Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 10:45

LET Access: Valdís Þóra hefur leik í Finnlandi í dag!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag í HLR Golf Academy Open, en mótið fer fram í  Hillside GC í Vihti, Finnlandi. Mótið stendur dagana 29.-31. ágúst 2014 og þátttakendur eru um 120, margir hverjir afar sterkir. Þar mætti t.a.m. geta LET kylfingsins finnska þ.e. heimakonunnar Elinar Nummenpää, Caroline Romninger eins fremsta kvenkylfings Sviss, Emmu Westin frá Svíþjóð, sem þegar hefir tekið forystu í mótinu á glæsilengum 6 undir pari (eftir 15 holur), spænsku LET kylfinganna Maríu Beautell og Carmen Alonso  auk Isabell Gabsa frá Þýskalandi, sem fer út 10 mínútum á eftir Valdísi Þóru. Valdís Þóra á næstsíðasta rástíma í dag, þ.e. kl. 13:50 að staðartíma (þ.e. kl. 11:50 að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 10:00

Ernie Els: „Tiger ætti ekki að ráða sér nýjan þjálfara“

Ernie Els sagði í fyrradag að Tiger Woods ætti að gleyma því að ráða sér nýjan sveifluþjálfara eftir að hafa skilið við  Sean Foley og telur Els að Tiger geti vel einn farið aftur að snúa sér að því að sigra í risamótum. Els sagði jafnframt að Tiger hefði að sínu áliti aldrei verið sá sami eftir að hann hætti að vinna með Butch Harmon árið 2003 og sér hefði aldrei líkað stefnan sem Tiger hefði tekið undir umsjón Hank Haney og síðan Foley. Els sagði ennfremur að Tiger væri langt frá því að vera kominn að lokum ferils síns, 38 ára, hann gæti enn endurheimt 1. sæti heimslistans af Rory McIlroy. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 09:30

Love afi í fyrsta sinn

Jafnvel þó Davis Love III sé fremur tregur til að taka þátt í neinu sem tengist öldunga- þá náði hann einum áfanga öldunga, sem kom alveg sjálfkrafa án hann fengi nokkru um ráðið. Davis Love III, sem varð 50 ára í apríl s.l. varð nú um daginn afi í fyrsta sinn. Dóttir Love, Alexia eignaðist sitt fyrsta barn tæplega 3 kg stúlku, sem þegar hefir hlotið nafnið Eloise Charles. Þar með hlaut hinn 20-faldi PGA Tour sigurvegari (Love) nýjan titil – AFI. Skv. umboðsmanni Love hjá  Lagardere Unlimited, Mac Barnhardt, “þá líður öllum vel.” Love spilar ekki í FedEx Cup umspilinu en mun taka þátt í  McGladrey Classic í október.


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 08:00

Betri helmingar PGA Tour leikmanna

Golf Digest hefir tekið saman 90 myndir af betri helmingum eiginkvenna og kærasta PGA Tour leikmanna. Fremstar þar í flokki eru Amy Mickelson (eiginkonu Phil Mickelson) og Lindsey Vonn (kærustu Tiger) en einnig má sjá myndir af Paulinu Gretzky (kærustu Dustin Johnson), Amöndu Dufner (eiginkonu Jason Dufner) og Katherinu Boehm (kærastu Sergio Garcia) o.fl. Sjá má þetta samsafn mynda með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 06:00

Evróputúrinn: Molinari og Wiesberger deila forystu e. 1. dag Opna ítalska

Það eru þeir Bernd Wiesberger og Francesco Molinari, sem deila 1. sætinu á Opna ítalska eftir 1. keppnisdag. Báðir eru búnir að spila á 6 undir pari, 66 höggum. Paul McGinley, fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu sagði að Francesco Molinari væri „sér ofarlega í huga“ í vali hans á 3 leikmönnum í Ryder bikarslið Evrópu, sem ekki fá þar sjálfkrafa sæti. Í 3. sæti 1 höggi á eftir eru 5 kylfingar: Rickie Ramsay, Hennie Otto, Richard Bland, John Hahn og Gareth Maybin. Stephen Gallacher sem er sá eini í mótinu sem spilar um sjálfkrafa sæti í Ryder bikars liði Evrópu en til þess að tryggja sér það sæti þarf Gallacher að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 22:00

FedEx Cup: Tim Clark dró sig úr Deutsche Bank

Tim Clark dró sig í dag úr Deutsche Bank Championship, sem fram fer á TPC Boston in Norton, Massachusetts vegna meiðsla í olnboga. Clark, sem nældi sér í 2. PGA Tour  titilinn sinn í síðasta mánuði á Canadian Open, dró sig líka úr Barclays mótinu í  New Jersey í miðjum 2. hring vegna sömu meiðsla. En hvernig sem allt fer þá er Clark í 38. sætinu hvað FedEx Cup stig varðar og gæti því snúið aftur til keppni á  BMW Championship í Colorado, sem er 3. mótið af 4 í umspilinu, ef hann verður búinn að ná sér. Eftir að Clark dró sig úr mótinu þá eru 93 keppendur eftir á  Deutsche Bank Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 20:30

FedEx Cup: Deutsche Bank hefst á morgun föstudaginn 29. ágúst!

Annað mótið í FedEx Cup umspilinu hefst á morgun, föstudaginn 29. ágúst 2014 á TPC Boston í Norton, Massachusetts, þ.e. Deutsche Bank Championship. Flestar stjörnur taka þátt í mótinu m.a. Henrik Stenson, Adam Scott, Keegan Bradley, Jordan Spieth, Martin Kaymer, Rory McIlroy, Rickie Fowler, Jimmy Walker o.fl. o.fl. Til þess að fylgjast með gangi mála á Deutsche Bank SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 20:00

Sergio Garcia trúlofaður?

Sergio Garcia hefir gefið kjaftasögum undir fótum að hann sé trúlofaður en kærasta hans, Katharina Boehm,  sást með risademantahring á hringfingri.  Það sást til kylfingsins spænska og kærustu hans á US Open (í tennis). Sergio var hins vegar allt annað en tilbúinn til þess að staðfesta trúlofun þeirra, en aðspurður um hringinn sagði hann: „Það er milli Kathy og mín.“  „Ef við giftumst eða eitthvað þá er ég viss um að allir komast að því,“ sagði Sergio við blaðamann New York Times. Boehm, 24 ára, er sjálf kylfingur og spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu þ.e.  í the College of Charleston. Hún hlaut m.a. All-Southern Conference honors á lokaári sínu í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Butch Harmon – 28. ágúst 2014

Það er Butch Harmon sem eru afmæliskylfingur dagsins.  Butch, sem kennt hefir öllum helstu stórstjörnum golfsins er fæddur 28. ágúst 1943 og á því 71 árs merkisafmæli í dag!!!  Hann hefir verið nokkuð í fréttum að undanförnu vegna vangaveltna um hvort hann komi til með að þjálfa Tiger að nýju.  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  David Whelan, 28. ágúst 1961 (53 ára);   Lee McLeod Janzen, 28. ágúst 1964 (50 ára) ; Yugi Igarashi, 28. ágúst 1968 (46 ára);   Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (45 ára) …. og …. Gísli Rafn Árnason (41 árs) Jóhann Árelíuz (62 ára) Pétur Hrafnsson (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 14:45

EPD: Þórður Rafn lauk keppni 5 yfir pari í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR lauk í dag keppni í á Gut Bissenmoor Classic 2014 meistaramótinu sem er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Mótið fór fram í Bad Bramstedt í Þýskalandi og stóð dagana 26.- 28. ágúst 2014. Þórður Rafn lék samtals á 5 yfir pari 218 höggum (72 73 73).  Þórður spilaði jafnt og stöðugt golf og var á pari á 16 holum og fékk auk þess 2 skolla. Þórður Rafn hafnaði í 39. sæti. Sigurvegari mótsins varð Sebastian Heisele frá Þýskalandi en hann lék á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Gut Bissenmoor Classic SMELLIÐ HÉR: