Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 12:00
Ólafur 45. í Svíþjóð

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í Landeryd Masters mótinu í Svíþjóð. Þátttakendur voru 156. Ólafur Björn lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (72 71 74) og lauk keppni í 45. sæti. Á facebook síðu sinni segir Ólafur Björn eftirfarandi um gengið í mótinu: „Ég var sáttur með spilamennskuna mína í mótinu. Völlurinn hentaði mínum leik illa þar sem hann var galopinn, mjög breiðar brautir og lítill kargi. Þar að auki spilaðist völlurinn langur þar sem hann var blautur eftir dágóðan rigningarskammt. Boltaslátturinn var góður og mér leið nokkuð vel. Að sjálfsögðu hefði ég viljað blanda mér í toppbaráttuna en ég náði niðurskurðinum í mótinu og sýndi áfram Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 10:45
FedEx Cup: Hápunktar 4. dags á The Barclays

Hunter Mahan sigraði í gær á The Barclays, 1. mótinu í FedEx Cup umspilinu af 4 í ár. Mahan er 32 árs, (fæddur 17. maí 1982) og þetta er 6. sigur hans á PGA Tour og sá 9. á ferlinum. Mahan vann síðast 1. apríl 2012 þ.e. fyrir 2 árum á Shell Houston Open. Hann hefir yfirleitt náð góðum árangri í FedEx Cup umspilinu og var hann nálægt því að sigra í The Tour Championship 2011, en tapaði þar eins og frægt er orðið fyrir Bill Haas, sem átti geggjað högg upp úr vatni!!! Sjá má hápunkta 4. dags The Barclays með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 08:00
Sveitakeppni GSÍ 2014 unglingar: Sveit GKG Íslandsmeistari í piltaflokki!!!

Það er sveit GKG I sem er Íslandsmeistari í piltaflokki þ.e. flokki pilta 18 ára og yngri í Sveitakeppni GSÍ 2014. Sigursveitina skipuðu þeir: Aron Snær Júlíusson Ásbjörn Freyr Jónsson Egill Ragnar Gunnarsson Hlynur Bergsson Kristófer Orri Þórðarson Alls tóku 14 sveitir þátt í Sveitakeppni GSÍ 2014 í piltaflokki og voru úrslitin eftirfarandi: 1. sæti Sveit GKG I 2. sæti Sveit GK I 3. sæti Sveit GA I 4. sæti Sveit GKJ I 5. sæti Sveit GR II 6. sæti Sveit GR I 7. sæti Sveit GHG 8. sæti Sveit GL 9. sæti Sveit GK II 10. sæti Sveit GKJ II 11. sæti Sveit GA II 12. sæti Sveit GKG Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 07:45
Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: Sveit GV sigraði í 2. deild karla – GV og GÖ leika í 1. deild að ári

Það er sveit Golfklúbbs Vestamannaeyja (GV) sem er Íslandsmeistari í 2. deild eldri karla í Sveitakeppni GSÍ og spilar í 1. deild að ári. Sveitin sigraði sveit Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ) í úrslitaleiknum 4-1, en GÖ leikur líka í 1. deild á næsta ári. Sigursveit Íslandsmeistara GV var skipuð eftirfarandi kylfingum: Ágúst Ómar Einarsson Ásbjörn Garðarsson Böðvar Vignir Bergþórsson Ingibergur Einarsson Magnús Þórarinsson Ríkharður Hrafnkelsson Sigurjón Hinrik Adolfsson Sigurjón Pálsson Stefán Sævar Guðjónsson Liðsstjóri: Haraldur Óskarsson Sveit Golfklúbbs Öndverðarness, sem einnig leikur í 1. deild á næsta ári var skipuð eftirfarandi kylfingum: Guðmundur Arason Guðmundur Hallsteinsson Guðjón Snæbjörnsson Jón Svarfdal Hauksson Kristján Ástráðsson Stefán B. Gunnarsson Steinn A. Jónsson Þorleifur F. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 07:30
Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: Sveit GKB sigraði í 2. deild – Kvennasveitir GKB og GA leika í 1. deild að ári

Í gær lauk keppni í 2. deild eldri kvenna í Sveitakeppni GSÍ. Fjórar sveitir eldri kvenna voru við keppni í 2. deild í ár, 2014: GA, GB, GHG og GKB. Íslandsmeistarar í 2. deild eldri kvenna í Sveitakeppni GSÍ er sveit Kiðjabergs (GKB) og leikur sveitin í 1. deild ásamt þeirri sveit sem varð í 2. sæti, þ.e. sveit GA. Sigursveit GKB var skipuð eftirfarandi kylfingum: Regína Sveinsdóttir Unnur Sæmundsdóttir Unnur Jónsdóttir Helga Dóra Ottósdóttir Guðný Kristín S Tómasdóttir Brynhildur Sigursteinsdóttir Liðsstjóri: Snorri Hjaltason Keppnin var í 3 umferðum: 1. umferð Sveit GKB vann sveit GHG 3-0. Unnur Sæmunds, GKB og Guðný Kristín, GKB unnu þær Þórdísi Geirs, GHG og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 07:15
Hvað var í sigurpoka Mahan?

Hunter Mahan sigraði í fyrsta móti FedEx Cup umspilsins s.s. flestir kylfingar vita. Eftirfarandi var í sigurpoka hans: Dræver: Ping G25 (10.5°, Aldila Rogue 70 X skaft) 3-tré: Titleist 913 F.d (15°, Fujikura Motore Speeder 757 X skaft) 17° blendingur: Ping i25 (Mitsubishi Rayon Diamana White Board 90 X skaft) 3-9 járn: Ping S55 (True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue sköft) 48° fleygjárn: Ping S55 (True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue skaft) 54° fleygjárn: Ping i25 (True Temper Dynamic Gold S400 skaft) 59° fleygjárn: Ping i25 (True Temper Dynamic Gold S400 skaft) Pútter: Ping Scottsdale TR Anser 2 Bolti: Titleist Pro V1x.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 07:00
GBR: Indlandsmeistarinn lék Brautarholtið

Hópur bestu golfara Indlands ásamt stuðningsaðila og fjölskyldum léku Brautarholtsvöll í gær, 24. ágúst 2014. Í kjölfar keppni Indlandsmeistarans, Anirban Lahiri, á British Open og PGA Championship á Valhalla í byrjun ágúst er hópurinn í ferð um norður Evrópu og komu þau til Íslands í fyrradag. Anirban Lahiri var Indlandsmeistari 2013, er efstur á Indlandsmótaröðinni í ár, í þriðja sæti í Asíu og stendur nú í 91. sæti heimslistans í golfi. Hann sigraði m.a. á Indonesian Masters í ár og var meðfylgjandi mynd af honum tekin við það tilefni.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 23:00
FedEx Cup: Mahan sigraði á The Barclays

Hunter Mahan sigraði á The Barclays. Hann lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (66 71 68 65). Telja verður að líkurnar á að Mahan komi til greina sem eitt af „villtu kortum“ Tom Watson aukist við það Öðru sætinu deildu 3 kylfingar allir á samtals 12 undir pari, hver: Jason Day, Cameron Tringale og Stuart Appleby. Jafnir í 5. sæti voru síðan Ernie Els, Matt Kuchar og William McGirt, allir á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á The Barclays SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 20:00
Afmæliskylfingur dagsins: Viktor Páll Magnússon – 24. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Viktor Páll Magnússon. Viktor Páll er fæddur 24. ágúst 1999 og á því 15 ára stórafmæli í dag. Viktor Páll er í Golfklúbbi Fjarðarbyggðar (GKF) og varð m.a. klúbbmeistari GKF 2013. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Viktor Páll Magnússon 15 ára (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sam Torrance, 24. ágúst 1953 (61 árs); Jesús Armando Amaya Contreras, 24. ágúst 1969 (45 ára); Andrew Marshall, 24. ágúst 1973 (41 árs) ….. og …… Bergljót Davíðsdóttir (62 ára) Svandís Svavarsdóttir (50 ára stórafmæli – innilega til hamingju!!!) Gísli Tryggvason (45 ára) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 16:45
Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: Kvennasveit GK Íslandsmeistari í 1. deild

Það voru Keiliskonur sem urðu Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ 2014 í flokki eldri kvenna í 1. deild. Eftirfarandi Keiliskonur skipuðu Íslandsmeistarasveitina: Anna Snædís Sigmarsdóttir, spilandi fyrirliði Þórdís Geirsdóttir, varafyrirliði Margrèt Sigmundsdóttir Sigrún Margrét Ragnarsdóttir Erla Adolfsdóttir Margrét Theodórsdóttir Helga Gunnarsdóttir Jónína Kristjánsdóttir Kristín Sigurbergsdóttir. Úrslit í 1. deild eldri kvenna í Sveitakeppni GSÍ 2014 er eftirfarandi: 1. sæti Sveit GK (Íslandsmeistarar) 2. sæti Sveit GS 3. sæti Sveit GR 4. sæti Sveit NK 5. sæti Sveit GKJ 6. sæti Sveit GKG ——————- 7. sæti Sveit GO 8. sæti Sveit GÖ Sveitir GO og GÖ eru fallnar í 2. deild.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

