Camilo Villegas – kylfingurinn kynþokkafulli í kongólóarstellingunni frægu
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 09:30

PGA: Villegas í efsta sæti e. 1. dag Wyndham Championship

Það er kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas sem er í efsta sæti eftir 1. dag Wyndham Championship, sem hófst í gær í Sedgefield CC í Greensboro, N-Karólínu.

Villegas lék á glæsilegum 7 undir pari, 63 höggum!!!

Villegas skilaði „hreinu“ þ.e. skollalausu skorkorti og fékk 1 örn og 5 fugla – fallegra gerist það varla.  Gaman að sjá Villegas aftur efstan á skortöflum, en maðurinn með kongólóarpúttstöðuna frægu hefir ekki sést ofarlega á skortöflum golfheimsins í þó nokkuð langan tíma

Í 2. sæti eru „heimamaðurinn“ Webb Simpson (sem sigraði þegar Ólafur Björn tók þátt í Wyndham mótinu 2012) og William McGirt, aðeins 1 höggi á eftir Villegas, báðir á 6 undir pari, hvor, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: