Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 11:00

Champions Tour: Bernhard Langer sigraði á Dick Sporting Goods mótinu

Þýski ofurkylfingurinn Bernhard Langer sigraði á Dick Sporting Goods mótinu, sem fram fór nú um helgina á En-Joie golfklúbbnum í Endicott, New York.

Hann lék samtals á 16 undir pari, 200 höggum (67 67 66).

Öðru sætinu deildu Woody Austin og Mark O´Meara á samtals 15 undir pari.

Fjórða sætindu deildu síðan 3 aðrir kylfingar á samtals 14 undir pari þ.e.: Olin Browne (tengdapabbi Rickie Fowler); Marco Dawson og Steve Lowery.

Hópur 5 kylfinga var síðan í 7. sæti þ.á.m. Kevin Sutherland, sem átti stórglæsilegan 2. hring upp á 59 högg. Hann fylgdi honum þó ekki nægilega vel eftir því 15 högga sveifla var hjá honum milli hringja, en hann lék lokahringinn á 74 höggum …. og 7. sætið því staðreynd.

Til þess að sjá lokastöðuna á Dick Sporting Goods mótinu SMELLIÐ HÉR: