Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Martin Kaymer kylfingur júnímánuðar

Martin Kaymer hefir verið útnefndurThe Race to Dubai European Tour kyflingur júní mánaðar eftir að verða 4. kylfingurinn frá Evrópu á síðustu 5 árum til þess að sigra á Opna bandaríska risamótinu. Kaymer fylgir þar með í fótspor Ryder Cup félaga sinna Graeme McDowell, Rory McIlroy og Justin Rose. Kaymer hlaut ágrafin verðlaunadisk og risaflösku af  Moët & Chandon kamapvíni var á glæsiskori á Pinehurst nr. 2, þar sem mótið fór fram, átti tvo hringi upp á 65 og síðan seinni tvo á 72 og 69 og átti 8 högg á þann sem næstur kom.  Hann varð einnig sá 6. í allri sögu Opna bandaríska til þess að leiða á öllum 4 mótsdögunum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2014 | 05:45

BYKO liðið bar sigur úr býtum í Sólstöðu afmælismóti FKA – Myndasería

Föstudaginn 27. júní s.l. fór fram Sólstöðu afmælismót FKA (félags kvenna í atvinnulífinu) og kvennadeildar GKG í blíðskaparveðri,  á Leirdalsvelli í Kópavogi. Fyrirtæki gátu keypt sínar brautir og teflt fram sínu liði, en keppt var með fjögurra manna Texas fyrirkomulagi. Að lokum fór svo að Byko liðið bar sigur úr býtum á 58 höggum nettó. Í öðru sæti var lið Advanía á 59 höggum nettó og lið Íslandsbanka í 3. sæti á 60 höggum nettó. Í fjórða sæti endaði svo lið Abacus/Golfleikjaskólinn á 62 höggum nettó en þær voru jafnar Happy Campers liðinu en voru með betri árangur á seinni níu holunum. Sjá má myndir frá Sólstöðu afmælismóti FKA með því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2014 | 04:30

Þórður Rafn sigraði í móti á Jamega Tour

Þórður Rafn Gissurarson, GR, sigraði á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Jamega Pro Golf Tour á Englandi. Mótið fór fram s.l. helgi á Calcot Park og voru þátttakendur 74. Mótið var 36 holu. Þórður Rafn lék á samtals 5 undir pari 135 höggum. (67 68) og átti 1 högg á Bretann Simon Griffiths og Englendinginn Craig Hinton, sem báðir voru á 4 undir pari, hvor. Í sigurlaun hlaut Þórður Rafn 4000 pund (þ.e. uþb. 770.000,- íslenskar krónur). Glæsilegur árangur þetta hjá Þórði Rafni!!! Til þess að sjá lokastöðuna á mótinu á Calcot Park 30. júní sl. á Jamega Tour SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2014 | 03:00

GK: Undirbúningur fyrir holukeppnismót

Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er að öllu jöfnu í óaðfinnanlegu ástandi og svo var einnig á nýloknu Íslandsmóti í holukeppni. En til þess að svo sé, þ.e. að völlurinn sé jafn vel hirtur og fallegur og raun ber vitni þá leggur fjöldi vallarstarfsmanna Keilis hönd á plóginn hvern einasta dag. Hér er frásögn af keili.is af því hvað vallarstarfsmenn þurfa að gera á einum mótsdegi  Íslandsmótsins í holukeppni: „Það er margt sem gerist á Hvaleyrarvelli áður en keppendur í landsmóti í holukeppni hefja leik kl 07:30.  Það sem gerir þetta mót sérstakt er að leikur hefst samtímis á 1. og 10. teig.  Undir slíkum kringumstæðum þurfa vallarstarfsmenn að hefja slátt frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 20:00

Jason Dufner að hugsa um að hætta

Jason Dufner er aðeins 37 ára en hann er samt að hugsa um að hætta í keppnisgolfi. „Ég er ekki einn af þessum gæjum sem spila á öldungamótaröð. Það er ekki fyrir mig,“ sagði Dufner í viðtali við SB Nation. „Ég á kannski svona 5 ár eftir og þá fer ég að gera eitthvað annað.“ Ef Dufner hættir 42 ára þá er hann einn meðal fjölmargra sem hættu í keppnisgolfinu; ekki vegna þess að þeir væru meiddir og gætu ekki lengur keppt heldur af eiginn vilja. Golf Digest hefir tekið saman lista nokkurra kylfinga sem hættu í golfi snemma af eiginn vilja. Skólabókardæmi um það er Bobby Jones.  Hann hætti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 19:00

Heimslistinn: Rose upp í 8. sæti

Vegna sigurs síns á Quicken Loans fer Justin Rose upp í 8. sæti heimslistans úr 10. sætinu. Í árslok 2013 var Rose þó í 4. sæti heimslistans, þannig að hann verður að taka sig á ætli hann sér fyrri stöðu á listanum. Staða efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi: 1. Adam Scott, Ástralía, 9,16 stig 2. Henrik Stenson, Svíþjóð, 8,12 stig 3. Bubba Watson, Bandaríkin, 7,16 stig 4. Matt Kuchar Bandaríkin, 6,92 stig 5. Tiger Woods Bandaríkin, 6,71 stig 6. Jason Day, Ástralía, 6,66 stig 7. Rory McIlroy, Norður-Írland,  6,60 stig 8. Justin Rose, England, 6,54 stig 9. Sergio Garcia, Spánn, 6,33 stig 10. Jordan Spieth Bandaríkin,  5,92 stig.


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir.  Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 52 ára afmæli í dag!  Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi.   Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (52 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (29 ára);  Jade Schaeffer, 1. júlí 1986  (28 ára) ….. og ….. Classic Sportbar Lipurtá Snyrtistofa (27 ára) Bluessamband Reykjavíkur (29 ára) Júlíana Kristný Sigurðardóttir (16 ára) Sportstöðin Selfossi Glingur Net Hljómsveitin Allt Í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 14:00

Caroline tapaði fyrir Zahlavovu í gær og færist undan að tala um Rory

Caroline Wozniacki komst  áfram aðra vikuna á Wimledon, en þó ekki lengra.  Þetta er þó það lengsta sem hún hefir náð á Wimbledon frá árinu 2011. Hún sigraði hina 16 ára Konjuh 6-3, 6-0 í þriðju umferð á föstudaginn en tapaði síðan fyrir Barböru Zahlavovu Strycovu í gær, en Barbara þessi var áður búin að vinna Li Na frá Kína. Eftir sigurinn gegn Konjuh sagði Caroline að velgengni hennar á tennisvellinum hefði ekkert með sambandsslitin við Rory að gera. „Ég er bara að spila vel. Ég nýt þess að spila á grasi.  Á síðasta ári var ég óheppnin að renna til á grasinu og meiða mig.  Ég gat ekki spilað í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 11:30

Sergio Garcia kemur kylfingum á Bethpage Black á óvart – Myndskeið

Sergio Garcia og TaylorMade komu kylfingum á Bethpage Black golfvellinum í New York á óvart um daginn, þegar þegar komu færandi hendi á æfingasvæðið og gáfu mönnum sem þar voru nýja TaylorMade SLDR drævera. Menn fengu líka að fylgjast með Garcia æfa sig. En þetta var ekki allt. Markmiðið var líka að láta kylfingana fá á tilfinninguna hvernig væri að vera eins og atvinnumaður á 1. teig með fréttamenn yfir sér að taka myndir og viðtöl og áhorfendur að fylgjast með – flestir voru á einu máli að það væri stressandi! Sjá má myndskeiðið með Sergio Garcia og félögum í TaylorMade með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 09:30

Cabrera-Bello, Larrazabal og Lowry spila á Opna breska

Nöfnum Rafael Cabrera-Bello, Pablo Larrazabal og  Shane Lowry hefir verið bætt í þátttakendalistann á Opna breska, sem fram fer nú um miðjan mánuðinn 17.-20. júlí. Þeir komast þangað vegna þess að þeir eru meðal efstu 20 peningalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai, eftir góða frammistöðu á BMW International Open í Köln, Þýskalandi síðustu helgi. Cabrera-Bello tapaði í bráðabana við Fabrizio Zanotti frá Paraguay; en fær í sárabætur að taka nú  í 3, skipti þátt í Opna breska rismótinu. Þetta er 5. skiptið sem Larrazabal tekur þátt í Opna breska og 3. skiptið sem Lowry tekur þátt. Skv. AP munu þeir Erik Compton,aBrooks Koepka, K.J. Choi, Charles Howell III og Fredrik Jacobson líka hljóta þátttökurétt Lesa meira