Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 12:00

Rory segir sigurinn ólíkan brúðkaupi sínu

Norður-írski kylfingurinn, Rory McIlroy,  sem sigraði s.l. sunnudag, 25. maí 2014 á BMW PGA Championship á líklegast að baki sér eina viðburðaríkustu viku ævi sinnar. Daginn fyrir mótið sleit hann áætluðu brúðkaupi sínu og dönsku tennisstjörnunnar Caroline Wozniacki. Í viðtali eftir sigurinn í Wentworth sagði hann m.a. sigurinn ólíkan brúðkaupi sínu að því leyti að honum (sigrinum) hefði verið ætlað að vera (ens.: was meant to be). Hann sagði þennan sigur jafnframt ótrúlegan, hann hefði ekki búist við honum, en fyrir mótið sagðist Rory m.a. vera hálf annars hugar og það mætti ekki búast við miklu af sér. Hann sagði samt að besti staðurinn fyrir sig að vera á væri Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 10:30

LPGA: Jessica Korda sigraði á Airbus LPGA mótinu

Bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda stóð uppi sem sigurvegari á  Airbus LPGA mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fór fram á Crossings golfvellinum á RTJ Trail, Magnolia Grove, í Mobile, Alabama. Korda  lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 67 69 65). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var hin sænska Anna Nordqvist, en hún lék á samtals 19 undir pari, 267 höggum (68 66 66 69). Enn öðru höggi á eftir í 3. sæti urðu þær Michelle Wie, Catriona Matthews og Charley Hull. Til þess að sjá lokastöðuna á Airbus LPGA mótinu  SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 10:15

Heimslistinn: Rory upp í 6. sæti!

Ýmsar breytingar urðu á heimslistanum eftir mót helgarinnar. Vegna sigurs síns á Wentworth á BMW PGA Championship, flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar fer Rory McIlroy úr 10. sætinu upp um 4 sæti og er nú kominn í 6. sæti heimslistans. Írinn Shane Lowry stóð sig líka fautavel í mótinu og er líklega hástökkvarinn af kylfingum á BMW – fer úr 142. sætinu upp um 68 sæti í 74. sætið. Henrik Stenson fer upp um 1 sæti er nú í 2. sæti heimslistans meðan Tiger er kominn í 3. sætið. Staða efstu 20 á heimslistanum er nú eftirfarandi: 1 Adam Scott (Ástralía) 8.94 2 Henrik Stenson (Svíþjóð) 7.78 3 Tiger Woods (Bandaríkin) 7.64 4 Matt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Adam Scott?

Nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott, sigraði í gær á Crowne Plaza á Colonial golfvellinum í Fort Worth, Texas. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Eftirfandi var í sigurpoka hans:  Dræver: Titleist 913D3 (Graphite Design Tour AD-DI 8X skaft), 9.5 ° 3-tré: Titleist 910Fd (Fujikura Rombax Pro 95X skaft), 15 ° Járn: Titleist 712U (2-járn; KBS Tour X skaft) Járn (3-9): Titleist Forged 680 (KBS Tour X sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM4 (48° og 54°; KBS Tour Hi-Rev X sköft), Vokey TVD-K (60 °; KBS Tour Hi-Rev X skaft) Pútter: Scotty Cameron Futura X Long (49 þumlungar) Bolti: Titleist Pro V1


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 04:00

PGA: Adam Scott sigraði á Crowne Plaza – Hápunktar 4. dags

Adam Scott sýndi svo sannarlega styrk sinn og hver er nr. 1 á heimslistanum þegar hann bar sigurorð af samkeppni sinni, bandaríska kylfingnum Jason Dufner í bráðabana, á Crowne Plaza, sunnudaginn 25. maí 2014. Báðir voru jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik, höfðu leikið Colonial, í Fort Worth, Texas á samtals 9 undir pari, 271 höggi; Scott (71 68 66 66) og Dufner (67 69 69 66). Það varð því að koma til bráðabana og voru 18. og 17. holan spilaðar til skiptis.  Á fyrstu holu (18. holunni) voru báðir á pari; á næstu holu (17. holunni) voru báðir með fugl og loks réðust úrslitin þegar 18. var spiluð aftur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:59

Afmæliskylfingur dagsins: Rafa Cabrera-Bello – 25. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Rafael Cabrera-Bello frá Kanarí-eyjum. Hann fæddist í Las Palmas 25. maí 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 6 ára og spilar á Evróputúrnum í dag. Hann hefir tvívegis sigrað á Evróputúrnum í fyrra skipið á Austrian Golf Open, 20. september 2009 og í það síðara á Omega Dubai Desert Classic mótinu, 12. febrúar 2012.  Rafael á eina systur, Emmu, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna (LET= Ladies European Tour) og bæði eru þau í Maspalomas golfklúbbnum heima á Kanarí. Hann komst m.a. í fréttirnar 2013 þegar farangri hans var stolið þegar hann var á leið frá Sviss til Malasíu þar sem hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Kinga sigraði í stelpuflokki

Kinga Korpak, GS, 10 ára sigraði í stelpuflokki (14 ára og yngri) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, Akranesi nú fyrr í dag. Kinga lék samtals á 35 yfir pari, 179 höggum (90 89) og átti 17 högg á næstu keppendur; systur sína Zuzönnu Korpak, GS og Herdísi Lilju Þórðardóttur, GKG. Sjá má heildarúrslitin í stelpuflokki í 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Kinga Korpak GS 13 F 47 42 89 17 90 89 179 35 2 Zuzanna Korpak GS 18 F 45 46 91 19 105 91 196 52 3 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 21 F 52 48 100 28 96 100 196 52 4 Hulda Clara Gestsdóttir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Kristófer Orri sigurvegari í piltaflokki

Það var Kristófer Orri Þórðarson, GKG, sem sigraði í piltaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, á Akranesi nú fyrr í dag. Kristófer Orri lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (82 74).  Lokahringurinn var sérlega glæsilegur en Kristófer Orri bætti sig um 8 högg frá deginum áður; fékk 1 fugl og 3 skolla. Í 2. sæti varð klúbbfélagi Kristófers Orra, Aron Snær Júlíusson, GKG, 7 höggum á eftir á samtals 19 yfir pari 163 höggum (81 82). Í bronssætinu var síðan Björn Óskar Guðjónsson, GKJ, enn 2 höggum á eftir, á samtals 21 höggi yfir pari, 165 höggum (84 81). Alls luku 21 keppni í piltaflokki á 1. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Ólöf María sigraði í telpuflokki

Það var Ólöf María Einarsdóttir, Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD), sem sigraði í telpuflokki (15-16 ára) á 1. móti Íslandsbanka-mótaraðarinnar á Garðavelli á Akranesi. Ólöf María lék samtals á 26 yfir pari, 170 höggum (84 86). Í 2. sæti varð Saga Traustadóttir, GR, á 32 yfir pari, 176 höggum (92 84). Í 3. sæti varð svo Thelma Sveinsdóttir, GK á 33 yfir pair, 177 höggum (93 84). Sjá má heildarniðurstöðuna í telpuflokki hér að neðan en að þessu sinni voru 15, sem luku keppni:  1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 6 F 46 40 86 14 84 86 170 26 2 Saga Traustadóttir GR 6 F 42 42 84 12 92 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 18:35

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Henning Darri sigraði í drengjaflokki

Henning Darri Þórðarson, GK,  sigraði í drengjaflokki (15-16 ára) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli á Akranesi í dag. Sem stendur er hann ásamt Ingvari Andra Magnússyni GR, jafnframt á besta skori mótsins þ.e. á 7 yfir pari, 151 höggi. Í mótinu átti Henning Darri hringi upp á 77 og 74. Í 2. sæti varð Arnór Snær Guðmundsson GHD, á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (77 77) eða 3 höggum á eftir Henning Darra. Það voru því Íslandsmeistararnir í höggleik og holukeppni í strákaflokki 2013, sem skipuðu sér í 2 efstu sætin. Í 3. sæti varð síðan Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, á samtals 11 yfir pari, 155 höggum  (81 74) en Lesa meira