Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 10:00

Hinrik Gunnar látinn

Á golf.is má lesa eftirfarandi frétt framkvæmdarstjóra GSÍ: „Í fyrradag (24. mars – Greinin skrifuð 26. mars)   bárust okkur þær fréttir að einn úr okkar hópi, Hinrik Gunnar Hilmarsson, hefði andast á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 57 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein sem hann hafði barist við með æðruleysi undanfarin misseri. Hinrik starfaði fyrir Golfsamband Íslands frá árunum 2002 til 2007 og sinnti störfum sem markaðstjóri og var einnig í fararbroddi fyrir golfreglur og dómaramál á vegum Golfsambands Íslands. Sérþekking hans á golfreglunum var einstök og færði Hinrik golfhreyfingunni mikla fagmennsku á því sviði. Hinrik var einn af þeim einstaklingum sem elskaði leikinn og lagði hönd á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 08:00

GSÍ: Andrea ráðin mótastjóri

Golfsamband Íslands og PGA á Íslandi hafa ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til starfa. Andrea verður mótastjóri GSÍ, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi og skólastjóri golfkennaraskóla PGA. Andrea mun sjá um daglegan rekstur PGA á Íslandi og PGA skólans, samhliða starfi mótastjóra GSÍ. „Við erum gríðalega ánægð með þessa ráðningu og aukið samstarf við GSÍ. PGA á Íslandi ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Helstu verkefni á þessu ári er „PGA junior golf“ sem fer af stað í júní, stelpugolfdagurinn sem hefur slegið í gegn síðustu árin, endurmenntun golfkennara og halda úti metnaðarfullum PGA golfkennaraskóla með hæstu viðurkenningu frá PGA Europe. Andrea hefur mikla reynslu úr golfíþróttinni, hún er menntaður PGA kennari og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2016 | 21:00

Jason Day nr. 1 á heimslistanum!

Jason Day verður að nýju nr. 1 á heimslistanum eftir að hafa komist í undanúrslit á heimmeistaramótinu í holukeppni. Day sigraði Brandt Snedeker í morgun 3&2 í 16 manna úrslitum og annan Bandaríkjamann einnig 3&2 í fjórðungsúrslitum og mun keppa í undanúrslitum við nr. 3 á heimslistanum og þann sem á titil að verja Rory McIlroy. Líkt og flestir golfáhangendur vita tapaði Jordan Spieth fyrir Louis Oosthuizen í 16 manna úrslitum og því er  það nóg – það nægir – Day verður nr. 1 á heimslistanum sama hvar hann endar. „Að komast aftur í 1. sætið á heimslistanum er frábært“ sagði Day. Day getur enn styrkt stöðu sína gangi honum vel á The Masters Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2016 | 18:00

LPGA: Jenny Shin efst e. 2. dag Kia Classic

Það er bandaríski kylfingurinn Jenny Shin sem er efst eftir 2 hringi á Kia Classic mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA: Shin er búin að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65). Í 2. sæti eru 2 kylfingar nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko og bandaríski kylfingurinn Brittany Lang. Báðar eru þær búnar að spila á 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á KIA Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2016

Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Það eru því í dag nákvæmlega 117 ár frá fæðingardegi hennar og 32 ár frá dánardægri hennar. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2016 | 10:00

WGC: Frábær örn Garcia á 3. hring Dell Match Play

Sergio Garcia fékk mesta klappið á 3. degi  WGC-Dell Match Play þegar hann náði að setja niður frábæran örn í viðureign sinni við Marc Leishman, sem hann vann. Garica var þegar tveimur yfir þegar hann klauf hreinlega brautina með frábæru upphafshöggi sínu á 10. braut, sem skyldi eftir u.þ.b. 40 metra aðhögg. Garcia náði fullkomnu höggi með fleygjárninu sínu. Hann pitchaði boltann aðeins nokkra cm til hægri við holuna áður en hann spannst til vinstri. Niðurstaðan: brauin spiluð í 2 höggum og brillíant örn staðreynd. Sjá má örn Garcia með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jón Gunnar Gunnarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru GK-ingarnir Jón Gunnar Gunnarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Jón Gunnar er fæddur 25. mars 1975 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Kona Jóns Gunnars er Gerður Sif Stefánsdóttir. Komast má á facebook síðu Jóns Gunnars til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Jón Gunnar Gunnarsson, GK (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) 25. mars 1975 (41 árs) Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 22 ársaafmæli í dag!!! Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili og stundar nú nám og spilar golf með golfliði Fresno State háskólans í Kaliforníu. Næst spilar Guðrún Brá 3. apríl n.k. í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2016 | 18:00

Viltu eignast einn af Claret Jug-um John Daly?

Hafið þið áhuga á að flíka ekta Claret Jug? Bikarnum, sem veittur er sigurvegara Opna breska á hverju ári? Nú hafið þið tækifæri til þess, því einn af bikurum John Daly sem hann vann fyrir sigur í Opna breska verður boðinn upp. John Daly tvítaði: „Just to let everyone know I still have my CLARET JUG xtra 1 thought was going to b donated to St Andrews museum.“ Tekið er við tilboðum í dolluna til 9. apríl n.k. Komast má inn á uppboðssíðuna sem býður upp Claret Jug Daly með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2016 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Jóhannsson – 24. mars 2016

Það er Baldvin Jóhannsson, GK, sem er afmæliskylfingur dagins. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 78 ára í dag. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. mars 1951 (65 ára); Andrés Jón Davíðsson, golfkennari, 24. mars 1968 (48 ára); Jason Dufner, 24. mars 1977 (39 ára); Elliot Saltman, 24. mars 1982 (einn skosku golfbræðranna – 34 ára); Maria Hernandez, 24. mars 1986 (30 ára) …. og ….. GKG Golfklúbbur Kópavogs Og Garðabæjar (22 ára) Golf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2016 | 18:00

Under Armour ekki ánægt með að Woodland flíkaði ekki nærbuxunum

Á lokahring the Honda Classic, klæddi Gary Woodland sig úr og var bara í boxer-buxum sem hann var í, á  par-4 6. holunni. Eftir að hafa farið úr skóm, sokkum og buxum þannig að þau yrðu ekki blaut var Woodland bara í skirtu, boxerum og með Under Armour der. Þetta virtist ekki vera vandamál fyrir nokkurn á þeim tíma sem það gerðist og var fremur fyndið móment í mótinu. Því miður sagði Woodland frá því að Under Armour hefði ekki verið ánægt með hann af ákveðinni ástæðu. Hver skyldi hún hafa verið? Nú vegna þess að boxerarnir hans voru með Under Armour merkinu og eini staðurinn til að sjá mittisbandið var hulið af skyrtu Lesa meira