Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2016 | 21:00

Jason Day nr. 1 á heimslistanum!

Jason Day verður að nýju nr. 1 á heimslistanum eftir að hafa komist í undanúrslit á heimmeistaramótinu í holukeppni.

Day sigraði Brandt Snedeker í morgun 3&2 í 16 manna úrslitum og annan Bandaríkjamann einnig 3&2 í fjórðungsúrslitum og mun keppa í undanúrslitum við nr. 3 á heimslistanum og þann sem á titil að verja Rory McIlroy.

Líkt og flestir golfáhangendur vita tapaði Jordan Spieth fyrir Louis Oosthuizen í 16 manna úrslitum og því er  það nóg – það nægir – Day verður nr. 1 á heimslistanum sama hvar hann endar.

„Að komast aftur í 1. sætið á heimslistanum er frábært“ sagði Day.

Day getur enn styrkt stöðu sína gangi honum vel á The Masters risamótinu, sem hefst 7. apríl n.k.