
Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Sveinbergsson – 31. ágúst 2014
Það er Gísli Sveinbergsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og er því 17 ára í dag. Gísli er afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Gísli er í afrekshóp völdum af landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni.

Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Gísli er nú, á 17 ára afmælisdaginn, við keppni á Goðamótinu 7. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar. Fyrir lokahringinn leiddi Gísli; var eini keppandinn eftir 36 holur með skor undir pari (þ.e. 1 undir pari). Nú þegar spilaðar hafa verið 9 holur af 3. og lokahring mótsins er Gísli enn í forystu á samtals 2 undir pari, en á í harðri baráttu við hinn 26 ára stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Kristján Þór Einarsson, en sá síðarnefndi er að reyna að vinna 3. mótið sitt á Eimskipsmótaröðinni í ár.
Gísli er einn af okkar albestu kylfingum, sem sést á því að hann var kominn 16 ára í karlalandslið Íslands, langyngstur allra. Hann er efstur íslenskra karlkylfinga á heimslista áhugamanna í 185. sæti, sem er stórglæsilegur árangur!!!
Gísli hefir nú nýlega staðið sig einstaklega vel í sterkum mótum áhugamanna erlendis; þ.e. Brabants Open í Hollandi og Opna finnska meistaramóti áhugamanna, en í báðum mótum varð Gísli í 3. sæti.

Gísli Sveinbergsson, GK og Helga Kristín Einarsdóttir, NK – Íslandsmeistarar í höggleik,2014, í flokki 17-18 ára. Mynd: golf.is
Gísli spilar eins og að ofan greinir á Eimskipsmótaröðinni og hefir ávallt verið meðal efstu manna á þeim mótum í ár, en spilar auk þess á Íslandsbankamótaröðinni og er m.a. núverandi Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 17-18 ára.
Eins varð Gisli nú á dögunum Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ með sveit GK í 1. deild.
Sjá má eldra viðtal við Gísla frá 2012 með því að SMELLA HÉR:
Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959; Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (72 ára); Elías Kristjánsson, GSG, 31. ágúst 1954 (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!); Snæbjörn Guðni Valtýsson, GS, 31. ágúst 1958 (56 ára); Ólafur Hafsteinsson, GR, 31. ágúst 1961 (53 ára); Odile Roux, 31. ágúst 1961 (Spilaði á LET – 53 ára); Pádraig Harrington, 31. ágúst 1971 (43 ára); Charl Schwartzel, 31. ágúst 1984 (30 ára stórafmæli!!!!); Sun Ju Ahn 31. ágúst 1987 (27 ára) ….. og ……
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024