Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 10:45

LET Access: Valdís Þóra hefur leik í Finnlandi í dag!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag í HLR Golf Academy Open, en mótið fer fram í  Hillside GC í Vihti, Finnlandi.

Mótið stendur dagana 29.-31. ágúst 2014 og þátttakendur eru um 120, margir hverjir afar sterkir.

Þar mætti t.a.m. geta LET kylfingsins finnska þ.e. heimakonunnar Elinar Nummenpää, Caroline Romninger eins fremsta kvenkylfings Sviss, Emmu Westin frá Svíþjóð, sem þegar hefir tekið forystu í mótinu á glæsilengum 6 undir pari (eftir 15 holur), spænsku LET kylfinganna Maríu Beautell og Carmen Alonso  auk Isabell Gabsa frá Þýskalandi, sem fer út 10 mínútum á eftir Valdísi Þóru.

Valdís Þóra á næstsíðasta rástíma í dag, þ.e. kl. 13:50 að staðartíma (þ.e. kl. 11:50 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR: