Tim Clark
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 22:00

FedEx Cup: Tim Clark dró sig úr Deutsche Bank

Tim Clark dró sig í dag úr Deutsche Bank Championship, sem fram fer á TPC Boston in Norton, Massachusetts vegna meiðsla í olnboga.

Clark, sem nældi sér í 2. PGA Tour  titilinn sinn í síðasta mánuði á Canadian Open, dró sig líka úr Barclays mótinu í  New Jersey í miðjum 2. hring vegna sömu meiðsla.

En hvernig sem allt fer þá er Clark í 38. sætinu hvað FedEx Cup stig varðar og gæti því snúið aftur til keppni á  BMW Championship í Colorado, sem er 3. mótið af 4 í umspilinu, ef hann verður búinn að ná sér.

Eftir að Clark dró sig úr mótinu þá eru 93 keppendur eftir á  Deutsche Bank Championship. Aðeins 70 efstu munu spila á BMW Championship 4.-7. september 2014.

Deutsche Bank Championship hefst á morgun föstudaginn 29. ágúst og lýkur á mánudaginn 1. september.