Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 00:30

PGA: Nick Watney efstur á Wyndham Championship fyrir lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Nick Watney sem er efstur fyrir lokahring Wyndham Championship, sem spilaður verður á morgun. Watney er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 196 höggum (67 64 65). Á hæla honum eða aðeins 1 höggi á eftir er kanadíski kylfingurinn Brad Fritsch á 13 undir pari, 197 höggum (69 63 65). Freddie Jacobson og Heath Slocum, en sá síðarnefndi leiddi í hálfleik deila síðan 3. sætinu á 12 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 22:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (5): Kristófer Tjörvi á besta skorinu á Katlavelli

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram í dag á Katlavelli á Húsavík. Spilað var í 4 flokkum, stelpu-, stráka-, drengja- og piltaflokki.  Þátttakendur voru 19. Efstur yfir allt mótið var sigurvegarinn í yngsta aldursflokknum Kristófer Tjörvi Einarsson, GV, en hann er nú búinn að sigra í 3 mótum á Áskorendamótaraðarinnar. Hann lék þunga Katlavöllinn á 10 yfir pari, 80 höggum, sem er vel af sér vikið af 14 ára strák!!! Flottur kylfingur þar á ferð sem Kristófer Tjörvi er!!!! Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir, GÓ, lék best allra í stelpuflokki en hún var á 112 höggum. Heimamennirnir Agnar Daði Kristjánsson GH, og Reynir Örn Hannesson, GH, léku síðan best í drengja- og piltaflokki, en fengu ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 21:45

Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson ——- 16. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 66 ára í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði.  Hann hefir verið duglegur að spila á Silfurnesvelli í sumar og hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (66 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Sveinsdóttir Sveinbjörg Temper Netverslun (73 ára) Ekki Spurning (37 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 21:30

Íslandsbankamótaröðin (5): Aron Snær efstur í piltaflokki

Það er Aron Snær Júlíusson, GKG, sem er efstur eftir 2. dag á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki. Aron Snær er búinn að spila á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (67 77). Klúbbmeistari GA 2014, Ævarr Freyrr Birgisson deilir 2. sæti með Agli Ragnari Gunnarssyni, GKG, en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 11 yfir pari, 153 höggum hvor; Ævarr Freyr (75 78) og Egill Ragnar (74 79). Sjá má stöðuna í piltaflokki eftir 2. keppnisdag í 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 hér að neðan: 1 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 35 42 77 6 67 77 144 2 2 Ævarr Freyr Birgisson GA 5 F 41 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin (5): Helga Kristín leiðir í stúlknaflokki fyrir lokahringinn

Það er Helga Kristín Einarsdóttir, NK, sem leiðir í stúlknaflokki eftir 2. dag 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar. Helga lék á 7 yfir pari, 78 höggum í dag og er því samtals búin að spila á 13 yfir pari, 155 höggum (77 78), en leiknir eru 3 hringir í flokki 17-18 ára. Sjá má stöðuna í stúlknaflokki á 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014 hér að neðan:  1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7 F 37 41 78 7 77 78 155 13 2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 12 F 39 43 82 11 79 82 161 19 3 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 10 F 47 40 87 16 79 87 166 24 4 Birta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 20:30

GKF: Friðrik Bjartur og Anna Jenný klúbbmeistarar

Meistaramót Golfklúbbs Fjarðabyggðar (GKF) fór fram í dag á Kolls-velli í Reyðarfirði. Meistaramótið var 18 holu mót og keppnisformið höggleikur án forgjafar. Keppt var í karla- og kvennaflokki og voru þátttakendur í ár 15. Klúbbmeistarar GKF 2014 eru Friðrik Bjartur Magnússon og Anna Jenný Vilhelmsdóttir. Úrslit í kvennaflokki í meistaramóti GKF voru eftirfarandi: 1 Anna Jenny Vilhelmsdóttir GKF 26 F 61 56 117 47 117 117 47 2 Sunna Reynisdóttir GKF 28 F 63 67 130 60 130 130 60 3 Sigurbjörg Þorsteinsdóttir GKF 28 F 72 63 135 65 135 135 65 Úrslit í karlaflokki á meistaramóti GKF voru eftirfarandi: 1 Friðrik Bjartur Magnússon GKF 13 F 41 45 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 20:00

Evróputúrinn: Dredge og Warren deila forystunni fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það eru Wales-verjinn Bradley Dredge og Skotinn Marc Warren, sem leiða fyrir lokahringinn á Made in Denmark mótinu, sem fram fer á Himmerland Golf & Spa Resort í Álaborg, Danmörku. Báðir eru þeir búnir að spila á 6 undir pari, 207 höggum; Dredge (66 68 73) og Warren (71 70 66). Þriðja sætinu deila Norður-Írinn Gareth Maybin og Englendingurinn Simon Wakefield. Maybin og Wakefield léku á 3 undir pari, hvor og eru því 3 höggum á eftir forystumönnunum. Þrír deila síðan 5. sætinu: Wales-verjinn Stuart Manley; Englendingurinn Phillip Archer og „heimamaðurinn“ Thorbjörn Olesen, á 2 undir pari hver og gætu þeir einnig blandað sér í toppbaráttuna á morgun. Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin (5): Ólöf María efst e. 1. dag í telpnaflokki

Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík leiðir í flokki telpna 15-16 á Íslandsbankamótaröðinni sem leikinn er á Jaðarsvelli Akureyri um helgina. Ólöf María lék hringinn í dag á 85 höggum og hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Jafnar í öðru- til þriðja sæti eru vinnkonurnar Saga Traustadóttir og Eva Karen Björnsdóttir báðar úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Sjá má stöðuna í telpnaflokki eftir 1. dag á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 hér að neðan:  1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 8 F 42 43 85 14 85 85 14 2 Saga Traustadóttir GR 8 F 44 42 86 15 86 86 15 3 Eva Karen Björnsdóttir GR 10 F 43 43 86 15 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin (5): Eggert Kristján, Elvar Ingi og Hákon Örn efstir e. 1. dag í drengjaflokki

Hnífjafnt er í flokki drengja 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni á Akureyri. Þrír kylfingar deila með sér sæti 1.-3 þeir; Eggert Kristján Kristmundsson og Hákon Örn Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Elvar Ingi Hjartarson úr Golfklúbbi Sauðárkróks, allir léku þeir á 6 yfir pari, 77 höggum. Tveir kylfingar deila svo 4.-5. sæti  en það eru: Aðalsteinn Leifsson, GA og Henning Darri Þórðarson, GK, en þeir eru aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum þremur, á 7 yfir pari, 78 höggum. Það stefnir því í hörkuspennandi keppni í drengjaflokki á morgun á Jaðarnum!!! Sjá má stöðuna í drengjaflokki eftir 1. keppnisdag á 5. móti Íslandsmótaraðarinnar 2014 hér að neðan:  1 Eggert Kristján Kristmundsson GR 3 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 18:30

Ragnar Már í 2. sæti á Brabants Open e. 2. dag – Bjarki í 4. sæti

Ragnar Már Garðarsson, GKG deilir 2. sætinu eftir 2. dag á Brabants Open mótinu með Rowin Caron, en báðir deildu 1. sætinu í gær. Ragnar Már lék 2. hringinn aftur á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum og er því samtals á 6 undir pari, 138 höggum (69 69). Það er hollenskur piltur Lars van Meijel, sem er efstur aðeins 1 höggi á undan  þeim Ragnari Má og Rowin Caron,  á 7 undir pari, 137 höggum (70 67). Bjarki Pétursson, GB er einn í 4. sæti á samtals 5 undir pari, 139 höggum (70 69). Gísli Sveinbergsson, GK lék einnig vel deilir 6. sæti á samtals 2 undir pari (71 Lesa meira