Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 13:00

Sveitakeppni GSÍ: GK sigraði GSE

Hérna eru „breaking news“ frá 1. deild karla í Sveitakeppni GSÍ. Sveit Golfklúbbsins Keilis var nú rétt í þessu að sigra sveit GSE í A-riðli!!! Eins voru þær fréttir að berast úr B-riðli að sveit Golfklúbbs Reykjavíkur hafi sigrað sveit GKG., en GR var þar áður búið að tapa báðum leikjum sínum, fyrir GB og NK. Eftir 3. umferð er staðan því eftirfarandi: 1. sæti í A-riðli GK  – innbyrðis sigrar 12 2. sæti í A-riðli GSE – innbyrðis sigrar 10 3. sæti í A-riðli GS – – innbyrðis sigrar 5 4. sæti í A-riðli GL – innbyrðis sigrar 3   1. sæti í B-riðli GKG – innbyrðis sigrar 9 2. sæti í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 12:45

Giulia Molinaro næsta golfstjarna Ítala?

Giulia Molinaro hefir vakið athygli á sér fyrir góðan leika á Meijers LPGA Classic í Michigan. Hún er í hálfleik mótsins í 10. sæti á samtals 4 undir pari, aðeins 6 höggum á eftir forystukonunni Inbee Park. Giulia fæddist 23. júlí 1990 og er því nýorðin 24 ára. Hún á sér nokkuð sérstaka ævi en aðeins nokkurra mánaða gömul fluttist hún til Kenya með foreldrum sínum, þar sem faðir hennar var að flýja herskyldu á Ítaliu, en hann kaus fremur að ljúka læknanámi sínu í Afríku heldur en að fara í herinn. Hér má sjá góða grein um þennan hlut ævi Molinaro, í góðri grein SYMETRA SMELLIÐ HÉR:  Eins má sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 12:00

LPGA: Inbee Park á toppnum í Michigan í hálfleik

Staðan hefir heldur betur breyst frá 1. keppnisdegi á Meijer LPGA Classic, en mótið fer fram í hinum glæsilega Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan. Nú er það fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem komin er í 1. sætið með jafnan og stöðugan leik, á samtals 10 undir pari (66 66). Í 2. sæti eftir glæsihring upp á 64 er norska frænka okkar Suzann Petterson og er hún aðeins 1 höggi á eftir Inbee, þ.e. á samtals 9 undir pari (69 64). Í 3. sæti er síðan Mirim Lee, sem deildi lægsta skorinu með Suzann 64 höggum á 2. hring og er á samtals á 8 undir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 11:00

Sveitakeppni GSÍ: Kjalarsveitin efst í A-riðli í 2. deild karla e. fyrstu 2 umferðir

Önnur deild karla í sveitakeppni GSÍ spilar á Kiðjabergsvelli og hófust leikar í gær. Leikið er í tveimur riðlum: A- og B-riðlum. Í A-riðli er sveit Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ efst en hún vann báða leiki sína gegn GJÓ (Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík) og GG (Golfklúbbi Grindavíkur).  GKB sveit Golfklúbbs Kiðjabergs er hins vegar með enginn unninn leik en sveitin tapaði báðum leikjum sínum gegn GJÓ og GG, en þær sveitir eru því með 1 unnin leik hvor. Í B-riðli leika sveitir GÓ (Golfklúbbs Ólafsfjarðar); sveit GV (Golfklúbbs Vestmannaeyja); GA (Golfklúbbs Akureyrar) og GHR (Golfklúbbs Hellu Rangárvöllum).  Staðan í B-riðli er sú að GÓ og GV unnu báða leiki sína Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 10:00

LET Access: Valdís Þóra bætti sig á 2. hring … en komst ekki gegnum niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL,  tók þátt í Ingarö Ladies Open í Svíþjóð, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð eftir 2. hringinn í gær. Valdís Þóra lék samtals á 10 yfir pari, (76 74) og bætti sig því um 2 högg frá fyrri degi, en það dugði ekki til. Niðurskurður var miðaður við 7 yfir pari, þannig að Valdís Þóra var aðeins 3 höggum frá því að ná niðurskurði. Í efsta sæti eftir 2. hring voru enski kylfingurinn Georgia Hall og svissneski kylfingurinn Caroline Rominger, báðar á samtals 4 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Ingarö Ladie Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 09:00

Rory í forystu á PGA Championship – Hápunktar 2. dags

Það er Rory McIlroy sem er í forystu eftir 2. dag PGA Championship risamótsins. Hann lék 2. hring á 4 undir pari, 67 höggum; hring þar sem hann fékk 1 örn, 4 fugla og 2 skolla. Samtals er Rory búinn að spila á 9 undir pari (66 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Rory eru gamla brýnið Jim Furyk og  ástralski kylfingurinn Jason Day, sem enn á eftir að sigra í 1. risamóti sínu.  Skyldi hans tími vera kominn?  ….. eða á Rory eftir að reynast honum of erfiður andstæðingur yfir helgina? Ýmsir aðrir sækja á líka.  Fjórða sætinu deila Rickie Fowler, finnski kylfingurinn Mikko Illonen og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 08:00

Tiger komst ekki gegnum niðurskurð

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship mótinu í gær. Hann lék seinni hringinn líka á 3 yfir pari, 74 höggum og var samtals á 6 yfir pari, sem einfaldlega var ekki nógu gott til þess að hann fengi að spila um helgina Í þessu sambandi er e.t.v. rétt að rifja upp Tiger fyrir 14 árum, árið 2000, á sama golfvelli, hinum Jack Nicklaus hannaða Valhalla golfvelli í Kentucky, en það var einmitt árið sem Nicklaus spilaði í síðasta sinn í PGA Championship Nicklaus sagði m.a. eftirfarandi þegar hann var beðinn um að rifja upp  þetta mót: „Ég man ekki mikið af því hvernig ég spilaði nema Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 04:00

Sveitakeppni GSÍ: Sveit Keilis efst eftir fyrstu 2 umferðir

Sveitakeppni GSí í efstu deild karla fer nú fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru. Fyrstu tvær umferðirnar fóru fram í gær og er keppt í tveimur riðlum: A- og B- riðlum. Í A-riðli spila Keilir, Setberg, GS og Leynir og er staðan sú eftir fyrstu tvær umferðirnar í þeim riðli að Keilir og Setberg hafa unnið báða leiki sína gegn GS og Leyni, hvort en Keilir er þó með fleiri innbyrðis sigra eða 9.  Í viðureigninni gegn Leyni vann Keilis-liðið alla 5 leiki sína og í viðureigninni gegn GS vannst allur nema  1 leikur, en það var einn tvímenningsleikurinn, þar sem Bjarni Þór Sigurðsson, GS hafði betur gegn andstæðingi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson.  Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og er því 29 ára í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007.  Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson  ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour keppnistímabilið 2009, þar sem hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 11:00

Darren Clarke í „jólasveinabúningi“ á PGA Championship

Úff, er Darren Clarke farinn að taka eftir John Daly og vera í áberandi klæðnaði til þess að vekja athygli á sér? Hann var nefnilega í „jólasveinabúningi“ eða a.m.k. einhverju sem líktist því (rauðum buxum hvítum bol með hvítt skegg 🙂 á 1. hring PGA Championship í gær.. En Clarke er ekki haldinn yfir um mikilli athglisþörf, ástæða klæðnaðarins er einföld: hann tapaði veðmáli fyrir Lee Westwood. Westwood vann nefnilegaDunlop Par Three Challenge – keppni sem var í gangi milli þeirra tveggja, um hver væri á betra skori ef bara væru lögð saman skor á par-3 holum í 3 fyrstu risamótum ársins. Clarke er nú búinn að láta sér vaxa Lesa meira