Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 17:00
SNAG í Sunnulækjarskóla

Í þessari viku eru allir bekkir í Sunnulækjarskóla á Selfossi í SNAG-i (Starting New At Golf). Þetta þýðir að það eru rúmlega 500 krakkar, sem munu kynnast golfi í þessari viku. Kannski að það leynist framtíðaratvinnumaður í golfi þar á meðal? Sjá má myndir af krökkunum í SNAGI með því að fara inn á facebook síðu Golfklúbbs Selfoss SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Fríða Bonnie Andersen, Sveinn Snorrason og Gary Woodland – 21. maí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír í dag: Sveinn Snorrason, Fríða Bonnie Andersen og Gary Woodland. Fríða Bonnie er fædd 21. maí 1964 og á því stórafmæli í dag! Komast má á facebooksíðu Fríðu Bonnie hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið Fríða Bonnie Andersen (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Bandaríski kylfingurinn Gary Woodland á líka stórafmæli í dag en hann er fæddur 21. maí 1984 í Topeka, Kansas og því 30 ára í dag. Hann er í uppáhaldi hjá nokkrum íslenskum kylfingum m.a. Aroni Snæ Júlíussyni, GKG, stigameistara pilta á Unglingamótaröðinni 2013. Woodland gerðist atvinnumaður í golfi 2007, leikur á PGA mótaröðinni og hefir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 15:00
Hilmar Björgvinsson með ás! – TaylorMade kúlan komin upp á hillu!

Hilmar Björgvinsson, stjórnarmaður í Golklúbbi Suðurnesja, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi sunnudaginn 18. maí s.l. Strekkingsvindur var en það dugði ekki til; höggið var fullkomlega slegið og kúlan fann holuna.Þetta er í annað sinn sem Hilmar fer holu í höggi. Hilmar er enginn nýgræðingur í golfíþróttinni, hann skipaði meðal annars Karlasveitir GS sem urðu Íslandsmeistarar árin 1982 og 1996. Um höggið góða sagði Hilmar: „16 hola í Leirunni. Mikill hliðarvindur frá hægri til vinstri. 7 járn valið haldið neðarlega. Staðsetning pinna hægra megin a flötinni. Slegið vel til hægri og vindur látinn bera kúluna í rétta átt. Kúlan lenti rétt utan við flötina og rann þaðan Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 13:00
GVG: Sáð og sandað á Bárarvelli

Á heimasíðu Golfklúbbsins Vestarrs mátti lesa eftirfarandi frétt: „Í gær þriðjudaginn 20. maí var farið í að sá í og sanda flatirnar. Gekk þetta mjög vel fyrir sig en áður var búið að skera í flatirnar með sérstöku tæki sem fengið var frá Akranesi. Einnig var sérstakur bíll sem notaður er við söndun fenginn frá félögum okkar í Mostra (í Stykkishólmi). Þá mætti formaður vallarnefndar á traktorsgröfu sem Friðrik Tryggva lánaði ásamt Ásgeiri Ragnarssyni sem mætti á lyftara og færði sandkörin upp á völl. Eru öllum þessum aðilum færðar miklar þakkir fyrir þessa aðstoð. Í dag miðvikudaginn 21.maí er vinnudagur sem hefst kl. 17:00.“
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 12:00
Lindsey spilaði golf í góðgerðarmóti Tiger

Tiger Woods er alveg frá í bakinu og er rétt farinn að brölta á fætur aftur og láta sjá sig opinberlega. Og meðan hann spilar ekki golf…. tekur kærastan, Lindsey Vonn, það hlutverk að sér og hlýtur mikla athygli fyrir. S.l. helgi voru Lindsey Vonn og systir hennar Karin Kildow í Las Vegas og tóku þátt í Tiger Jam helginni. Reyndar er ekki um 1 helgi að ræða heldur mörg mót og viðburði. Þær Lindsey og Karin vöktu mikla athygli sérstaklega þegar þær lágu í sólbaði við hótelið sem þær gistu á. Tiger lét sjá sig á póker kvöldi sem hann stóð fyrir en til þess að vera með þurfti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 11:30
Rúnar mun spila í bandaríska háskólagolfinu

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis (GK) má finna eftirfarandi frétt: „Nýverið skrifaði Rúnar Arnórsson, einn af okkar afrekskylfingum, undir samning við háskóla í Bandaríkjunum. Eftir gott sumar í fyrra tók Rúnar stefnuna á háskólagolfið sem leiddi til þess að hann komst í samband við einn af stærstu háskólum í Bandríkjunum, University of Minnesota. Þó svo að skólinn sé staddur í Norðurríkjum Bandaríkjanna varð liðið landsmeistari árið 2002. Skólinn spilar í fyrstu deild og hefur verið í kringum 70. sæti á styrkleikalista.“ Það verður gaman að fylgjast með Rúnari í bandaríska háskólagolfinu!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 11:00
Viðtalið: Sigríður Birgisdóttir, GOS

Viðtalið í kvöld er við nýliða í golfi, konu sem nýlega er gengin er í Golfklúbb Selfoss (GOS), en hún segir GOS vera einstaklega nýliðavænan klúbb, þar sem henni og þeim sem voru að byrja í golfíþróttinni var boðinn afsláttur af félagsgjöldum og 14 kennslustundir hjá frábærum golfkennara. Hér fer viðtalið : Fullt nafn: Sigríður Birgisdóttir. Klúbbur: GOS Hvar og hvenær fæddistu? Í Stokkhólmi, 1. apríl 1960. Hvar ertu alin upp? Í þorpinu í Mývatnssveit en pabbi var framkvæmdarstjóri Kísiliðjunnar. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er hús-og sundlaugarvörður. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Það er fullt af frændfólki sem spilar golf, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 08:40
Rory og Caroline hætt saman

Sambandi Rory og kærustu hans Caroline Wozniacki er lokið. Rory tilkynnti um slit trúlofunarinnar í gegnum umboðsskrifstofu sína, eftir samtal við Caroline. Í tilkynningunni sagði: „Það er engin rétt leið til að ljúka sambandi sem hefir verið tveimur manneskjum svo mikilvægt.“ „Þetta er mér að kenna. Þegar farið var að senda út boðskort í brúðkaup okkar nú um helgina gerði ég mér grein fyrir að ég var ekki tilbúinn í það sem gifting hefir í för með sér.“ „Ég óska Caroline allrar þeirrar hamingju sem hún á skilið og þakka henni fyrir þær frábæru stundir, sem við höfum átt saman.“ „Ég mun ekki tjá mig meira um samband okkar í neinum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 07:15
Dubuisson ekki með í Wentworth

Franski kylfingurinn Victor Dubuisson hefir dregið sig úr flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship, sem hefst á morgun á Wentworth vegna axlarmeiðsla, sem hafa verið að hrjá hann. Dubuisson, sem er nr. 23 á heimslistanum, hefir þjáðst af sinabólgu og ætlar að hvíla öxlina. Landi hans Gary Stal, tekur sæti hans í mótinu. Dubuisson, sem er í 6. sæti á Race To Dubai listanum og þykir líklegur til þess að komast í Ryder bikars lið Evrópu hefir ekkert spilað frá því hann dró sig úr Indonesian Masters í síðasta mánuði. Dubuisson er vongóður um að snúa aftur til æfinga seinna í vikunni og svo gæti farið að hann geti verið með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 07:00
GR: Opna TaylorMade mótið fer fram í fyrsta sinn á Ánni/Landinu

Fyrsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, Opna TaylorMade/Adidas mótið verður haldið á Korpúlfsstaðavelli fimmtudaginn 29. maí sem er Uppstigningardagur. Sá hluti vallarins sem leikinn verður er Áin/ Landið. Er þetta í fyrsta sinn í sem opið mót fer fram á þessum hluta vallarins. Ræst er út frá kl.8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 18 hjá körlum og 24 hjá konum. Kylfingar sem eru með 4,4 og lægra spila á hvítum teigum í höggleik. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og fyrir besta skor kvenna. Nándarverðlaun eru veitt Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

