Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 10:00

LET Access: Valdís Þóra bætti sig á 2. hring … en komst ekki gegnum niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL,  tók þátt í Ingarö Ladies Open í Svíþjóð, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð eftir 2. hringinn í gær.

Valdís Þóra lék samtals á 10 yfir pari, (76 74) og bætti sig því um 2 högg frá fyrri degi, en það dugði ekki til.

Niðurskurður var miðaður við 7 yfir pari, þannig að Valdís Þóra var aðeins 3 höggum frá því að ná niðurskurði.

Í efsta sæti eftir 2. hring voru enski kylfingurinn Georgia Hall og svissneski kylfingurinn Caroline Rominger, báðar á samtals 4 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Ingarö Ladie Open SMELLIÐ HÉR: