Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 18:00
Íslandsbankamótaröðin (5): Zuzanna Korpak efst e. 1. dag í stelpuflokki

Það er Zuzanna Korpak, GS, sem hefir afgerandi forystu í stelpuflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri. Zuzanna lék á 18 yfir pari, 89 höggum og á 10 högg á næstu keppendur. Þrjár stúlkur deila 2. sætinu: Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG; Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Kinga Korpak, GS, systir Zuzönnu; en þær léku allar á 28 yfir pari, 99 höggum. Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG er síðan ein í 5. sæti á 101 höggi. Sjá má heildarstöðuna í stelpnaflokki eftir 1. dag á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Zuzanna Korpak GS 15 F 44 45 89 18 89 89 18 2 Kinga Korpak Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 17:30
Íslandsbankamótaröðin (5): Birkir Orri efstur í strákaflokki – lék Jaðarinn á glæsilegu 1 undir pari!

Það er Birkir Orri Viðarsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem er efstur í strákaflokki eftir fyrri dag 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri. Birkir Orri lék Jaðarinn á glæsilegu 1 undir pari, 70 höggum. Birkir Orri spilaði jafnt og gott golf í dag en á hringnum fékk hann 2 fugla (á 1. og 13. holu) og einn skolla (á 3. holu). Í 2. sæti í strákaflokki er Ingvar Andri Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur, 7 höggum á eftir Birki og í 3. sæti er Kristófer Karl Karlsson, úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, á 79 höggum. Sjá má heildarstöðuna í strákaflokki eftir fyrri dag 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar hér að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 17:00
Ásta Birna í 25. sæti á Brabants Open eftir 2. dag

Það eru 5 íslenskir keppendur sem taka þátt í Brabant Open: Ásta Birna Magnúsdóttir, Lippstadt og GK; Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK; Ísak Jasonarson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG. Mótið fer fram í Eindhovensche Golf, Valkenswaard, Hollandi og stendur dagana 15.-17. ágúst 2014. Ásta Birna er í 25. sæti eftir 2. dag lék á 83 höggum í dag, á hring þar sem hún fékk 11 skolla. Í gær fyrsta keppnisdag var Ásta Birna í 9. sæti eftir að hafa leikið á 4 yfir pari, 76 höggum. Samtals er Ásta Birna því á 15 yfir pari, 159 höggum (76 83). Lokahringurinn verður leikinn á morgun. Verðlaun fyrir 1. sætið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 16:30
Rory með Claret Jug á Old Trafford

Meðfylgjandi mynd var tekin af Rory McIlroy þar sem hann sýndi ýmsum forráðamönnum hjá Manchester United verðlaunabikarinn sögufræga Claret Jug, sem hann hlaut til geymslu í 1 ár, vegna sigurs síns á Opna breska risamótinu í ár. Á heimasíðu sína skrifaði Rory: „What an honour to present the Claret Jug at Old Trafford today and so special to meet some legends of Manchester United , Sir Alex Ferguson and Sir Bobby Charlton.“ (Lausleg þýðing: Þvílíkur heiður að sýna Claret Jug í Old Trafford í dag og svo sérstakt að hitta nokkrar goðsagnir Manchester United, Sir Alex Ferguson og Sir Bobby Charlton.“)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 16:00
Eimskipsmótaröðin (6): Kristján Þór bestur á 2. degi á Garðavelli

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili er efstur í karlaflokki á sjötta stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar sem fram fer á Garðavelli Akranesi. Kristján Þór lék í dag á 74 höggum og er samtals á 1 höggi undir pari eftir 36 holur. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er annar á 2 höggum yfir pari, hann lék í dag á 73 höggum. Í þriðja sæti er Arnór Ingi Finnbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 4 höggum yfir pari. Þessir þrír kylfingar munu skipa Tiger hollið á morgun þegar loka hringurinn fer fram. Sjá má heildarstöðuna eftir 2. dag á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014 í karlaflokki hér að neðan: 1 Kristján Þór Einarsson GKJ -1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 14:00
Eimskipsmótaröðin (6): Valdís Þóra með væna forystu e. 2. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er með væna forystu á sjötta stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar að loknum 36 holur af 54 . Óhætt er að segja að veðrið hafi verið í stóru hlutverki í dag enda blés hressilega á kylfingana á Garðavelli í dag. Valdís Þóra er með níu högga forystu í kvennaflokki en hún lék hringinn í dag á 74 höggum og er sem stendur á 1 höggi yfir pari. Jafnar í öðru sæti koma þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 10 höggum yfir pari. Lokahringurinn verður leikinn á morgun. Hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 13:00
Elín Nordegren á lausu

Elin Nordegren, 34 ára og kærastinn hennar, billjónamæringurinn Christopher Cline , 56 ára, eru skilin að skiptum eftir að hafa verið saman í ár. Ástæða skilnaðarins var skv. vinum Elínar sú að þau vörðu ekki nægilega miklum tíma saman. „Bissnessinn hjá honum blómstrar og hann hefir ferðast mikið,“ sagði einn vina Elínar. Elín virðist samt njóta lífsins en í gær sást til hennar í Flórída í verslunarleiðangri með vinkonum sínum og síðan fóru þær á ströndina. „Hún flaug hingað bara til að vera hér um helgina,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hún er single aftur og heitari en nokkru sinni.“ Elín hóf samband sitt við hinn 56 ára kola-billjónamæring þegar þau voru nágrannar í North Palm Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 12:00
PGA: Pádraig Harrington missir keppnisrétt á PGA mótaröðinni

Ljóst er að írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem er þrefaldur risamótsmeistari fær ekki endurnýjaðan keppnisrétt á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Ástæðan er sú að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Wyndham Championship mótinu, en hann hefði þurft að vera meðal 25 efstu til þess að hljóta endurnýjun á korti sínu. Sigur, sem auðvitað var fjarlægur möguleiki, hefði ennfremur veitt honum þátttökurétt í FedEx Cup umspilinu, en ljóst er að ekkert verður af því heldur. Harrington á eins keppnistímabila undanþágu uppi í erminni á PGA, en ætlar sér ekki að nota hana á næsta keppnistímabili. Þess í stað ætlar hann að stóla á boð styrktaraðila og reyna að endurheimta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 09:00
Rory sýnir ljóskunni áhuga

Myndskeið af ljósku sem gerir sitt besta til að ná athygli Rory McIlroy á 15. braut Bridgestone Invitational hefir verið mjög vinsælt á félagsmiðlunum og má rifja upp með því að SMELLA HÉR: Athygli Rory reynir hún að fanga með því að vingsa síðu ljósu hári sínu til og frá. Hún hefir komið fram í ótal spjallþáttum og þar neitar hún því ekki að hún og Rory hafi verið í sambandi, en segir jafnframt ef svo væri að hann væri í sambandi við hana myndi hún ekki tjá sig um það. Rory er nú sjálfur farinn að sýna ljóskunni áhuga. Hann er t.a.m. byrjaður að followa hana á Twitter!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 08:00
LPGA: Lincicome með 3 högga forystu í hálfleik á Wegmans mótinu

Brittany Lincicome hefir tekið 3 högga forystu á Wegmans Championship, sem fram fer á golfvelli Monroe GC í Pittsford, New York. Lincicome hefir leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (67 68). Í 2. sæti á samtals 6 undir pari, 138 höggum eru þær Inbee Park (72 66) og Lexi Thompson (66 72). Fjórða sætinu á samtals 5 undir pari, hver deila síðan þær Lydia Ko, Meena Lee og Jane Park. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Wegmans Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

