
Viðtalið: Sigríður Birgisdóttir, GOS
Viðtalið í kvöld er við nýliða í golfi, konu sem nýlega er gengin er í Golfklúbb Selfoss (GOS), en hún segir GOS vera einstaklega nýliðavænan klúbb, þar sem henni og þeim sem voru að byrja í golfíþróttinni var boðinn afsláttur af félagsgjöldum og 14 kennslustundir hjá frábærum golfkennara. Hér fer viðtalið :
Fullt nafn: Sigríður Birgisdóttir.
Klúbbur: GOS
Hvar og hvenær fæddistu? Í Stokkhólmi, 1. apríl 1960.
Hvar ertu alin upp? Í þorpinu í Mývatnssveit en pabbi var framkvæmdarstjóri Kísiliðjunnar.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er hús-og sundlaugarvörður.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Það er fullt af frændfólki sem spilar golf, foreldrar mínir og síðan bóndinn, Snorri Finnlaugsson. Dóttir mín hefir farið með en stundar golfið ekki.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Vorið 2013.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Útiveran og hreyfingin voru hvatinn og þetta heillaði mig.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Gæti trúað því að mér líki strandvellir betur – mér finnst þægilegt að sjá í kringum mig og þar sem ég get ekki alveg stjórnað boltanum svona ný, held ég að auðveldara sé að spila þá. Ég hef ekki verið mikið á skógarvöllum.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Ég hef aldrei spilað holukeppni, þannig að ég segi höggleikur en hef ekki tekið þátt í mörgum mótum.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Svarfhólsvöllur, ég þekki hann og líður best á honum. Mér finnst líka gaman á Gufudalsvelli og Strandarvelli á Hellu.
Hvað hefir þú spilað marga velli á Íslandi? 8 velli.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Viillages í Orlandó Flórída. Síðan sá ég Arnold Palmer völl í sjónvarpi sem mér fannst flottur en á honum voru steingeitur.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Sérstæðasti golfvöllur er Geysisvöllurinn vegna kjarrsins, sem er mikill boltagleypir.

Frá Geysisvelli, sem Sigríði finnst einn sérstakasti völlur landsins vegna þess hversu mikill boltagleypir hann er! Mynd: Golf 1
Hvað ertu með í forgjöf? Ég er með fulla forgjöf, 40.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Ég man ekki skorið var en það lægsta hefur sennilega verið á Svarfhólsvelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að ná pari.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, ekki enn.
Spilar þú vetrargolf? Já, við vorum að spila á Arkarvelli (hjá Hótel Örk) – en aðallega æfir maður púttin og chippin innanhúss á vetrum, bæði í Hamarshöllinni og niður á Eyrarbakka.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Vatn, banana og orkustöng.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Hestaíþróttinni.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ítalskur matur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn , sódavatn og Egils appelsín; Uppáhaldstónlist? Ég er alæta allt nema blús, djass og hard rock, þægileg og róleg músík er í uppáhaldi; Uppáhaldskvikmynd? Titanic og Forest Gump Uppáhaldsbók? Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini og Uppáhaldsgolfbók? Reglubókin.
Notarðu hanska og ef svo er hverskonar? Já, ég nota Nike hanska.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Ég dáist að Phil Mickelson – hann er þrautseigur að taka þátt og Lexi Thompson.
Hvert er draumahollið? Ég og…. (nefna 3 kylfinga) maðurinn minn (Snorri Finnlaugsson, GOS), pabbi (Birgir Guðmundsson, GÁ) og Phil Mickelson.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Er með hálft sett og uppáhaldskylfan er 6-an.
Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum? Hlyni Geir og Bergi.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Hlynur Geir að öðrum ólöstuðum, en hann hefir kennt mér mest og ég hef verið lengst hjá honum.
Ertu hjátrúarfull í golfinu og ef svo er hvernig birtist það? Ég er hjátrúarfull en hef ekki náð að mynda mér neina hjátrú í golfinu. Spurning hvort ekki komi að því?
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Meginmarkmiðið er að verða góður kylfingur í golfinu og verða betri manneskja í lífinu.
Hvað finnst þér best við golfið? Hreyfingin og útiveran.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 55%.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að vera þolinmóður.
Hver eru markmiðin hjá þér fyrir næsta sumar? Að vera dugleg að æfa fyrir Flórídaferðina.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024