Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 11:00

LET: Kemp ein í forystu e. 2. dag

Ástralski kylfingurinn Sarah Kemp er ein í forystu eftir 2. dag á ISPS HANDA European Ladies Mastes. Hún er búin að spila á samtals 9 undir pari (67 68) og hefir góða 3 högga forystu á þær tvær sem næstar koma. Það eru þær Amy Boulden frá Wales og Celine Herbin frá Frakklandi, báðar á samtals 6 undir pari, hvor. Fimm kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag ISPS HANDA European Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 08:30

PGA: Hurley efstur í hálfleik á Greenbrier Classic – Hápunktar 2. dags

Tiltölulega óþekktur bandarískur kylfingur  Billy Hurley III tyllti sér á topp skortöflunnar á Greenbrier Classic eftir glæsihring á sjálfum þjóðhátíðisdegi Bandaríkjanna, 4. júlí í gær, lék á 63 glæsihöggum. Hann er því samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (68 63). Fast á hæla honum á samtals 8 undir pari, koma landar hans Chris Stroud og Kevin Chappell.  Í 4. sæti er Troy Mattheson á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Stefán Garðarsson. Stefán er fæddur 4. júlí 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Stefán er flestum afrekskylfingum sem öðrum kunnur en hann er markaðsstjóri Golfsambands Íslands. Stefán er kvæntur Laufhildi Hörpu Óskarsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Stefán Garðarsson (50 ára)  – Golf 1 óskar Stefáni innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA, f. 4. júlí 1992 (22 ára) ….. og ….. Jón Ævarr Erlíngsson, GO (41 árs) Yesmine Olsson Örn Stefánsson (48 ára) Arnar Olsen Richardsson (46 ára) Mix DeTrix (39 ára) Golf 1 óskar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Ben Martin (24/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í  2. sæti, en það er  Ben Martin.  Martin  tók  þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 10. sæti þ.e. bætti árangur sinn ekki. Ben Martin fæddist 26. ágúst 1987 í Greenwood, Suður-Karólínu og er því 26 ára. Hann útskrifaðist 2009 frá Clemson University með gráðu í fjármálafræði (ens. financial management) þar sem hann spilaði í 4 ár með golfliði háskólans. Martin gerðist atvinnumaður 2010. Hann komst strax Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 12:00

10 lúxussnekkjur í eigu Tiger o.fl. ríkra og frægra

Mirror hefir tekið saman nokkuð skemmtilegan lista yfir snekkjur í eigu 10 ríkra og frægra þ.á.m. Tiger Woods. Á listanum er snekkjunum raðað niður eftir verðmæti og lendir snekkja Tiger, Privacy aðeins í 9. sæti. Sjá má þennan lista, sem er í máli og myndum með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 10:00

LET: Herbin, Kemp og Watson efstar e. 1. dag ISPS HANDA Ladies European Masters

Það eru hin ástralska Sarah Kemp hin franska Celine Herbin og hin skoska Sally Watson sem eru efstar í Buckinghamshire golfklúbbnum eftir 1. dag  ISPS HANDA Ladies European Masters, sem hófst í gær. Þær léku  á 5 undir pari, 67 höggum; Sarah skilaði „hreinu skorkorti“ var með 5 fugla, Sally var með 8 fugla og 3 skolla, en Celine með 8 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Solheim Cup stjarnan þýska Caroline Masson, hin bandaríska Amelia Lewis og Becky Morgan frá Wales deila 4. sætinu á 68 höggum hver. Hópur 5 stúlkna deildi síðan 7. sætinu eftir fyrsta dag á 3 undir pari, 69 höggum þ.á.m. ítalski kylfingurinn Diana Luna. Annar hringur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 09:15

Ólafur Björn 25. í lokaúrtökumóti f. Opna breska

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í 25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fór á  Glasgow Gailes vellinum. Ólafur Björn lék samtals á 6 yfir pari, 148 höggum (75 73). Nokkrir þekktir kylfingar léku í mótinu, en 7 efstu komust á Opna breska, þ.á.m. kylfingarnir Rhys Davis, frá Wales og Skotarnir Marc Warren og Scott Jamieson, en allir spila þeir á Evrópumótaröðinni. Sjá má lokastöðuna í lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska með því að SMELLA HÉR:  Um frammistöðuna í mótinu skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína: „Endaði í 25. sæti í lokaúrtökumóti fyrir Opna breska og náði ekki að tryggja mér sæti í mótinu. Ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 08:45

Þórður Rafn í sjónvarpsviðtali í Englandi vegna sigursins á Jamega Pro Golf Tour

Þórður Rafn Gissurarson, GR, vann s.s. Golf 1 greindi frá, fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður í Calcot Park á Englandi á Jamega Pro Golf Tour. Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR: Vegna sigurs síns í mótinu var Þórður Rafn í sjónvarpsviðtali í Englandi sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 08:00

PGA: Hápunktar 1. dags á Greenbriar Classic

Eftir 1. dag Greenbriar Classic mótsins, sem hófst í gær og er mót vikunnar á PGA Tour leiðir Svíinn Jonas Blixt. Leikið er á Old White TPC í White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Hér má sjá hápunkta 1. dags á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 07:00

Golfútbúnaður: Nýju PING G30 brautartrén

Venjan á PGA Tour og meðal góðra kylfinga er að líta á 3-tréð sem annan dræver og slá aðallega með þeirri kylfu af teig. Hugsið um það: Meðan leikmenn slá með 5-tré eða blendingi 2. höggið sitt á langri par-5 braut, hversu oft þarfnast góðir kylfingar þá 3-trés? Með tilkomu nýju G30 trjánna frá PING þá er PING að reyna að blanda saman boltahraða dræveranna í dag með fyrirgefanleika. „Við erum með kylfu sem virkar sem 2-tré eða dræver tré í  Rapture,“ sagði Marty Jertson, yfir hönnunarverkfræðingur PING.  „Markmið okkar með G30 var að gera kylfuna eins heita og Rapture en vera á sama tíma með hátt boltaflugshorn og aðlaganleika (ens. Lesa meira