
Viðtalið: Guðmundur Oddsson, formaður GKG
Viðtalið í kvöld er við formann Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, en klúbburinn hélt um síðustu helgi stórglæsilegt Íslandsmót í höggleik, sem formaðurinn á veg og vanda af að hafa fengið að halda á afmælisárinu eftir formannsfund úti í Vestmannaeyjum 2006. Hér verður sjónum beint að golfástundun formannsins:
Fullt nafn: Guðmundur Oddsson.

Guðmundur Oddsson, formaður GKG í ræðustól. Mynd: gsimyndir.net
Klúbbur: GKG.
Hvar og hvenær fæddistu? Austur á Norðfirði, sumardaginn fyrsta, 22. apríl 1943.
Hvar ertu alinn upp? Pabbi var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Norðvirði til 1960, þá fær hann skólastjórastöðu hér í Kópavogi. Við bræðurnir, Bergvin og ég, vorum í sveit í Langadal í 6 ár 10-16 ára á afskekktum bæ þar sem ekki var vatn og rafmagn. Þar uppliðfum 19. öldina um miðja 20. öldina.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er fyrrverandi skólastjóri Kársnesskóla og formaður GKG síðan 2005. Fyrstu árin 1964-1974 var ég í almennri kennslu. Síðan varð ég yfirkennari MK og síðan 1984 skólastjóri Þinghólsskóla og hann er síðan sameinaður Kársnesskóla 2001. Árið 2004 hætti ég, 61 árs, skv. 95 ára reglunni og hefði getað hætt 58 ára. Ég kenndi allan tímann með háskólanum – en var í 3 ár að fá full kennsluréttindi. Ég kenndi alltaf á unglingastiginu – kann ekki að meðhöndla yngri krakka (vildi hafa líf og fjör í kringum mig). Ég hef verið formaður Íslandspósts frá 1998 og var lengi formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins.
Ég ætlaði ekki að verða formaður GKG – hafði aldrei óskað eftir því – en var þar áður formaður í knattspyrnudeildar Breiðabliks í 3 ár. Formannstarfið hefir þó verið skemmtilegt en ég hef alltaf haft frábært fólk í kringum mig (hvað framskvæmdarstjóra snertir er ég búinn að starfa með þeim öllum t.a.m. Hákon Sigurðsson og Björn Árnason sem voru og eru úrvalsmenn).

Guðmundur segir úrvalsmenn vera í GKG.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur á 3 dætur. Konan mín Sóley og dóttir mín Sigrún spila golf – Sigrún dró m.a. fyrir Sigurbjörn Þorgeirsson, GÓ á Íslandsmótinu. Hún fékk m.a. 49 punkta á meistaramótinu hjá okkur og vann sinnn flokk. Barnabörnin eiga græjurnar og þau eiga eftir að spila.
Eru barnabörnin í GKG? Þau eru ölll í GKG …. hvert eiga þau að fara annað?
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég held því fram að ég hafi byrjað 1997.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég bara veit það ekki – ég þurfti að fá einhverja hreyfingu – Tengdapabbi hefir haft sín áhrif – ég var að skutla honum og fara með hann og hann hafði svo gaman af þessu. Ég byrjaði eiginlega 40 árum of seint – sé eftir að hafa ekki byrjað miklu fyrr, þá gæti maður kannski eitthvað.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? GKG átti að vera skógarvöllur – við erum búin að planta þúsundum trjáa – svo vaxa þau -völlurinn var hálf náttúrulaus og meðan hann var plöntulaus var hann hálf snauður. Ég kann ágætlega við báðar tegundir valla.
Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Ég hef sáralitla reynslu af holukeppni Vann eeinhvern tímann í holukeppni á grísahöggum Svarið verður að vera stutt ég hef gaman af höggleik. Hann gefur vísbendingu hvernig þú stendur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Vellirnir á GKG.

Horft yfir Leirdalsvöll – einn uppáhaldsgolfvalla Guðmundar. . Mynd: Golf 1
Hefur þú spilað alla velli á Íslandi? Nei. En ég hef spilað mjög víða. Mér líkar t.d. við Keilisvöllinn, völlinn í Þorlákshöfn, Grindavík og upp á Skaga – Skeggjabrekkuvöll á Ólafsfirði og Grænanesvöllur á Nestkaupsstað en hann er svo vel hirtur og flottur og menn á Norðfirði fá stóran plús fyrir þá umhyggju sem þeir bera fyrir honum. Þaðan eru margar sögur af hvað samheldnin er mikil.

Golfskálinn á Grænanesvelli á Neskaupsstað. Þar finnst Guðmundi m.a. samheldnin vera mikil
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Hespería, frændi minn býr í Alicante þetta er svona 1 klst keyrsta á völlinn. Svo vorum við úti i Ameríku – þar eru bara flottir vellir.

Frá Hesperia golfvellinum nálægt Alicante á Spáni – einum uppáhaldsgolfvalla Guðmunar erlendis – Honum finnst jafnframt allir vellir í Ameríku flottir.
Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Hólsvöllur á Siglufirði- vegna þess að á 2. brautinni vissi ég ekki hvert ég var að slá – maður þarf að fara upp hólinn.

Golfskáli Golfklúbbs Siglufjarðar að Hóli. Að baki golfskálanum er ein 2. brautin sem er ein sérstakasta braut sem Guðmundur hefir spilað Mynd: Golf 1.
Hvað ertu með í forgjöf? Það er sorgarsaga Ég var kominn í 15,7 og er nú í 20,8.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 85 í Leirdalunum.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Hef spilað Leirdalinn á 85 höggum.
Hefur þú farið holu í höggi? Nei.
Spilar þú vetrargolf? Nei. Frá og með september til og með maí eru golfkylfur ekki snertar.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er eiginlega nestislaus – er með Sprite og hugsanlega Prins Póló. Síðan laumast með 1 og 1 banani. Ég er annars mjög neyslugrannur í golfi. Það getur farið svo að ég sé hring eftir hring með sama Prins Póló stykkið í pokanum.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég er nú hræddur um það. Ég er margfaldur Íslandsmeistari í öldungablaki – og var lengi varaformaður Blaksambandsins. Ég er eiginlega upphafsmaður að öldungablaki, sem er með eitt stærsta íþróttamótið í blakinu nú.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sko, ég gæti nefnt ýmislegt grillaður humar eða grillaðar kótelettur að hætti Sóleyjar, hún leggur þetta í þvílíkt flottan lög og ég grilla þetta síðan; Uppáhaldsdrykkur? Veit það ekki, jú mér finnst Sprite ótrúlega gott Uppáhaldsbók? Ég á enga uppáhaldsbók – er lítill lestrarhestur – las mikið á árum áður – tala frekar við fólk heldur heldur en að bora mér niður og fara að lesa. Annars er Laxness í uppáhaldi og sérstaklega ein setning úr Innansveitarkróniku, sem er merkingarlítil eða laus: „Gott kaffi, er gott ef það er gott.” Uppáhaldstónslist? Ég er svo mikil alæta á tónlist – uppáhaldsmenn mínir eru Paul Simon , Jimmy Reeves og Björgvin Halldórsson – þeir eru flottir í sínum lögum Uppáhaldskvikmynd; Ég horfi stundum á myndir, en er oft kominm fram í miðja mynd – þegar ég átta mig á að ég er búinn að sjá hana – Þegar ég var krakki í Norðfirði greyptist Rauði sjónræninginn með Burt Lancaster í hugann. Ég segi bara hana til að svara einhverju, mér fannst hún svakalega flott. Uppáhaldsgolfbók: Það er golfbók eftir Jack Nicklaus, sem ég man ekki nafnið á.
Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já, Footjoy.

Guðmundur Oddsson, formaður GKG. Mynd: Golf 1
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Annika Sörenstam Kk: Mér finnst ekkert mót vera nema Tiger Woods sé með. Mér finnst síðan Adam Scott líka flottur. Af innlendum: Birgir Leifur Hafþórsson og Ragnhildur Sigurðdóttur. Við eigum svo mikið af flottum kylfingum í GKG t.d. Ragnar Má og svo má ekki gleyma stórhöfðinigja eins og Úlfar Jónsson en hann spilaði Leirdalinn á 69 höggum og vann Forsetabikarinn í dag (30. júlí 2014).
Hvert er draumahollið? Ég og….. Adam Scott, Tiger og Rory. Efast samt um að ég myndi vinna þá.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum eru 14 kylfur. Hvað uppáhaldskylfuna snertir þá var það fram að sumrinu í sumar 6-an. Hún reyndist mér í hörungum mínum út á braut sem töfrasproti en hún hefir svikið mig í sumar. Er hálfmunaðarlaus hvað uppáhaldskylfu snertir.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég byrjaði hjá Magnúsi Birgissyni sem þá kenndi hjá GKG, en þrátt fyrir aðra afbragskennara sem GKG hefir verið með hef ég aldrei verið hjá neinum öðrum. Og svo var ég hjá Sigurði Hafsteinssyni.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Derrick Moore.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að hafa bara áfram gaman af þessu hvorutveggja.
Hvað finnst þér best við golfið? Bara félagsskapurinn og hreyfingin. Golfið heldur mönnum bara gangandi.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Allir segja að golfið sé milli eyrnanna – það hefir komið fyrir að það hefir vantað andann og þá hef ég ekki vitað hvar hann er – mér finnst hann stundum yfirgefa mig þegar höggin eru út úr korti. Þá bölsótast ég út í sjálfan mig, en það er ekki í neinni vonsku við einn né neinn. Annars er þessi andlegi þáttur bölvað kjaftæði. Ef menn eru þokkalega normal, þá er leikurinn í lagi.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Hvernig í veröldinni ætti ég að gefa ráð? Jú, kannski menn verða bara að halda ró sinni, vera stilltir og ….. koma í GKG.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024