 66 65) og virðist spila betur með hverjum hringnum. Hún er hins vegar í gamalkunnugri stöðu efst fyrir lokahring, en hefir aldrei tekst að innbyrða sigur til þessa. Spurning hvort henni tekst það í kvöld? Sjá má kynningu Golf 1 á Salas með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti, 3 höggum á eftir, er forystukona gærdagsins Hee Young Park og þriðja sætinu deila þær Lydia Ko, Stacy Lewis og Katherine Kirk frá Ástralíu, á 8 undir pari, 5 höggum á eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2014 | 07:30
PGA: Todd og Oosthuizen leiða fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það eru sigurvegari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen og bandaríski kylfingurinn Brendon Todd sem leiða fyrir lokahring HP Byron Nelson Championship, sem leikinn verður í kvöld. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Todd (68 64 68) og Oosthuizen (68 68 64). Þriðji hringurinn hjá Oosthuizen í gær var sérlega glæsilegur, upp á 64 högg, en á honum fékk hann 8 fugla og 2 skolla, þar af 5 fugla á seinni 9, en báðir skollarnir komu á fyrri 9. Aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á samtals 9 undir pari, 201 höggi, hver eru þeir: James Hahn, Gary Woodland og Mike Weir. Til þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2014 | 21:30
GHD: Golf spilað á Dalvík í dag!

Það er enn ansi vetrarlegt um að lítast Norðanlands, 17. maí 2014. Snjór er enn í fjöllum eins og sést á meðfylgjandi myndum. Kylfingar þar láta það þó ekkert á sig fá og taka hring þó ekki sé allt komið í það horf eins og best gerist á golfvellinum yfir sumartímann. Á Arnarholtsvelli, golfvelli Golfklúbsins Hamars á Dalvík, er búið að opna fyrir spil á 7 brautum, en enn er spilað inn á vetrarflatir. Þessar hressu konur léku t.a.m. 1 hring í dag á Arnarholtsvelli:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

