Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 13:00

GVG: Sáð og sandað á Bárarvelli

Á heimasíðu Golfklúbbsins Vestarrs mátti lesa eftirfarandi frétt:
„Í gær þriðjudaginn 20. maí var farið í að sá í og sanda flatirnar.

Gekk þetta mjög vel fyrir sig en áður var búið að skera í flatirnar með sérstöku tæki sem fengið var frá Akranesi. Einnig var sérstakur bíll sem notaður er við söndun fenginn frá félögum okkar í Mostra (í Stykkishólmi).

Þá mætti formaður vallarnefndar á traktorsgröfu sem Friðrik Tryggva lánaði ásamt Ásgeiri Ragnarssyni sem mætti á lyftara og færði sandkörin upp á völl.

Eru öllum þessum aðilum færðar miklar þakkir fyrir þessa aðstoð.

Í dag miðvikudaginn 21.maí er vinnudagur sem hefst kl. 17:00.“