Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 22:00

Evróputúrinn: Larrazabal leiðir á BMW Int. Open – Hápunktar 3. dags

Spænski kylfingurinn, Pablo Larrazabal er búinn að tylla sér í efsta sætið eftir 3. dag BMW International Open sem fram fer  í Golf Club Gut Lärchenhof, í Köln, Þýskalandi. Larrazabal er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum  (69 63 67). Larrazabal hefir verið nokkuð í golffréttum í ár, en þá aðallega vegna slysfara en hann var m.a. fyrir því óláni að geitungasvarmur réðist á hann í móti fyrr á árinu í Malasíu – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Sjá einnig nýlega frétt um Larrazabal með því að SMELLA HÉR:  Þremur höggum á eftir eru hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 21:45

PGA: Reed efstur fyrir lokahringinn á Quicken Loans

Það er Patrick Reed, sem leiðir fyrir lokahring Quicken Loans National mótsins. Reed er búinn að spila á samtals 6 undir pari, 207 höggum (68 68 71). Á hæla honum í 2. sæti koma Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu, Freddie Jacobson frá Svíþjóð og Ástralinn Marc Leishman; allir á samtals 4 undir pari, hver. Hópur 6 kylfinga deilir síðan 5. sætinu,  er á samtals 3 undir pari hver: þ.e. þeir: Richard H. Lee; Shawn Stefani; Ben Martin; Justin Rose, Brendon DeJonge og Hudson Swafford. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Quicken Loans National mótsins SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 18:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): 4 góðir komnir í 4 manna úrslit!

Viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni voru bæði skemmtilegar og þrælspennandi. Eftirfarandi 4 kylfingar eru komnir í undanúrslit: Kristján Þór Einarsson, GKJ; Haraldur Franklín Magnús, GR; Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB. Kristján Þór hefndi ófaranna frá því í Borgarnesi á 3. mótinu á Eimskipsmótaröðinni, þ.e. Símamótinu í Borgarnesi og vann Birgi Leif Hafþórsson, GKG, 2&0. Haraldur Franklín, GR mætti Heiðari Davíð, GHD og hafði betur 3&1. Heimamaðurinn Benedikt Árni Harðarson, GK, laut lægra haldi fyrir GR-ingnum Stefáni Má Stefánssyni, 3&2. Síðan vann Bjarki Pétursson, GB, Rúnar Arnórsson, GK  1&0. Þeir sem mætast í 4 manna úrslitunum á morgun eru: 1. Kristján Þór Einarsson, GKJ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 18:01

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Systur og frænkur komnar í 4 manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni

Tvær Keiliskonurnar eru nú komnar í undanúrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni, en það eru frænkurnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir og  Tinna Jóhannsdóttir. Eins eru systurnar Heiða Guðnadóttir, GKJ  og Karen Guðnadóttir, GS, komnar í undanúrslitin. Leikir í fjórðungsúrslitunum á Íslandsmótinu í holukeppni fóru annars þannig: 1. leikur Heiða Guðnadóttir, GKJ  vann Sunnu Víðisdóttur, GR á 19. holu 2. leikur Karen Guðnadóttir, GK vann Signýju Arnórsdóttur, GK 1&0 3. leikur Tinna Jóhannsdóttir, GK vann Berglindi Björnsdóttur, GR 3&1 4. leikur Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK vann Ragnhildi Kristinsdóttur, GR 3&2 Spennandi leikir framundan í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni og um að gera að fjölmenna á Hvaleyrina á morgun og fylgjast með lokaviðureignunum, en einhver af ofangreindum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 17:00

17 mánaða kylfingur – Myndskeið

Kylfingar eru alltaf að verða yngri og yngri. Alltaf verið að setja ný aldursmet í golfinu hvað varðar þann yngsta sem afrekað hefir hitt og þetta. Þannig er Guan Tianlang t.a.m. sá yngsti sem komist hefir í gegnum niðurskurð á Masters (14 ára) og Lucy Li ,11 ára, sú yngsta til að spila í Opna bandaríska kvenrisamótinu. Svo eru líka alltaf að sjást yngri kylfingar á youtube.com sem eru að slá sín fyrstu högg í golfinu. Hér má sjá myndskeið af einum 17 mánaða (ekki einu sinni orðinn 2 ára – þ.e. ef þessi fær spurninguna: „Hvenær byrjaðirðu í golfi? þá verður svarið: „1 árs!“) SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir.  Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 61 árs.  Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (65 ára);  Jim Nelford, 28. júní 1955 (59 ára);  Warren Abery  28. júní 1973 (41 árs)  ….. og …..   Kollu Keramik (61 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Anya Alvarez, Lee Anne Pace og Joanna Klatten (18-20/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í dag verða kynntar þær sem voru T-29, en það eru þær Anya Alvarerz, Lee Anne Pace Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 13:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Lokastaðan í 16 manna úrslitum – Leikir hafnir í 8 manna úrslitum

Í gær hófst 4. mótið á Eimskipmótaröðinni – Securitas Íslandsmótið í holukeppni. Fyrir hádegin lauk keppni í 16 manna úrslitum – eftir hádegið hefjast leikir bæði í kvenna og karlaflokki í 8 manna úrslitum. Fylgjast má með hverjir komast í undanúrslit með því að  SMELLA HÉR:    Í kvennaflokki fara eftirfarandi leikir fram í 8 manna úrslitum: 1. leikur Sunna Víðisdóttir,  GR – Heiða Guðnadóttir, GKJ 2. leikur Signý Arnórsdóttir, GK  – Karen Guðnadóttir, GS 3. leikur Berlind Björnsdóttir, GR – Tinna Jóhannsdóttir, GK 4. leikur Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK  – Ragnhildur Kristinsdóttir, GR   Í karlaflokki fara eftirfarandi leikir fram í 8 manna úrslitum : 1. leikur Kristján Þór Einarsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 10:45

Champions Tour: Langer leiðir á Senior Players

Bernhard Langer var á flottum 6 undir pari, 64 höggum á Senior Players Championship risamótið  í gær, en mótið hófst á fimmtudaginn í  Fox Chapel Golf Club í  Pittsburgh, Pennsylvaníu í Bandarískjunum. Langer, sem sigrað hefir tvívegis á Masters fékk m.a. glæsiörn á par-4 7. holuna og bætti síðan við 5 fuglum og fékk aðeins 1 skolla og er nú samtals kominn í 11 undir par í hálfleik mótsins. Hringur hins 56 ára Langer var nógu góður til þess að hann er nú kominn með 2 högga forystu, nú þegar hann eltist við 3 risamótstitil sinn á Champions Tour. Þeir sem deila 2. sætinu á samtals 9 undir pari hvor eru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 09:25

PGA: Tiger úr leik á Quicken Loans

Stóra frétt vikunnar í golfheiminum var að Tiger Woods væri að snúa aftur í keppnisgolfið eftir 3 mánaða fjarveru. Hann kom aftur … bara ekki í langan tíma, því hann er nú úr leik, náði ekki niðurskurði í Quicken Loans National mótinu, en þetta er aðeins í 10. skipti á ferli Tiger, sem hann nær ekki niðurskurði. Hann lék á 4 yfir pari, 75 höggum í gær, föstudaginn 27. júní. Samtals lék Tiger á 7 yfir pari (74 75).   Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari. Þetta er samt líklega eina skiptið sem Tiger virðist bara nokkuð sáttur,  þrátt fyrir að ná ekki niðurskurði. Hann sagði m.a. eftir hringinn Lesa meira