Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 14:00
GA: Orri Björn og Sigurður H. Ringsted sigruðu á Opnunarmótinu – Sólveig Erlends fékk ás!

Á laugardaginn 24. maí 2014 fór fram Opnunarmót Jaðarsvallar. Það fór fram í dag í fínu veðri og það voru rétt um 60 kylfingar sem tóku þátt og skemmtu sér vel. Svo gerðist sá skemmtilega atburður í dag að hún Sólveig Erlendsdóttir fór holu í höggi á 18 braut og er þetta í fyrsta skipti sem hún fer holu í höggi. Óskar Golf 1 henni kærlega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn! Keppnisfyrirkomulag dagsins var höggleikur með og án forgjafar ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir að vera næstur holu á fjórðu og elleftu braut. Úrslit dagsins má sjá hér að neðan: Höggleikur með forgjöf: 1. sæti. Orri Björn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 13:00
GR: Nýr ljósmynda- og safnvefur tekinn í notkun

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur tekið í nýtt vefsvæði, www.golfmyndir.is, sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Nýja vefsvæðið mun geyma ljósmyndir, bréf og annan fróðleik um starfsemi klúbbsins í 80 ára sögu hans. Hægt er að fara inn á vefsvæðið, með því að ýta á tengilinn hér að neðan. Vefnum er skipt í átta hluta og hægt er að fletta upp í ljósmyndum eftir árum og nota leitorð til að finna efni á vefnum. Þá er á vefnum ljósmyndasöfn fjölmargra félaga í klúbbnum. Á vefsvæðinu eru ítarlegar upplýsingar um golfvelli klúbbsins, hægt er að lesa sér til í Tímaritinu Kylfingi (sem ekki kemur lengur út), skoða myndskeið frá gömlum Íslandsmótum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 11:30
Icelandair fjölgar ferðum til Skotlands vegna Ryder bikarsins

Lesa má frétt í enska blaðinu Evening Times þar sem segir að Icelandair ætli að fjölga ferðum í kringum Ryder bikars keppnina, til þess að geta ferjað kandadíska og bandaríska aðdáendur bandaríska liðsins til Skotlands. Í grein Gordon Thomson er sagt frá verkfalli flugmanna, sem leiddi til þess að flugum var aflýst og lagasetningu Alþingis í kjölfarið. Sagt er að fyrir Ryder bikars keppnina í september sé áætlað að fjölga áætlunarferðum til Glasgow um tvær, þ.e. 13. og 20. september, en keppnin sjálf hefst 26. september. Vitnað er í framkvæmdastjóra Icelandair á Bretlandseyjum Andrés Jónsson, sem sagði: „Icelandair hefir flogið til Glasgow í mörg ár og frá árinu 2010 höfum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 11:00
LET: Kylie Walker sigraði í Hollandi e. bráðabana

Það var skoski kylfingurinn Kylie Walker sem sigraði nú um helgina í Deloitte Ladies Open, sem fram fór á „The International“ í Amsterdam, Hollandi. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru þær Kylie, Malene Jörgensen frá Danmörku og hin ástralska Nikki Campbell allar jafnar á samtals 6 undir pari, 213 höggum og því kom til æsispennandi bráðabana milli þeirra, þar sem Kylie bar sigurorð að lokum. „Þetta var ótrúlegt, algerlega brillíant. Ég er mjög ánægð,“ sagði Walker eftir að fyrsti sigur hennar á Evrópumótaröð kvenna var í höfn að bráðabananum loknum. Fjórða sætinu deildu heimakonan Christel Boeljon frá Hollandi og hins sænska Camilla Lennarth, báðar á 4 undir pari, 215 höggum, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 10:30
Champions Tour: Monty með sinn fyrsta risatitil …. og það í Bandaríkjunum!

Colin Montgomerie (Monty) sigraði nú um helgina 75. Senior PGA Championship, risamótinu á Champions Tour. Mótið fór fram í Harbor Shores, Benton Harbour í Michigan. Monty lék hringina 4 einkar glæsilega, þ.e. alla á undir 70 og samtals á 13 undir pari, 271 höggi (69 69 68 65). Þetta er fyrsti risatitillinn sem Monty vinnur á ferli sínum og jafnframt er þetta fyrsti sigur hans á PGA túrnum bandaríska, en Monty lék mestallan feril sinn á Evrópumótaröðinni! Sigur Monty var jafnframt sannfærandi en hann átti 4 högg á fyrirliða Bandaríkjanna í Ryder bikarnum nú í ár Tom Watson, sem varð í 2. sæti. Spurning hvort þetta sé fyrirboði um hvernig Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 10:15
Annika Sörenstam spilar aftur af karlateigum

Annika Sörenstam mun aftur tía upp með strákunum Fyrir 11 árum síðan vakti Sörenstam mikla athygli þegar hún spilaði á Colonial vellinum á PGA túrnum (þar sem Crowne Plaza mótið fór fram um helgina þ.e. í Fort Worth, Texas). Hún tilkynnti í gær (mánudaginn 26. maí 2014) að hún myndi keppa í góðgerðarmóti í júlí þ.e. American Century Celebrity golf championship á Lake Tahoe og spila að nýju af karlateigum. Hinn 43 ára frægðarhallarkylfingur (Annika) sagði að hún myndi spila af sömu teigum og karlkylfingarnir en meðal þátttakenda er margt af íþróttagoðsögnum og skemmtikröftum þ.á.m. Billy Tolliver, sem á titil að verja og áttfaldur sigurvegarinn Rick Rhoden og fimmfaldi sigurvegarinn Dan Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 10:00
Kemst Westwood í Ryderinn? – Myndskeið

Stóra spurning sumarsins er hvort Lee Westwood komist í Ryder bikars lið Evrópu, sem keppir í haust við lið Bandaríkjanna í Gleneagles í Skotlandi, þ. 26. september n.k. Westwood gekk ekkert sérlega vel á s.l. ári og hefir enn ekki sýnt fyrri stöðuleikasnilldartakta það sem af er árs. Ja, ef undan er skilinn sigur hans á Maybank Malasian Open 20. apríl s.l. er fátt um fína drætti. En það er enn von – Westwood vonast eftir 1. risamótssigri sínum á Opna bandaríska í næsta mánuði – og fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu, Paul McGinley gerir það líka, þar sem Westwood er jú einu sinni einn reynslumesti Ryder Cup leikmaður Evrópu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Már Óskarsson – 26. maí 2014

Það er Andri Már Óskarsson, GHR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Andri Már fæddist 26. maí 1991 og er því 23 ára í dag. Andri Már varð í 2. sæti á 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar 2014 og var með í Leirulogninu á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu, á Hólmsvelli í gær; varð reyndar í 10. sæti af 72 keppendum með skor upp á 11 yfir pari, 227 högg (80 72 75). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Andri Már Óskarsson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jamie Spence, 26. maí 1963 (51 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 15:30
GA-konur á ferðalagi í Borgarnesi

Kvennaferð GA 2014 var farin helgina, 16.-18. maí 2014. Að þessu sinni var ferðinni heitið á Hótel Hamar í Borgarnesi og fóru 19 konur galvaskar frá Akureyri. Lagt var af stað á föstudagsmorgun þann 16 maí. Spilaðar voru 18 holur alla 3 dagana sem ferðin stóð yfir. Veðrið lék svona nokkurn vegin við GA-konurnar. Móttökur og allur aðbúnaður var eins og best var á kosið þó völlurinn hafi verið pínu blautur á köflum. Stjanað var að sögn við GA-konurnar alveg hægri, vinstri og kunna þær bestu þakkir fyrir. Heimild: gagolf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2014 | 12:45
GR: 117 tóku þátt í 80 ára Afmælismóti GR

Rétt rúmlega 117 kylfingar tóku þátt á 80 ára Afmælismóti Golfklúbbs Reykjavíkur sem fram fór á Grafarholtsvelli í gær, 25. maí 2014. Rok og rigning gerðu kylfingum erfitt fyrir. Varaformaður klúbbsins Björn Víglundsson sló fyrsta högg mótsins og opnaði jafnframt Grafarholtsvöll formlega fyrir sumarið. Árni Freyr Sigurjónsson lék best í höggleiknum eða á 75 höggum en Sigurður Óli Jensson og Lárus Ögmundsson sigruðu í punktakeppninni í sínum forgjafarflokkum. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins. Úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan: Flokkur 0 – 8,4: 1. sæti Sigurður Óli Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

