Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2016 | 18:00

Viltu eignast einn af Claret Jug-um John Daly?

Hafið þið áhuga á að flíka ekta Claret Jug? Bikarnum, sem veittur er sigurvegara Opna breska á hverju ári?

Nú hafið þið tækifæri til þess, því einn af bikurum John Daly sem hann vann fyrir sigur í Opna breska verður boðinn upp.

John Daly tvítaði:

„Just to let everyone know I still have my CLARET JUG xtra 1 thought was going to b donated to St Andrews museum.“

Tekið er við tilboðum í dolluna til 9. apríl n.k.

Komast má inn á uppboðssíðuna sem býður upp Claret Jug Daly með því að SMELLA HÉR: