Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 07:00

GBR: Indlandsmeistarinn lék Brautarholtið

Hópur bestu golfara Indlands ásamt stuðningsaðila og fjölskyldum léku Brautarholtsvöll í gær, 24. ágúst 2014.

Í kjölfar keppni Indlandsmeistarans, Anirban Lahiri, á British Open og PGA Championship á Valhalla í byrjun ágúst er hópurinn í ferð um norður Evrópu og komu þau til Íslands í fyrradag.

Anirban Lahiri var Indlandsmeistari 2013, er efstur á Indlandsmótaröðinni í ár, í þriðja sæti í Asíu og stendur nú í 91. sæti heimslistans í golfi.

Hann sigraði m.a. á Indonesian Masters í ár og var meðfylgjandi mynd af honum tekin við það tilefni.