Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2014 | 09:00

LPGA: Inbee Park sigraði á Wegmans

Inbee Park sigraði á Wegmans LPGA Championship, sem fram fór í Monroe GC í Pittsford, New York.

Sigurgleði!

Sigurgleði! Vatni skvett á Inbee Park

Samtals lék Inbee á 11 undir pari, líkt og sú sem leiddi fyrir lokahringinn Brittany Lincicome.  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og par-4 18. hola Monroe golfvallarins spiluð aftur.  Þar vann Inbee strax með pari, meðan Brittany fékk skolla.

Í 3. sæti varð ungi, frábæri kylfingurinn frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko á samtals 8 undir pari.

Fjórða sætinu deildu síðan Anna Nordqvist og Azahara Muñoz á samtals 6 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wegmans LPGA Championship SMELLIÐ HÉR: