Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 13:00

Elín Nordegren á lausu

Elin Nordegren, 34 ára og kærastinn hennar, billjónamæringurinn Christopher Cline , 56 ára, eru skilin að skiptum eftir að hafa verið saman í ár. 

Ástæða skilnaðarins var skv. vinum Elínar sú að þau vörðu ekki nægilega miklum tíma saman.  „Bissnessinn hjá honum blómstrar og hann hefir ferðast mikið,“ sagði einn vina Elínar.

Elín virðist samt njóta lífsins en í gær sást til hennar í Flórída í verslunarleiðangri með vinkonum sínum og síðan fóru þær á ströndina.

„Hún flaug hingað bara til að vera hér um helgina,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hún er single aftur og heitari en nokkru sinni.“

Elín hóf samband sitt við hinn 56 ára kola-billjónamæring þegar þau voru nágrannar í  North Palm Beach, Seminole Landing í Flórída…. en því er lokið nú.