Gerður Hrönn, GR ásamt föður sínum Ragnari Baldurssyni. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 14:00

GR: Opið unglingamót miðvikudaginn 6. ágúst á Korpúlfsstaðavelli – í tilefni 80 ára afmæli GR

Í tilefni að 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið glæsilegt opið unglingamót á Korpúlfsstaðavelli fyrir unglinga í aldursflokkum 12 ára og yngri og upp til 18 ára aldurs. Keppt verður í 8 mismunandi flokkum. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá drengjum og 28 hjá stelpum. Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í hverjum flokki. Þar að auki verða veitt stórglæsileg verðlaun fyrir besta skor í karla og kvennaflokki. Allir flokkar í mótinu leika 18 holur. Sá hluti sem leikinn verður í mótinu er Landið/ Áin.

Ræsing og skráning
Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 29. júlí kl.10:00 á www.golf.is og lýkur skráningu mánudaginn 4. ágúst kl. 16:00. Ræst verður út frá kl.8:00. Keppendum verður raðað af handahófi á rástíma efir flokkum. Rástímar verða birtir á www.golf.is á þriðjudeginum 5. ágúst kl.12:00.

Hámark 168 keppendur geta tekið þátt í 80 ára Unglingamóti Golfklúbbs Reykjavíkur. Mótið skiptist niður í fjóra aldursflokka. Í hverjum aldursflokki verða hámark 42 keppendur þar af verða 30 strákar og 12 stelpur. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum flokki ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvern flokk fyrir sig. Þ.e.a.s 30 forgjafar lægstu strákarnir og 12 forgjafar lægstu stelpurnar í þeim flokki komast í mótið. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða. Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhvern ákveðin flokk má mótsstjórn bæta við keppendum úr öðrum aldursflokkum. Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum.

Flokkar
Piltaflokkur         17 – 18 ára          30 keppendur      Gulir teigar       2.000 kr.
Stúlknaflokkur     17 – 18 ára          12 keppendur      Rauðir teigar     2.000 kr.
Drengjaflokkur     15 – 16 ára          30 keppendur      Gulir teigar       2.000 kr.
Telpnaflokkur      15 – 16 ára          12 keppendur       Rauðir teigar    2.000 kr.
Strákaflokkur      14 ára og yngri      30 keppendur      Gulir teigar       2.000 kr.
Stelpuflokkur      14 ára og yngri      12 keppendur      Rauðir teigar     2.000 kr.
Hnokkar            12 ára og yngri       30 keppendur      Gull teigar        1.000 kr.
Hnátur              12 ára og yngri      12 keppendur       Gull teigar        1.000 kr.
Heildarfjöldi 168 keppendur

Kylfuberar
Í flokkum 15 – 16 ára og 17 – 18 ára eru kylfuberar óheimilir, nema með leyfi mótsstjórnar.
Í flokki 12 ára og yngri og 14 ára og yngri eru kylfuberar heimilir, sbr. 8. lið almennra keppnisskilmála GSÍ og golfreglu 6-4.

Verðlaun – Punktakeppni

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 5. sæti í öllum aldursflokkum.
1.    Sæti = Gjafabréf að andvirði 20.000 kr. í Örninngolf
2.    Sæti = Gjafabréf að andvirði 15.000 kr. í Örninngolf
3.    Sæti = Gjafabréf að andvirði 10.000 kr. í Örninngolf
4.    Sæti = Gjafabréf að andvirði 7.000 kr. í Örninngolf
5.    Sæti = Gjafabréf að andvirði 5.000 kr. í Örninngolf

Besta skor

Veitt verða ein verðlaun í karlaflokki og ein verðlaun í kvennaflokki. Í verðlaun verður glæsilegt hjól frá Örninn hjólaverslun:

Að loknu móti verður hamborgaraveisla í boði fyrir alla keppendur í boði Eimskip sem er aðalstyrktaraðili Golfklúbbs Reykjavíkur.