Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 10:55
LPGA: Lexi Thompson og Meena Lee efstar á Wegmans

Í gær hófst á golfvelli Monroe Golf Club í New York, Wegmans LPGA Championship. Efstar eftir 1. dag eru þær Lexi Thompson og Meena Lee, en báðar léku þær 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Aðeins 1. höggi á eftir í 3. sæti eru þær Jennifer Kirby frá Kanada; Lisa McCloskey frá Kólombíu og Brittany Lincicome, eins og segir á 5 undir pari 67 höggum. Kínverski kylfingurinn Shanshan Feng og Cristie Kerr frá Flórída deila síðan 6. sætinu á 4 undir pari og heill hópur 8 kylfinga deilir 8. sætinu á 3 undir pari þ.á.m. sænski kylfingurinn Anna Nordqvist. Lydia Ko er sem stendur í 16. sæti (sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 10:25
Heiða og Davíð á leið til Tyrklands – unnu kr. 600.000 með VITA ferðum í Atlantsolíulykilsleik – Myndskeið

Núverandi klúbbmeistari Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, Davíð Gunnlaugsson og unnusta hans Heiða Guðnadóttir, GKJ, klúbbmeistari Kjalar í kvennaflokki 2012 eru á leið til Tyrklands eftir að Davíð vann kr. 600.000 ferðavinning með ferðaskrifstofunni VITA ferðum í Atlantsolíuldælulykilsleik. Davíð var afhentur vinningurinn í grillveislu í góða veðrinu á dögunum og las hann vinningsbréfið upphátt. Gaman er að sjá hvað vinningurinn kom þeim skötuhjúum í opna skjöldu en það má sjá á myndskeiði með því að SMELLA HÉR: Góða ferð til Tyrklands elsku Davíð og Heiða og til hamingju með vinninginn!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 10:00
Íslensku keppendurnir fóru fyrstir út á Brabants Open

Fjórir íslenskir kylfingar eru meðal keppenda á Brabants Open sem fram fer í Hollandi og hófst í dag Þetta er þeir Bjarki Pétursson, GB og Ísak Jasonarson, GK en þeir voru í fyrstu tveimur ráshópum sem fór út af 1. teig og Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem fóru út af 10. teig, sjá nánar með því að SMELLA HÉR: Snemma dags er Bjarki Pétursson einn af þeim sem deilir efsta sæti (en hann á aðeins 3 holur óspilaðar þegar þetta er ritað) – Bjarki hefir nú nýlokið hring sínum (ritað kl. 10:14) að íslenskum tíma og lék hann á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 09:45
GÍ: Ásgeir Guðmundur með ás!

Í Bæjarins Bestu á Ísafirði segir á eftirfarandi máta um afrek Ásgeirs: „Hin (sic) bráðefnilegi kylfingur úr GÍ, Ásgeir Guðmundur Gíslason, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Tungudalsvelli í gærkvöldi. Draumahöggið átti hann á 7. braut sem er 107 metra par 3 braut með mikilli hækkun og því sést ekki á flötina frá teignum. Félagar hans heyrðu þó þegar að boltinn hitti stöngina en vissu ekki að boltinn hefði endað í holunni. Því varð mikill bægslagangur í þeim félögum er hið sanna kom í ljós og mikil fagnaðarlæti brutust út svo undir tók í Tungudalnum. Mikil keppni hefur verið í golfi þessa vikuna á milli Ásgeirs Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 09:30
PGA: Villegas í efsta sæti e. 1. dag Wyndham Championship

Það er kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas sem er í efsta sæti eftir 1. dag Wyndham Championship, sem hófst í gær í Sedgefield CC í Greensboro, N-Karólínu. Villegas lék á glæsilegum 7 undir pari, 63 höggum!!! Villegas skilaði „hreinu“ þ.e. skollalausu skorkorti og fékk 1 örn og 5 fugla – fallegra gerist það varla. Gaman að sjá Villegas aftur efstan á skortöflum, en maðurinn með kongólóarpúttstöðuna frægu hefir ekki sést ofarlega á skortöflum golfheimsins í þó nokkuð langan tíma Í 2. sæti eru „heimamaðurinn“ Webb Simpson (sem sigraði þegar Ólafur Björn tók þátt í Wyndham mótinu 2012) og William McGirt, aðeins 1 höggi á eftir Villegas, báðir á 6 undir pari, hvor, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 09:00
Bakið er að reynast Tiger dýrt – fyrirséð tap hans a.m.k. $ 8 milljónir

Bakmeiðslin eru að reynast Tiger Woods dýrkeypt. Ekki bara er hann að missa af Ryder Cup heldur einnig nokkrum mótum þar sem talið er að hann fái $2 milljónir bara fyrir það að mæta. Tiger tilkynnti að hann muni ekki snúa sér aftur að golfleik fyrr en í World Challenge móti sínu í Orlando, Flórida, snemma í desember. Það þýðir að fyrir utan Ryderinn missir hann af the America’s Golf Cup í Argentínu, sem fram fer í fyrsta skiptið í ár og átti Tiger að fá $4 milljónir fyrir það eitt að mæta þar. Auk þess voru á dagskrá tvö sýningarmót í Asíu, en fyrir að taka þátt í þeim átti Tiger Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 16:40
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lék 1. hring á 2 undir pari í Hyvinkää, Finnlandi

Sexfaldur Íslandsmeistari í högglleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir lokið leik á 1. keppnisdegi í Vacon Open mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum á Kytäjä Golf, í Hyvinkää, Finnlandi, en völlurinn þykir níðingslega þungur. Skorkortið var skrautlegra en oft áður, en Birgir Leifur fékk glæsilegan örn, 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba á hringnum í dag. Það eru 156 þátttakendur í mótinu og sem stendur er Birgir Leifur í 31. sæti. Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Vacon Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 16:30
Afmæliskylfingur dagsins: Bergur Rúnar Björnsson – 14. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Bergur Rúnar Björnsson. Bergur Rúnar er fæddur 14. ágúst 2014 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Bergur Rúnar er í Golfklúbbi Ólafsfjarðar og leikur m.a. á Eimskipsmótaröðinni í ár og var í sveit GÓ sem varð í 2. sæti í 2. deild og leikur því í 1. deild á næsta ári! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bergur Rúnar Björnsson (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst 1942 (72 ára); José Eusebio Cóceres. 14. ágúst 1963 (51 árs); Paul Broadhurst, 14. ágúst Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 16:00
GSÍ 72 ára í dag!!!

Í dag fyrir nákvæmlega 72 árum í dag, þ.e. 14. ágúst 1942, hittust 10 menn í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni og stofnuðu formlega samband þeirra 3 golfklúbba, sem þá voru í landinu. Frumherjarnir voru þess fullvissir að sameining kraftanna á hinum félagslega vettvangi myndi auðvelda framgang íþóttarnnar. Framsýni þessara manna reyndist heillaspor, stórt skref í að efla golfið á Íslandi. Golfsambandið varð síðan brautryðjandi á þann hát að það var fyrsta sérsambandið sem gekk í ÍSÍ. […] Golfíþróttin átti í fyrstu erfitt uppdráttar á Íslandi og þá fyrst og fremst vegna aðstöðuleysis. Á síðustu 3 áratugum hefur hins vegar orðið bylting, sumir tala um hana sem golfsprengju. Fleiri og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 15:45
LET Access: Glæsilegur árangur Valdísar Þóru!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í Ladies Norwegian Challenge, en mótið var stytt úr 3 í 2-hringja vegna veðurs. Valdís Þóra lék báða hringina á 2 yfir pari, 148 höggum (74 74) og varð T-8 í mótinu, þ.e. deildi 8. sætinu með 3 öðrum keppendum. Þetta er glæsilegt og besti árangur Valdísar Þóru til þessa á LET Access. Sjá má lokastöðuna á Ladies Norwegian Challenge með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

