Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2014 | 13:00
Champions Tour: Monty enn í forystu e. 2. dag

Colin Montgomerie (Monty) heldur forystu sinni eftir 2. dag á US Senion Open risamótinu á bandarísku PGA öldungamótaröðinni. Monty er samtals búinn að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum (65 71). Á hæla honum aðeins 1 höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 137 höggum (69 68) er Scott Dunlap. Bernhard Langer og Gene Sauers deila síðan 3. sætinu enn öðru höggi á eftir. Vijay Singh er í 9. sæti á samtals 2 undir pari. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru Mark Calcavecchia, Scott Verplank, Tom Pernice og Frank Esposito. Til þess að sjá stöðuna á US Senior Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2014 | 12:00
PGA: McGirt og Johnson efstir í hálfleik á John Deere Classic – Hápunktar 2. dags

William McGirt og Zach Johnson eru efstir og jafnir eftir 2. keppnisdag á John Deere Classic, á TPC Deere Run í Illinois, í Bandaríkjunum. Báðir eru þeir McGirt og Johnson búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum, hvor; McGirt (64 66) og Zach Johnson (63 67). Þrír kylfingar eru höggi á eftir þeim, þ.e. samtals á 11 undir pari, en það eru þeir Steven Bowditch, Johnson Wagner og Brian Harman. Í 6. sæti á samtals 9 undir pari , hver, eru þeir Steve Stricker, Todd Hamilton, Ryan Moore og Rory Sabbatini. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2014 | 10:00
GÖ: Opna Biotherm kvennamótið á morgun sunnudaginn 13. júlí

Opna Biotherm kvennamótið verður haldið sunnudaginn 13.júlí 2014. Skráning er hafin á golf.is eða með því að SMELLA HÉR: Mótið er punktakeppni Keppt er í tveimur forgjafarflokkum, 0-17,9 og 18-36 en hámarksforgjöf er 28. Glæsileg verðlaun: Teiggjöf. Þrenn verðlaun í hvorum flokki. Nándarverðlaun á öllum 5 par 3 brautum. Dregið úr skorkortum í lokin (aðeins viðstaddir fá verðlaun). Keppnisgjald kr 4.500 Einungis þeir sem hafa löglega EGA forgjöf geta unnið til verðlauna.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 22:00
Mo Martin efst á Opna breska e. 2. dag

Það er bandaríska stúlkan Mo Martin sem leiðir eftir 2. dag Ricoh Opna breska kvenrisamótsins. Martin hefir 3 högga forystu á þá sem næst kemur, Beatriz Recari frá Spáni. Martin er búin að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69) en Recari á 141 höggi (74 67). Nokkrar góðar komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Michelle Wie og Sandra Gal. Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 20:00
Evróputúrinn: Broberg, Gonzales og Warren leiða í hálfleik á Opna skoska – Hápunktar 2. dags

Það eru sænski frændi okkar Kristoffer Broberg, Ricardo Gonzalez frá Argentínu og heimamaðurinn Marc Warren sem eru jafnir í efsta sæti á Opna skoska, sem fram fer á Royal Aberdeen. Allir eru þeir búnir að leika á samtals 6 undir pari, 136 höggum, hver; Broberg (65 71); Gonzalez (65 71) og Warren (67 69). Í 4. sæti er Justin Rose, höggi á eftir á samtals 5 undir pari og í 5. sæti er David Howell, enn öðru höggi á eftir, á samtals 4 undir pari. Rory, sem leiddi eftir 1. dag átti afleitan dag, lék á 7 yfir pari, 78 höggum og er hvorki meira né minna en 14 högga sveifla Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 18:30
Íslenska karlalandsliðið sigraði Austurríki! Bjarki, Guðmundur Ágúst og Haraldur unnu leiki sína!

Íslenska karlalandsliðið sigraði Austurríki með 3,5 vinningum gegn 1,5 í annari umferð holukeppninar á EM í Finnlandi sem var að ljúka rétt í þessu. Ísland mun því mætir Finnum á morgun í leik um að halda sætinu fyrir Evrópumótið á næsta ári í Halmstad Svíþjóð. Liðið sem tapar leikur í annarri deild á næsta ári. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Bjarki Pétursson, GB og Haraldur Franklín Magnús, GR unnu sína leiki. Yngsti liðsmaður karlalandsliðsins, Gísli Sveinbergsson, GK náði hálfu stigi í sínum leik. Andri Þór Björnsson, GR varð að sætta sig við tap í dag. Til þess að sjá nánar hvernig einstakir leikir fóru SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 18:00
Íslenska piltalandsliðið tapaði g. Frökkum

Íslenska piltalandsliðið tapaði leik sínum gegn Frökkum 3/2 í annari umferð í holukeppninni á Evrópumóti piltalandsliða sem fram fer í Noregi. „Við töpuðum 3-2 fyrir Frökkum, seinasti leikurinn fór i bráðabana! So close en strákarnir flottir.“ sagði Úlfar Jónsson. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun í leik um 11. sætið. Kristófer Orri Þórðarson, GKG tapaði 3/2. Aron Júlíusson, GKG sigraði örugglega sinn leik 6/4. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG sigraði sinn leik eftir bráðabana. Fannar Ingi Steingrímsson GHG, tapaði eftir bráðabana. Henning Darri Þórðarson, GK tapaði 4/3. Til þess að skða stöðuna SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 17:00
Íslenska kvennalandsliðið tapaði f. Hollend- ingum – Signý og Sunna unnu sína leiki!!!

Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við tap gegn sterku lið Hollands á Evrópumóti kvennalandsliða sem leikið er í Slóvakíu. „Í dag lékum við gegn Hollandi og töpuðum öðrum leiknum í röð 3-2 eftir bráðamana í síðasta leik á 19 holu. Stelpurnar eru búnar að standa sig eins og hetjur í mótinu og hafa sýnt baráttu og að þær séu að bæta sig á alþjóðavettvangi. Það hrikalega svekkjandi að tapa tvo daga í röð þar sem sigurinn hafði getað fallið okkar megin„. sagði Brynjar Eldon Geirsson eftir leikinn í dag. Svona fóru leikirnir: Berglind Björndóttir, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR töpuðu sínum leik 6/5. Sunna Víðisdóttir, GR, vann sinn leik Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ísak Jasonarson – 11. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ísak Jasonarson. Ísak er fæddur 11. júlí 1995 og á því 19 ára afmæli í dag!!! Ísak er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er jafnframt í Golfklúbbi Öndverðarness. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni. Afmælisdaginn verður Ísak við keppni í Meistaramóti Keilis. Komast má á facebooksíðu Ísaks til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ísak Jasonarson (19 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (36 ára – Hann er Austurríkismaður á Evróputúrnum); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (33 ára); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (32 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (30 ára) sænsk – spilar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 13:30
GSÍ: Íslandsmót unglinga, 35+ og eldri kylfinga, skráningu lýkur 13. júlí

Dagana 17. – 20. júlí n.k fara fram þrjú Íslandsmót á vegum Golfsambands Íslands auk þess sem fjórða stigamót Áskorendamótaraðarinnar verður leikið á Þverárvelli Fljótshlíð. Enn er hægt að skrá sig til leiks en skráningu á Íslandsmótin lýkur á miðnætti sunnudaginn 13. júlí en skráningu í Áskorendamótaröðina lýkur hinsvegar miðvikudaginn 16. júlí. Icelandair Íslandsmót 35 ára og eldri, Vestmannaeyjavöllur, Golfklúbbur Vestmanneyja, skráning til miðnættis 13. júlí. Icelandair Íslandsmót eldri kylfinga, Korpúlfsstaðavelli, Golfklúbbur Reykjavíkur, skráning til miðnættis 13. júlí. Íslandsbankamótaröðin unglinga- Íslandsmótið í höggleik, Strandarvöllur, Golfklúbbur Hellu, skráning til miðnættis 13. júlí. Áskorendamótaröð Íslandsbanka, Þverárvöllur, Golfklúbburinn Þverá hellishólum, skráning til miðnættis 16. júlí.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

