Frá Grænanesvelli á Neskaupsstað – einum sérstakasta vellinum að mati Óðins Þórs
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 11:25

GN: Einn rástími 8:20 enn laus í Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar!

Stærsti viðburður Golfklúbbs Neskaupsstaðar, Neitaflug GN og Síldarvinnslunnar fer fram á morgun og hefst snemma kl. 7:30!

Þessa dagana er frábært golfveður á Austurlandi um 10° hiti og sól,

Og samkvæmt yr.no norsku veðurspástöðinni lítur út fyrir að um Verslunarmannahelgina verði flott veður á Neskaupsstað (Sjá veðurspá fyrir Grænanesvöll hér á forsíðu Golf1.is)

Það er orðið sneisafullt í mótið. Einn rástími var samt að losna og er hann kl. 8:20 svo nú er um að gera að skrá sig!!!