Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2016 | 13:30

Horan með Rose á Wentworth

Niall Horan sem er í hljómsveitinni One Direction og mikill vinur nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy hefir staðfest að hann muni taka þátt í Pro-Am mótinu sem fram fer fyrir BMW PGA Championship á Wentworth í maí n.k.

Horan dró að sér mikinn áhorfendafjölda þegar hann spilaði með vini sínum Rory McIlroy og var m.a. kaddý Rory í par-3 púttkeppninni, sem venju skv. er fyrir Masters risamótið ár hvert.

Horan er mikill áhugakylfingur.

Hann er t.a.m. með ævifélagsaðild í Mullingar Golf Club í County Westmeath á Írlandi.

En liðsfélagi Horan verður ekki Rory að þessu sinni á Wentworth heldur mun hann spila með  Justin Rose á West Course nk. maí.