Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2016 | 17:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Victoría Elizabeth (25/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 24 stúlkur verið kynntar og nú um páskana verða kynntar þær 4 sem deildu 22. sætinu en það eru:  Wichanee Meechai frá Thaílandi;  Ally McDonald, frá Bandaríkjunum; Stephanie Kono frá Bandaríkjunum og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2016 | 15:00

WGC: Fylgist með Dell Match Play hér

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Dell holukeppnin. Fylgjast má með Dell Match Play með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Lilja Rúnarsdóttir – 23. mars 2016

Það er Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðrún Lilja er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Guðrún Lilja er fædd 23. mars 1960 og því 56 ára í dag. Komast má á facebook síðu Guðrúnar Lilju til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, GK (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard (Dick) Mast, 23. mars 1951 (65 ára); Heather Bowie Young, 23. mars 1975 (41 árs); Montford Johnson Wagner, 23. mars 1980 (36 ára); Birgir Mar Guðfinnsson, 23. mars 1982 (34 ára) GG; Evan Samuel Mickelson, 23. mars 2003 (13 ára – sonur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2016 | 13:00

Butch Harmon tilbúinn að segja Tiger álit sitt

Gúru allra golfkennara Butch Harmon segist tilbúinn að hjálpa Tiger Woods við „come-backið“ en hann hefir verið frá keppni að ná sér eftir bakuppskurði og er nú dottinn niður í 467. sætið á heimslistanum. Butch Harmon segist vilja að Tiger enduruppgötvi gamla formið sitt og segir hluta ástæðu bakerfiðleika Tiger vera vegna of mikillar áreynslu við að lyfta lóðum í ræktinni og vegna of mikillar líkamsræktar. Sveiflugúrúinn eins og Harmon er oft kallaður hjálpaði Tiger við að ná fyrsta risamótssigri sínum og síðan næstu 7, en síðan skyldu leiðir þeirra 2002 og þeir varla talast við núorðið. Harmon sagði m.a.: „Ég hef ekki hugmynd um hvort hann kemur aftur – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar sigraði í Kalíforníu

Rúnar Arnórsson, GK og University of Minnesota, lék stórkostlegt golf eða á 62 höggum á fyrsta degi Barona Collegiate Cup háskólamótinu og setti glæsilegt skólamet.  Mótið fór fram í Lakeside, Kaliforníu. Aldrei í sögunni hefir kylfingur frá Minnesota skólanum leikið golf á 10 höggum undir pari. Í dag, 22. mars 2016 lauk mótinu með öruggum sigri Rúnars sem lék hringina þrjá á 9 höggum undir pari (62, 71, 74) og sigraði hann mótið glæsilega með þremur höggum á næsta keppanda. Minnesota skóli Rúnars endaði í 2. sæti í mótinu á 16 höggum yfir pari. Sjá má lokastöðuna í BArona Collegiate Cup með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót hjá Rúnari Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 18:00

GR: Andrés Jón nýr yfirgolfkennari í Básum

Andrés Jón Davíðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Andrés mun gegna stöðu yfirgolfkennara í Básum, þetta er ný staða við klúbbinn og er markmiðið að auka þjónustu við félagsmenn með auknu framboði á kennslu – hvort sem um er að ræða einstaklinga eða hópa. Andrés er viðskipta og markaðfræðingur að mennt, hann útskrifaðist sem golfkennari frá PGA í Noregi árið 2000 og starfaði lengi í Þýskalandi sem yfirgolfkennari hjá GC Emstal í Lingen. Andrés kláraði meistaranám í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014 og er fyrstur Íslendinga til að hljóta titilinn „Master Professional“ en til þess að öðlast þann titil þarf meðal annars að hafa 10 ára Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Baldursson – 22. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Baldursson. Hann er fæddur 22. mars 1966  og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ragnar Baldursson F. 22. mars 1966 (45 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter McEvoy, 22. mars 1953 (63 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (60 ára); Diane Pavich, 22. mars 1962 (54 ára); Tim Elliot, 22. mars 1962 (54 ára); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (52 ára); Peter Lawrie, 22. mars 1974 (42 ára); Guðbjörg S Jónsdóttir, en hún er fædd 22. mars Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 13:30

Horan með Rose á Wentworth

Niall Horan sem er í hljómsveitinni One Direction og mikill vinur nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy hefir staðfest að hann muni taka þátt í Pro-Am mótinu sem fram fer fyrir BMW PGA Championship á Wentworth í maí n.k. Horan dró að sér mikinn áhorfendafjölda þegar hann spilaði með vini sínum Rory McIlroy og var m.a. kaddý Rory í par-3 púttkeppninni, sem venju skv. er fyrir Masters risamótið ár hvert. Horan er mikill áhugakylfingur. Hann er t.a.m. með ævifélagsaðild í Mullingar Golf Club í County Westmeath á Írlandi. En liðsfélagi Horan verður ekki Rory að þessu sinni á Wentworth heldur mun hann spila með  Justin Rose á West Course nk. maí.


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 12:22

GK: Þjálfunarleiðin 2016 í golfi hefst 12. apríl nk.

Til að verða betri kylfingur er mikilvægt að æfa reglulega og það er skemmtilegra að gera það í góðra vina hópi. Þjálfunarleiðin er 8 tímar sem deilist fram á vor Þú kemur því vel undirbúin/n til leiks í sumar og eykur líkurnar á því að lækka forgjöfina:) Æfingar verða í inni- og útiaðstöðunni í Hraunkoti. Æfingar eru á þriðjudögum kl. 19:00 eða kl. 20:00 12., 19., 26. apríl, 3., 10., 17., 24., 31. maí. Verð er 24.000 kr.- Þjálfarar eru Karl Ómar og Björn Kristinn PGA þjálfarar hjá Golfklúbbnum Keili Skráningar og aðrar upplýsingar eru á netfangið: Karl.omar.karlsson@akranes.is


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 12:15

GSG: Opið Páskamót Nóa Síríus í Sandgerði – Skírdag 24. mars n.k.

Í Golfklúbbi Sandgerðis fer á Skírdaginn þ.e. 24. mars n.k. fram Páskamót Nóa Síríus. Mótið er punktamót og verða allir ræstir út kl 10:00. Rástímaskráning til að raða í holl Veitt verða verðlaun frá Nóa Siríus; þ.e. í höggleik fyrir 1.-3. sæti og í punktakeppni einnig fyrir 1.-3. sæti Nándarverðlaun verða veitt á 2. , 15. og 17.braut og einnig verður dregið úr skorkortum Ekki er hægt að vinna til verðlauna í bæði höggleik og punktum. Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa til eða aflýsa mótinu ef veður verður óhagstætt Verð í mótið er aðeins 2500 kr. Leikið er inn á sumarflatir og af sumarteigum. Hægt er að komast inn Lesa meira