Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 21:00
EPD: Þórður Rafn með ás!

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Preis des Hardenberg GolfResort mótinu í Northeim í Þýskalandi. Eftir fyrsta dag deilir Þórður Rafn 5. sætinu, ásamt Amine Joudar, en báðir léku 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum. Á skorkorti Þórðar Rafns voru 4 fuglar, 3 skollar …… og einn ás, sem Þórður Rafn fékk á 15. holu golfvallar Golf Club Hardenberg. Golf 1 óskar Þórði Rafni innilega til hamingju með ásinn!!! Þórður Rafn er aðeins 3 höggum frá forystumanni mótsins Þjóðverjanum Julian Kunzenbacher, en 101 þátttakandi er í mótinu. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Preis des Hardenberg GolfResort mótinu, með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 15:45
Evróputúrinn: Otto vann á Opna ítalska – Gallacher 1 höggi frá að komast sjálfkrafa í Ryder bikars liðið

Hennie Otto frá Suður-Afríku sigraði nú í dag á Opna ítalska í Tórínó. Otto lék samtals á 20 undir pari 268 höggum (67 62 71 68) Í 2. sæti varð David Howell á samtals 18 undir pari og það grátlegasta: Stephen Gallacher var á 17 undir pari, þrátt fyrir að hafa átt magnaðan lokahring upp á 65 högg, þá dugði það ekki til að komast sjálfkrafa í Ryder bikars lið Evrópu en til þess hefði hann annaðhvort þurft að vera í 1. eða 2. sæti. Sá sem girti fyrir sjálfkrafa þátttöku Gallacher var David Howell, en hann átti draumahring lokadaginn upp á 63 högg. Til þess að sjá úrslitin á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 15:30
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Kristján Þór með 3. sigur sinn á stigamóti í ár!!!

Kristján Þór Einarsson, GKJ, innsiglaði 3. sigur sinn á Jaðarsvelli nú í dag, en þar fór 7. og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Goðamótið, fram. Kristán Þór var jafnframt eini kylfingurinn í mótinu, með heildarskor undir pari, en hann lék Jaðarinn á samtals 3 undir pari 210 höggum (73 70 67); bætti sig um 3 högg hvern dag, þrátt fyrir að veður færi versnandi. Kristján Þór átti glæsilegan lokahring upp á 4 undir pari, 67 högg; skilaði skollalausu „hreinu“ skorkorti með 4 fuglum (sem komu á 1., 3. 13. og 15. braut) og afgangnum pörum!!! Glæsilegt. Kristján Þór var búinn að tryggja sér stigameistaratitilinn á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar uppi á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 15:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Tinna sigraði á Goðamótinu!

Tinna Jóhannsdóttir, GK sigraði á 7. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótinu. Tinna lék á samtals 14 yfir pari, 227 höggum (75 75 77). Tinna er því með tvo sigra á Eimskipsmótaröðinni í ár, en hún er einnig núverandi Íslandsmeistari í holukeppni. Í 2. sæti varð Karen Guðnadóttir, GS, en hún tryggði sér stigameistaratitil kvenna á Eimskipsmótaröðinni með frammistöðu sinni. Karen lék á samtals 18 yfir pari, 231 höggi (75 75 81). Sjá má heildarúrslit í kvennaflokki á Goðamótinu hér að neðan: 1 Tinna Jóhannsdóttir GK 4 F 37 40 77 6 75 75 77 227 14 2 Karen Guðnadóttir GS 4 F 40 41 81 10 75 75 81 231 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 14:30
GLF: Þórunn Anna og Júlíus Þór klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbsins Lundar (GLF) fór fram í gær 30. ágúst 2014 og var þetta síðasta meistaramót golfklúbba á Íslandi í ár. Þátttakendur í mótinu voru 28, þar af 6 kvenkylfingar. Meistaramótið var þannig að leiknar voru 18 holur og var keppnisformið höggleikur og höggleikur með forgjöf. Sigurvegarar höggleiks án forgjafar eru klúbbmeistarar. Klúbbmeistarar GLF 2014 eru Þórunn Haraldsdóttir. og Júlíus Þór Tryggvason. Úrslit í kvennaflokki í meistaramóti GLF 2014 voru eftirfarandi: 1 Þórunn Anna Haraldsdóttir GA 7 F 39 42 81 11 81 81 11 2 Halla Sif Svavarsdóttir GA 10 F 44 44 88 18 88 88 18 3 Unnur Elva Hallsdóttir GA 10 F 41 47 88 18 88 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 13:30
Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Sveinbergsson – 31. ágúst 2014

Það er Gísli Sveinbergsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og er því 17 ára í dag. Gísli er afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gísli er í afrekshóp völdum af landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni. Gísli er nú, á 17 ára afmælisdaginn, við keppni á Goðamótinu 7. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar. Fyrir lokahringinn leiddi Gísli; var eini keppandinn eftir 36 holur með skor undir pari (þ.e. 1 undir pari). Nú þegar spilaðar hafa verið 9 holur af 3. og lokahring mótsins er Gísli enn í forystu á samtals 2 undir pari, en á í harðri baráttu við hinn 26 ára stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Kristján Þór Einarsson, en sá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 13:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Jóhann Sigurðsson með ás!!!

Jóhann Sigurðsson, GR, var með ás á 2. hring Goðamótsins á 7. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar í gær. Ásinn fékk Jóhann á par-3 11. braut Jaðarsins, en hún er 149 metra af hvítum teigum! Golf 1 óskar Jóhanni innilega til hamingju með ásinn!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 12:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Fylgist með stöðunni hér!

Sjöunda og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Goðamótið, fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Þátttakendur nú þegar spilaðir hafa verið 2 hringir eru 73, þar af 14 kvenkylfingar, en voru upphaflega 79. Fylgjast má með stöðu þátttakenda 7. og síðasta móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014 með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 06:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Staðan á Goðamótinu e. 2. hring

Staðan á Goðamótinu e. 2. hring er sú að Gísli Sveinbergsson, GK er í forystu í karlaflokki og í kvennaflokki eru Tinna Jóhannsdóttir, GK og Karen Guðnadóttir, GS efstar og jafnar. Gísli er sá eini af þátttakendunum 79 sem búinn er að spila Jaðarinn undir pari eftir 2. hring, þ.e. á 1 undir pari 141 höggi (71 70). Jafnir í 2. sæti eru síðan Andri Már Óskarsson, GHR og stigameistarinn Kristján Þór Einarsson, GKJ, á samtals 1 yfir pari, hvor. Tinna og Karen eru báðar á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (75 75), hvor og í 2. sæti er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, á samtals 11 yfir pari (76 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 05:45
FedEx Cup 2014: Day og Palmer leiða í hálfleik Deutsche Bank – Hápunktar 2. dags

Það eru Jason Day og Ryan Palmer sem eru efstir í hálfleik á Deutsche Bank Championship, 2. mótinu í FedEx Cup umspilinu. Báðir eru búnir að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum hvor; Day (66 68) og Palmer (63 71). Aðeins 1 höggi á eftir eru Matt Kuchar og Billy Horschel á samtals 7 undir pair, hvor. Fimm kylfingar deila síðan 5. sætinu á 6 undir pari hver: Keegan Bradley, Webb Simpson, Bill Haas, Patrick Reed og Russell Henley. Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: Hér má Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

