Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 21:00
Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 49 ára í dag. Björg er klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2011 og sigraði auk þess í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er gift og á 3 börn. Sjá má nýlegt viðtal Gofl 1 við klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að SMELLA HÉR: Komast má af facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Björg Trausta (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard C. Metz (29. maí 1908 – 5. maí 1993); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 15:00
Stelpugolf tókst vel – Myndasería

Í dag fór fram Stelpugolf á Leirdalsvelli hjá GKG en Stelpugolfsdeginum lauk fyrir rúmri klukkustund nú. Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar sáu um útfærslu á Stelpugolfinu og var dagurinn í anda golfsýninga úti í heimi og boðið upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi. Markmið Stelpugolfs: * Að stuðla að hreyfingu og útivist kvenna á öllum aldri. * Að stuðla að aukinni vitund almennings á fjölskyldugildum í golfíþróttinni. * Að stuðla að aukinni þátttöku stúlkna í íþróttum. * Að efla kvennastarf í golfhreyfingunni. Golf 1 var á staðnum og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 13:00
eGolf: Ólafur Björn í 28. sæti e. 1. dag á Sedgewick Classic mótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK tekur þátt í Sedgwick Classic mótinu, sem er mót á eGolf mótaröðinni. Mótið fer fram á „fyrrum heimaslóðum“ Ólafs Björns, Greensboro í Norður-Karólínu. Mótið hófst í gær og stendur til 30. maí þ.e. lýkur á morgun. Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn: „Lék fyrsta hringinn á Sedgefield Classic á 70 (E) höggum. Ég var í vandræðum með boltasláttinn í allan dag en með réttu hugarfari og skynsömum ákvörðunum náði ég að skila ágætu skori. Ég eyddi dágóðum tíma á æfingasvæðinu eftir hringinn og fór þaðan með mun betra sjálfstraust í slættinum. Ég er jafn í 28. sæti. Á rástíma kl. 08:10 í fyrramálið og er spenntur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 12:45
Sigurður Arnar efstur fyrir lokahringinn á US Kids móti!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er efstur á US Kids móti sem fram fer í Gullane golfklúbbnum í Skotlandi dagana 26.-29. maí 2014. Lokahringurinn verður spilaður í kvöld en fyrir hann er Sigurður Arnar í efsta sæti í flokki 12 ára stráka, sem hann deilir með 2 öðrum kylfingum, sem allir hafa leikið á samtals 144 höggum. Sigurður Arnar er eins og segir samtals búinn að spila á sléttu pari 144 höggum (70 74). Það verður spennandi að fylgjast með hvað Sigurður Arnar gerir í kvöld! 4 aðrir íslenskir keppendur eru í mótinu: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK keppir einnig í flokki 12 ára stráka líkt og Sigurður Arnar, en er í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 12:00
Stelpugolf stendur yfir núna!

Í dag, Uppstigningardag 29. maí 2014 milli kl. 10-14 er Stelpugolfdagurinn á Leirdalsvelli hjá GKG í við Vífilstaði í Garðabæ. Þar býðst konum á öllum aldri frí golfkennsla á 6 æfingastöðvum úr hendi 10 golfkennaranema. Herrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Tilboð er á vallargjöldum á Mýrinni, 9 holu golfvelli GKG. SNAG (Starting New At Golf) kennsla á staðnum! Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar munu sjá um glæsilegan golfdag þann 29. maí í GKG Garðabæ í anda golfsýninga úti í heimi og bjóða upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi. Markmið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 10:00
Birgir Leifur á 1 undir pari e. 2. dag Jyske Bank PGA Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í gær keppni í Jyske Bank PGA meistaramótinu sem fer fram í Silkeborg Ry golfklúbbnum, en mótið er hluti af Ecco mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 28.-30. maí 2014 og er þetta stórt mót en þátttakendur eru 169. Leikið er á tveimur golfvöllum Ry Kildebjerg sem er par-72 golfvöllur og Silkeborg sem er par-71 golfvöllur. Birgir Leifur lék fyrsta hring á 1 undir pari, 71 höggi (Ry Kildebjerg) og á pari Silkeborg vallarins 71 höggi, í dag og er í 9. sæti sem stendur. Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila hringina tvo á 1 undir pari. Annar hringurinn stendur yfir. Til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 09:35
Evróputúrinn: Nordea Masters hófst í morgun

Nordea Masters mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, en það fer fram á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð. Þegar þetta er ritað (kl. 9:30) er Skotinn Stephen Gallacher í forystu, er á 13. holu kominn 5 undir par. Margir eru á hæla honum á 4 undir pari og nokkrar holur óspilaðar og margir hafa ekki einu sinni hafið leik. Margt getur því enn breyst eftir því sem líður á daginn Hér má fylgjast með skortöflu á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 01:00
Mallory Blackwelder vann fyrsta titil sinn á Symetra Tour!

Mallory Blackwelder vann fyrsta titil sinn á Symetra Tour, þegar hún sigraði á 2014 Symetra Classic, sem fram fór í Charlotte, Norður-Karólínu, en mótinu lauk, laugardaginn 24. maí s.l. Hún vann sér inn sigur sinn með virkilega lágu skori lokadaginn, 67 höggum, en hún var samtals á 10 undir pari, 206 höggum og átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti Emily Talley. Það lítur því vel út með að Mallory takist ætlunaverk sitt um að komast á LPGA túrinn, en það er mikið markmið hennar að gera svo og feta þannig í fótspor móður sinnar, Myru Blackwelder. „Tilfinningin er frábær,“ sagði Mallory í viðtali við SymetraTour.com. „Ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 17:15
Rory á að hafa sagt Caroline upp með 3 mínútna símtali

Smáatriðin um hvernig sambandsslitin milli Rory og Caroline áttu sér stað eru byrjuð að flæða um alla fjölmiðla. Og Rory fær sennilega ekki nafnbótina „kærasti ársins.“ Það nýjasta er nefnilega að hann eigi að hafa sagt Caroline upp eftir stutt, 3 mínútna símasamtal. Hvað skyldi nú hafa verið það versta við það? Caroline hélt að Rory væri að djóka! A.m.k. ef hafa má fyrir satt það sem blaðamaður The Times Neil Harman sagði í grein um Rory og Caro, en þar sagði: „Síðasta skiptið sem hann (Rory) hringdi, var minna en degi eftir að hann sagði henni hversu mjög hann elskaði hana og það var 3 mínútna samtal, sem hún hélt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 17:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Alex Aragon (17/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 9. sæti, en það er Alex Aragon. Aragon lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 37. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert. Alex Aragon fæddist 11. mars 1979 í Mexico City í Mexico og er því 35 ára. Aragon byrjaði í golfi vegna þess að pabbi hans, Enrique, „elskar golf meira en nokkur í heiminum elskar golf.“ Aragon var í Torrey Pines menntaskólanum, í Kaliforníu Aragon spilaði í bandarísku háskólagolfinu Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

