Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull ——- 20. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 20 ára í dag. Charley er einn alefnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 3 árum, þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar nýlega frétt Golf 1 þar um, SMELLIÐ HÉR: Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Hún sigraði í fyrsta móti sínu á LET, á Lalla Meryem mótinu á Evróputúr kvenna 2015. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2016 | 12:00

Evróputúrinn: Chowrasia sigurvegari á Hero Indian Open!

Indverjar náðu til sín 2 efstu sætunum á sameiginlegu móti Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins. Það varð SSP Chowrasia sem landaði 1. sætinu á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 67 68 71). Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð Íslandsvinurinn Anirban Lahiri en báðir Chowrasia og Lahiri voru nb. á heimavelli! Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2016 | 10:00

Rory endurtekur þvottavélatrikkið

Á unga aldri varð Rory McIlroy sem nú er nr. 2 á heimslistanum frægur fyrir svokallað þvottavélatrikk, sem hann sýndi í írska sjónvarpinu. Trikkið gekk út á að vippa inn um opna þvottavél. Rory endurtók leikinn nú um daginn (nánar tiltekið jólin 2015) – og hitti beint í mark! Sjá má Rory og endurtekið þvottavélatrikkið með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2016 | 08:00

LPGA: Eun-Hee Ji í forystu á JTCB Founders Cup – Hápunktar 3. hrings

Það er Eun-Hee Ji sem leiðir eftir 54 holu spil á JTCB Founders Cup. Ji er búin að spila á 18 undir pari, 198 höggum (66 67 65). Í 2. sæti fast á hæla Ji eru þær Stacy Lewis frá Bandaríkjunum og landa Ji, Sei Young Kim, frá Suður-Kóreu, sem var í forystu e. 2. hring, en átti afleitan 3. hring upp á 70 högg, sem er of mikið þegar Stacy er að spila á 64 höggum og Ji á 65 höggum! Til þess að sjá hápunkta 3. hrings SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna e. 3. hring JTCB Founders Cup með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 22:00

GKG: Sumarstörf f. 18 ára og eldri í boði

Sumarstörf hjá GKG „Á hverju sumri fáum við til okkar einstaklinga 18 ára og eldri í gegnum sumarvinnu sveitafélaganna (Kópavogi og Garðabæ). Við höfum verið svo lánsöm að sömu einstaklingarnir hafa sótt um ár eftir ár en nú er svo komið að margir af okkar föstu starfsmönnum eru að klára nám og eru að hefja sinn starfsferil annars staðar. Það er því tækifæri fyrir einstaklinga sem eru 18 ára og eldri og hafa áhuga á að vinna á frábærum vinnustað, undir öflugri leiðsögn í einstaklega fallegu umhverfi að sækja um sumarvinnu hjá sínu sveitafélagi (Kópavogi eða Garðabæ) og tilgreina þá GKG sem valkost. Ath. að umsóknir þurfa að berast Garðabæ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 21:00

Golfgrín á laugardegi

Nú er tími til að líta aftur um öxl og rifja upp atvikið daginn agalega þegar komst upp um fjöldaframhjáhöld Tiger og því eiginkona hans sótti um skilnað. Sú frétt fór eins og eldur í sinu að Elín Nordegren hefði hrakið Tiger úr húsi þeirra og barið hann með kylfum og hann verið í þvílíku sjokki að hann hefði keyrt á brunahana (ens.: fire hydrant). Margir golfbrandarar voru í kjölfarið sagðir um þennan atburð og verða hér rifjaðir upp nokkrir gamlir og þreyttir. Þeir verða einfaldlega birtir á ensku því þeir missa sig svolítið í þýðingu: The police asked Tiger’s wife how many times she hit him. „I can’t remember,“ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 18:00

Golfmynd dagsins

Íslenskir kylfingar fylkjast s.s. venja er um páska til suðlægari slóðir þar sem hægt er að spila golf. Mynd dagsins er af tveimur slíkum kylfingum sem eru þessa dagana við golfiðju á Alicante. Þetta eru þeir Kjartan Einarsson og Unnar Ingimundur Jóspesson.


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Jóhannsdóttir og Paul Devenport – 19. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Aðalheiður Jóhannsdóttir og  Paul Devenport. Aðalheiður er fædd 19. mars 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Aðalheiður er ekki á facebook. Paul Davenport er fæddur 19. mars 1966 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Henry Taylor, f. 19. mars 1871 – d. 10. febrúar 1963 ; Gay Robert Brewer, f. 19. mars 1932 – d. 31. ágúst 2007;  Louise Stahle 19. mars 1985 (31 árs) … og … Guðrún Kristín Bachman, GR F. 19. mars 1953 (63 ára) Oliveira Rosa Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 12:00

Spieth hittir Curry

Einni viku eftir að nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga Lydia Ko heimsótti NBA MVP Stephen Curry á Golden State Warriors æfingu, þó fékk loks nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth að sjá Curry í gær í Dallas. Spieth og Curry hitturst á velli the American Airlines Center fyrir Mavericks-Warriors leikinn. Það var eftir að Curry, sem ekki sá Spieth ekki fyrst, virti hann ekki viðlits. Curry sá ekki að Jordan Spieth rétti út höndina þegar hann hljóp inn á völlinn – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Áhuginn var öllu meiri á Ko á sínum tíma , enda vanda sannir karlmenn sig í kringum konur- en auðvitað er þetta bara slysatilviljun að sjá Spieth ekki. Curry Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 10:00

Draumahöggið 2016! Frí gisting á Hótel Keflavík & Diamond Suites

Einherjaklúbburinn á Íslandi og Hótel Keflavík hafa gert með sér samkomulag sem ætti að hvetja alla kylfinga landsins til þess að miða enn betur á holuna á par 3 holunum á árinu 2016. Í tilefni af 30 ára afmæli Hótel Keflavík sem og opnunar fyrsta 5 stjörnu hótels landsins, Diamond Suites, þann 17. maí næstkomandi þá fá allir þeir sem fara „holu í höggi„ á árinu 2016 gjafabréf upp á glæsilega gistingu fyrir sig og félaga sinn á Hótel Keflavík ásamt ljúffengum morgunverði. Nauðsynlegt er fá afrekið samþykkt og skráð af Einherjaklúbbnum til þess að hljóta gjafabréfið. Heimasíða Einherjaklúbbsins. Að auki verður sérstakur 150.000 króna verðlaunapakki í boði fyrir þann Lesa meira