Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 11:00

Viðtalið: Sigríður Birgisdóttir, GOS

Viðtalið í kvöld er við nýliða í golfi, konu sem nýlega er gengin er í Golfklúbb Selfoss (GOS), en hún segir GOS vera einstaklega nýliðavænan klúbb, þar sem henni og þeim sem voru að byrja í golfíþróttinni var boðinn afsláttur af félagsgjöldum og 14 kennslustundir hjá frábærum golfkennara. Hér fer viðtalið :

Sigríður Birgisdóttir, GOS. Mynd: Í einkaeigu

Sigríður Birgisdóttir, GOS. Mynd: Í einkaeigu

Fullt nafn:   Sigríður Birgisdóttir.

Klúbbur:   GOS

Hvar og hvenær fæddistu?    Í Stokkhólmi, 1. apríl 1960.

Hvar ertu alin upp?    Í þorpinu í Mývatnssveit en pabbi var framkvæmdarstjóri Kísiliðjunnar.

Í hvaða starfi/námi ertu?  Ég er hús-og sundlaugarvörður.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?    Það er fullt af frændfólki sem spilar golf, foreldrar mínir og síðan bóndinn, Snorri Finnlaugsson.  Dóttir mín hefir farið með en stundar golfið ekki.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Vorið 2013.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?    Útiveran og hreyfingin voru hvatinn og þetta heillaði mig.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Gæti trúað því að mér líki strandvellir betur – mér finnst þægilegt að sjá í kringum mig og þar sem ég get ekki alveg stjórnað boltanum svona ný, held ég að auðveldara sé að spila þá. Ég hef ekki verið mikið á skógarvöllum.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?    Ég hef aldrei spilað holukeppni, þannig að ég segi höggleikur en hef ekki tekið þátt í mörgum mótum.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Svarfhólsvöllur, ég þekki hann og líður best á honum. Mér finnst líka gaman á Gufudalsvelli og Strandarvelli á Hellu.

Frá Svarfhólsvelli heima- og uppáhaldsvelli Sigríðar. Mynd: Golf 1

Frá Svarfhólsvelli heima- og uppáhaldsvelli Sigríðar. Mynd: Golf 1

Hvað hefir þú spilað marga velli á Íslandi?     8 velli.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Viillages í Orlandó Flórída.  Síðan sá ég Arnold Palmer völl í sjónvarpi sem mér fannst flottur en á honum voru steingeitur.

The Villages

The Villages í Orlandó, Flórída

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?   Sérstæðasti golfvöllur er Geysisvöllurinn vegna kjarrsins,  sem er mikill boltagleypir.

Frá Geysisvelli, sem Sigríði finnst einn sérstakasti völlur landsins vegna þess hversu mikill boltagleypir hann er!

Frá Geysisvelli, sem Sigríði finnst einn sérstakasti völlur landsins vegna þess hversu mikill boltagleypir hann er! Mynd: Golf 1

Hvað ertu með í forgjöf?    Ég er með fulla forgjöf, 40.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    Ég man ekki  skorið var en það lægsta hefur sennilega verið á Svarfhólsvelli.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Að ná pari.

Hefir þú farið holu í höggi?   Nei, ekki enn.

Spilar þú vetrargolf?  Já, við vorum að spila á Arkarvelli (hjá Hótel Örk) – en aðallega æfir maður púttin og chippin innanhúss á vetrum,  bæði í Hamarshöllinni og niður á Eyrarbakka.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Vatn, banana og orkustöng.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Hestaíþróttinni.

Sigríður var mikið í hestamennsku áður en hún byrjaði í golfi

Sigríður var mikið í hestamennsku áður en hún byrjaði í golfi Mynd: Í einkaeigu

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?  Ítalskur matur.  Uppáhaldsdrykkur?   Vatn , sódavatn og Egils appelsín; Uppáhaldstónlist? Ég er alæta allt nema blús, djass og hard rock, þægileg og róleg músík er í uppáhaldi; Uppáhaldskvikmynd?  Titanic og Forest Gump  Uppáhaldsbók?  Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini og Uppáhaldsgolfbók?    Reglubókin.

Notarðu hanska og ef svo er hverskonar?  Já, ég nota Nike hanska.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Ég dáist að Phil Mickelson – hann er þrautseigur að taka þátt og Lexi Thompson.

Hvert er draumahollið?   Ég og….  (nefna 3 kylfinga)  maðurinn minn (Snorri Finnlaugsson, GOS), pabbi (Birgir Guðmundsson, GÁ) og Phil Mickelson.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?    Er með hálft sett og uppáhaldskylfan er 6-an.

Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum?   Hlyni Geir og Bergi.

 

Sigríður Birgisdóttir, GOS. Mynd: Golf 1

Sigríður Birgisdóttir, GOS. Mynd: Golf 1

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Hlynur Geir að öðrum ólöstuðum, en hann hefir kennt mér mest og ég hef verið lengst hjá honum.

Ertu hjátrúarfull í golfinu og ef svo er hvernig birtist það?    Ég er hjátrúarfull en hef ekki náð að mynda mér neina hjátrú í golfinu. Spurning hvort ekki komi að því?

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?     Meginmarkmiðið er að verða góður kylfingur í golfinu og verða betri manneskja í lífinu.

Hvað finnst þér best við golfið?     Hreyfingin og útiveran.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?  55%.

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Að vera þolinmóður.

Hver eru markmiðin hjá þér fyrir næsta sumar?  Að vera dugleg að æfa fyrir Flórídaferðina.