Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 18:00
NK: Einvígið á Nesinu á mánudag

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 18. skipti á Nesvellinum mánudaginn 4. ágúst nk. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu einhverfa barna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. DHL hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það Styrktarfélag barna með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 14:00
GSS: Friðjón sigraði á Opna Hlíðarkaupsmótinu

Góð þátttaka var í Opna Hlíðarkaupsmótinu sem fór fram laugardaginn 26. júlí s.l. í ágætis veðri á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Það komu auðvitað smá skúrir en það var hlýtt og logn. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir sjö efstu sætin í punktakeppni og nándarverðlaun á 3/12 og 6/15. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti Friðjón Bjarnason GSS- 38 punktar 2. sæti Andri Þór Árnason GSS – 37 punkar 3. sæti Ásgeir Einarsson GSS – 34 punktar 4.-8. sæti Guðmundur Ragnarsson GSS – 33 punktar 4.-8. sæti Rafn Ingi Rafnsson GSS – 33 punktar 4.-8. sæti Sverrir Harladsson GKJ – 33 punktar 4.-8. sæti Halldór Halldórsson GSS – 33 punktar 4.-8. sæti Ívar Örn Marteinsson GSS – 33 punktar. Brynjar Örn Guðmundsson var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 11:25
GN: Einn rástími 8:20 enn laus í Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar!

Stærsti viðburður Golfklúbbs Neskaupsstaðar, Neitaflug GN og Síldarvinnslunnar fer fram á morgun og hefst snemma kl. 7:30! Þessa dagana er frábært golfveður á Austurlandi um 10° hiti og sól, Og samkvæmt yr.no norsku veðurspástöðinni lítur út fyrir að um Verslunarmannahelgina verði flott veður á Neskaupsstað (Sjá veðurspá fyrir Grænanesvöll hér á forsíðu Golf1.is) Það er orðið sneisafullt í mótið. Einn rástími var samt að losna og er hann kl. 8:20 svo nú er um að gera að skrá sig!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 11:00
Golfkeppnin á Unglingalandsmótinu hófst í gær

Golfkeppnin á Unglingalandsmótinu hófst í gær, fimmtudaginn 31.júlí og eru 50 þátttakendur skráðir til leiks í þremur flokkum. Flokkar 14-15 ára og 16-18 ára hófu leik í gær kl.15:00 og voru allir ræstir út á sama tíma. Þessir flokkar spiluðu 18 holur í gær og byrjuðu síðan kl.08:00 í fyrrmálið, föstudaginn 1.ágúst og spila þá einnig 18 holur. Áætlað er að verðlaunaafhending fyrir þennan hóp verði síðan í dag, föstudaginn 1.ágúst kl.14:15 í golfskálanum að Hlíðarenda, á Sauðárkróki. Flokkur 11-13 ára spilar 18 holur og verða þau ræst út kl.14:00 í dag, föstudaginn1.ágúst. Mæting eigi síðar en 13:30. Áætlað er að leik verði lokið þar upp úr kl.19:00 og verðlaunaafhending Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 10:00
GHG: Elvar Aron fékk ás!

Síðasta dag júlímánuðar 2014 fór Elvar Aron holu í höggi á par-3 7. brautinni á Gufudalsvelli í Hveragerði. Golf 1 óskar Elvari Aron innilega til hamingju með draumahöggið!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 06:50
PGA: Marc Leishman efstur á WGC Bridgestone Inv. – Hápunktar 1. dags

Það er Ástralinn Marc Leishman sem er efstur eftir 1. dag WGC Bridgestone Invitational sem hófst í gær á Firestone vellinum í Ohio, í Bandaríkjunum. Leishman lék 1. hring á Bridgestone mótinu á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum. Fast á hæla hans, aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 65 höggum, hver eru þeir Justin Rose, Ryan Moore og Charl Schwartzel. Rickie Fowler deilir 5. sæti ásamt 3 öðrum á 3 undir pari, 67 höggum. Tiger er með í mótinu og verður að sýna stjörnuleik ætli hann sér að komast sjálfkrafa í Ryder bikars lið Bandaríkjanna. Tiger lék 1. hring á 2 undir pari, 68 högum og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 22:00
Viðtalið: Guðmundur Oddsson, formaður GKG

Viðtalið í kvöld er við formann Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, en klúbburinn hélt um síðustu helgi stórglæsilegt Íslandsmót í höggleik, sem formaðurinn á veg og vanda af að hafa fengið að halda á afmælisárinu eftir formannsfund úti í Vestmannaeyjum 2006. Hér verður sjónum beint að golfástundun formannsins: Fullt nafn: Guðmundur Oddsson. Klúbbur: GKG. Hvar og hvenær fæddistu? Austur á Norðfirði, sumardaginn fyrsta, 22. apríl 1943. Hvar ertu alinn upp? Pabbi var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Norðvirði til 1960, þá fær hann skólastjórastöðu hér í Kópavogi. Við bræðurnir, Bergvin og ég, vorum í sveit í Langadal í 6 ár 10-16 ára á afskekktum bæ þar sem ekki var vatn og rafmagn. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 19:44
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Viðtal við Íslandsmeistarann í höggleik 2014 —————- Birgi Leif Hafþórsson

Hér á eftir fer viðtal við Íslandsmeistarann í höggleik 2014, Birgi Leif Hafþórsson, GKG. Þetta er í 6. skiptið sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari og er hann þar með búinn að jafna við þá Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara og Björgvin Þorsteinsson, GA, en þessir 3 hafa oftast orðið Íslandsmeistarar í höggleik, 6 skipti hver. Hér fer viðtalið: 1. Af Íslandsmeistaratitlunum 6 sem þú hefir unnið í höggleik, hvaða sigur er eftirminnilegastur og af hverju? Birgir Leifur: Sá fyrsti vegna þess að hann var í Vestmannaeyjum og er ég hálfur Eyjapeyji því öll móðirættin mín er frá Eyjum. Sjötti vegna þessa að hann var á heimavelli mínum GKG og jöfnun á meti. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Birkir Þórisson – 31. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Birkir Þórisson. Helgi Birkir er fæddur 31. júlí 1975 og er því 39 ára í dag. Helgi Birkir er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Sjá má viðtal Golf1 við Helga Birki með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (55 ára) ….. og …… Árni Snævarr Guðmundsson · 47 ára Þorvaldur Í Þorvaldsson · 57 ára Víðir Jóhannsson, GÞH (58 ára) Kolbrún Rut Olsen (18 ára) Hss Handverk (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 14:00
GR: Opið unglingamót miðvikudaginn 6. ágúst á Korpúlfsstaðavelli – í tilefni 80 ára afmæli GR

Í tilefni að 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið glæsilegt opið unglingamót á Korpúlfsstaðavelli fyrir unglinga í aldursflokkum 12 ára og yngri og upp til 18 ára aldurs. Keppt verður í 8 mismunandi flokkum. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá drengjum og 28 hjá stelpum. Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í hverjum flokki. Þar að auki verða veitt stórglæsileg verðlaun fyrir besta skor í karla og kvennaflokki. Allir flokkar í mótinu leika 18 holur. Sá hluti sem leikinn verður í mótinu er Landið/ Áin. Ræsing og skráning Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 29. júlí kl.10:00 á www.golf.is og lýkur skráningu mánudaginn 4. ágúst kl. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

