Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 07:00
Kalla á: „FORE!!!“ þegar golfbolti stefnir á menn á golfvelli

Eitt af því allra fyrsta sem kylfingar læra er að öskra eigi FORE af öllum lífs og sálar kröftum ef bolti þeirra er sleginn í átt að öðrum mönnum á golfvelli, séu það aðrir kylfingar, starfsmenn golfvallarins eða aðrir menn á velli t.d. áhorfendur í golfmótum. Þetta er eina, stóra undantekningin frá þeirri meginreglu að hafa eigi hljótt á golfvellinum til þess að trufla ekki leik aðra. Þetta vita allir kylfingar. FORE hrópið kemur oft í veg fyrir slys eins og maðurinn á myndinni varð fyrir. Skv. sænska golfvefnum golf.se voru Joakim Boden og félagar hans að spila golf í Bro Hof Golf Club í Svíþjóð þegar hann varð fyrir golfbolta, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2014 | 17:00
5 þar af 2 kvenkylfingar hljóta styrki úr Forskoti

Í dag var tilkynnt um styrkþega úr Forskoti, styrktarsjóði afrekskylfinga og er þetta í fyrsta sinn frá því styrkur var veittur í fyrsta sinn árið 2012 að tveir kvenkylfingar hljóta styrk úr sjóðnum. Eftirfarandi hlutu styrki: Birgir Leifur Hafþórsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar Birgir Leifur er okkar reyndasti kylfingur og hefur komist lengst allra kylfinga hér á landi. Birgir Leifur er núverandi Íslandsmeistari og jafnaði í ár met þeirra Björgvins Þorsteinssonar og Úlfars Jónssonar þegar hann varð Íslandsmeistari í sjötta sinn. Birgir Leifur tók þátt í tveimur mótum á Nordic túrnum í vor og varð í 9. sæti á Jyske Bank mótinu í Danmörku í maí. Birgir Leifur mun taka Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 47 ára afmæli í dag. Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · 47 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (72 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (66 ára); Jhonattan Vegas, 19. ágúst 1984 (30 ára stórafmæli!!!) . Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2014 | 12:00
Rory og vinur hans skemmta sér með 4 stúlkum á hóteli í Manchester

Rory McIlroy hefir átt eftirminnilegt ár eftir að sigra á Opna breska og PGA Championship sama árið og nú er Rory aftur í 1. sæti heimslistans. Hann og einn félagi hans voru í skapi til að halda upp á alla velgengnina og sást til þeirra í fylgd 4 fallegra stúlkna í Lowry hóteinu in Manchester kl. 3 s.l. sunnudag. Rory sem er líka áhangandi Manchester United studdi Louis van Gaal og félaga í 2-1 sigri þeirra á Swansea áður en hann sýndi Claret Jug (sigurbikarinn á Opna breska) á Old Trafford í hálfleik. Ljósmyndarar náðu því m.a. á mynd að Rory lét vel að einni dökkhærðri stúlku og má sjá myndina Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2014 | 08:45
Rory og Tiger hjá Jimmy Fallon – Myndskeið

Hér má sjá myndskeið af Rory og Tiger, en þeir komu fram í gær í skemmtiþætti Jimmy Fallon í Bandaríkjunum SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2014 | 07:00
GÍ: Anton Helgi, Jakob Ólafur, Bjarney og Jón Hjörtur sigruðu í HG-mótinu sem fram fór 16.-17. ágúst

Alls tóku 38 kylfingar þátt í HG mótinu sem fram fór á Tumgudalsvelli, það eru nokkru færri keppendur en hafa verið á þessu móti undanfarin ár. Aðstæður voru frábærar og virðist Tungudalsvöllur vera í frábæru ástandi, eftir erfitt sumar. Golfklúbbur Ísafjarðar vill koma á framfæri þökkum til HG (Hraðfrystihúss Gunnvarar) fyrir frábæran stuðning í gegnum árin og þann rausnarskap sem fylgir þessu móti. Helstu úrslit: Karlaflokkur: Höggleikur 1. Anton Helgi Guðjónsson GÍ 154 högg 2. Chatchai Phothiya GBO 156 högg 3. Kristinn Þórir Kristjánsson GÍ 163 högg 4. Halldór Bjarki Pálmason GÍ 163 högg 5. Wirot Khiansanthia GBO 168 högg Höggleikur með forgjöf: 1. Jakob Ólafur Tryggvason GÍ 145 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 15:00
Afmæliskylfingur dagsins: Egill Egilsson ——- 18. ágúst 2014

KR-ingurinn Egill Egilsson á afmæli í dag. Hann er fæddur 18. ágúst 1956 og er því 58 ára í dag. Egill er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi, (GMS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Egill Egilsson (58 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Guðmundur Þorleifsson, GN 18. ágúst 1916 (98 ára!!!) Joachim B. Hansen, 18. ágúst 1990 (24 ára) danskur á Áskorendamótaröðinni ….. og ….. Thorey Vilhjalmsdottir (42 ára) Anna Kr. Jakobsdottir (58 ára) Reykjavík Reykvíkingur (90 ára) Grasagarður Reykjavíkur (53 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 13:00
GVS: Helga Þorvaldsdóttir sigraði á ART DECO mótinu

Það var Helga Þorvaldsdóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari á ART DECO kvennamótinu, sem fram fór á Kálfatjarnarvelli hjá GVS, laugardaginn 16. ágúst s.l. Keppnisformið var punktakeppni og veitt glæsileg snyrtivöruverðlaun frá ART DECO fyrir efstu 5 sætin í punktakeppni með forgjöf og síðan 1 verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik án forgjafar. Helga ásamt Huldu Soffíu Hermannsdóttur var á besta skorinu 10 yfir pari, 82 höggum; Helga var þó á færri höggum seinni 9 og þ.a.l. með fleiri punkta (15 á seinni 9). Úrslitin voru því eftirfarandi: Besta skor: Helga Þorvaldsdóttir, GR 82 högg. Úrslit í punktakeppni: 1 Helga Þorvaldsdóttir GR 7 F 18 15 33 33 33 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 11:00
Champions Tour: Bernhard Langer sigraði á Dick Sporting Goods mótinu

Þýski ofurkylfingurinn Bernhard Langer sigraði á Dick Sporting Goods mótinu, sem fram fór nú um helgina á En-Joie golfklúbbnum í Endicott, New York. Hann lék samtals á 16 undir pari, 200 höggum (67 67 66). Öðru sætinu deildu Woody Austin og Mark O´Meara á samtals 15 undir pari. Fjórða sætindu deildu síðan 3 aðrir kylfingar á samtals 14 undir pari þ.e.: Olin Browne (tengdapabbi Rickie Fowler); Marco Dawson og Steve Lowery. Hópur 5 kylfinga var síðan í 7. sæti þ.á.m. Kevin Sutherland, sem átti stórglæsilegan 2. hring upp á 59 högg. Hann fylgdi honum þó ekki nægilega vel eftir því 15 högga sveifla var hjá honum milli hringja, en hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 09:00
LPGA: Inbee Park sigraði á Wegmans

Inbee Park sigraði á Wegmans LPGA Championship, sem fram fór í Monroe GC í Pittsford, New York. Samtals lék Inbee á 11 undir pari, líkt og sú sem leiddi fyrir lokahringinn Brittany Lincicome. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og par-4 18. hola Monroe golfvallarins spiluð aftur. Þar vann Inbee strax með pari, meðan Brittany fékk skolla. Í 3. sæti varð ungi, frábæri kylfingurinn frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko á samtals 8 undir pari. Fjórða sætinu deildu síðan Anna Nordqvist og Azahara Muñoz á samtals 6 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Wegmans LPGA Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

