Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 04:00

Sveitakeppni GSÍ: Sveit Keilis efst eftir fyrstu 2 umferðir

Sveitakeppni GSí í efstu deild karla fer nú fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru.

Fyrstu tvær umferðirnar fóru fram í gær og er keppt í tveimur riðlum: A- og B- riðlum.

Í A-riðli spila Keilir, Setberg, GS og Leynir og er staðan sú eftir fyrstu tvær umferðirnar í þeim riðli að Keilir og Setberg hafa unnið báða leiki sína gegn GS og Leyni, hvort en Keilir er þó með fleiri innbyrðis sigra eða 9.  Í viðureigninni gegn Leyni vann Keilis-liðið alla 5 leiki sína og í viðureigninni gegn GS vannst allur nema  1 leikur, en það var einn tvímenningsleikurinn, þar sem Bjarni Þór Sigurðsson, GS hafði betur gegn andstæðingi sínum Rúnari Arnórssyni, GK, vann með minnst mun 1&0.

Golfklúbbur Setbergs vann hins vegar alla 5 leiki sína gegn GS; en mun naumara var í viðureigninni gegn Leyni þar sem einungis unnust 3 leikir; GSE tapaði í fjórmenningnum og eins vann Hannes Marinó Ellertsson, GS; Helga Anton Eiríksson, 4&2 í tvímenningsleiknum.

Í B-riðli spila GB, GKG, GR og NK.  Í þeim riðli er GKG efst með 7 unnar innbyrðis viðureignir eftir leiki við GB og NK.  Nokkra athygli vekur að GR tapaði báðum leikjum sínum við GB og NK og eru því GB og NK bæði með 1 unninn leik – NK þó með fleiri innbyrðis sigra eða 5 talsins.