Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 09:00

Rory í forystu á PGA Championship – Hápunktar 2. dags

Það er Rory McIlroy sem er í forystu eftir 2. dag PGA Championship risamótsins.

Hann lék 2. hring á 4 undir pari, 67 höggum; hring þar sem hann fékk 1 örn, 4 fugla og 2 skolla.

Samtals er Rory búinn að spila á 9 undir pari (66 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Rory eru gamla brýnið Jim Furyk og  ástralski kylfingurinn Jason Day, sem enn á eftir að sigra í 1. risamóti sínu.  Skyldi hans tími vera kominn?  ….. eða á Rory eftir að reynast honum of erfiður andstæðingur yfir helgina?

Ýmsir aðrir sækja á líka.  Fjórða sætinu deila Rickie Fowler, finnski kylfingurinn Mikko Illonen og Ryan Palmer; allir á samtals 7 undir pari, hver.

Sjöunda sætinu deila svo Phil Mickelson og austurríski kylfingurinn Bernd Wiesberger, á samtals 6 undir pari, hvor.

Tiger náði ekki niður skurði eftir leik upp á 6 yfir pari (74 74).

Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: