Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 16:00

GSÍ 72 ára í dag!!!

Í dag fyrir nákvæmlega 72 árum í dag, þ.e. 14. ágúst 1942,  hittust 10 menn í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni og stofnuðu formlega samband þeirra 3 golfklúbba, sem þá voru í landinu.

Frumherjarnir voru þess fullvissir að sameining kraftanna á hinum félagslega vettvangi myndi auðvelda framgang íþóttarnnar.

Framsýni þessara manna reyndist heillaspor, stórt skref í að efla golfið á Íslandi.

Golfsambandið varð síðan brautryðjandi á þann hát að það var fyrsta sérsambandið sem gekk í ÍSÍ.

[…] Golfíþróttin átti í fyrstu erfitt uppdráttar á Íslandi og þá fyrst og fremst vegna aðstöðuleysis.  Á síðustu 3 áratugum hefur hins vegar orðið bylting, sumir tala um hana sem golfsprengju. Fleiri og fleiri iðkendur hafa kallað á bætta aðstöðu og nú er svo komið að á Íslandi eru fleiri golfvellir [65] en nokkurs staðar annars staðar í heiminum ef miðað er við fólksfjölda [og hefir aðildarklúbbum GSÍ því fjölgað jafnt og þétt].

Golf 1 óskar GSÍ til hamingju með 72 ára afmælið!!!

(Textinn er að mestu leyti hluti formálsorða fv. forseta GSÍ Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar í bókinni glæsilegu Golf á Íslandi!)